„Maður þarf að vera með bein í nefinu og þetta er langt frá því að vera auðvelt“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 8. mars 2022 20:00 Fyrirsætan Hlín Björnsdóttir er að gera það gott í París og er á samningu hjá módel skrifstofunni Elite Worldwide. Instagram @hlinbjorns Fyrirsætan Hlín Björnsdóttir er búsett í París og hefur unnið að ýmsum spennandi verkefnum í tískuheiminum. Hún er á skrá hjá skrifstofunum Elite Worldwide og Eskimo Models en síðasta verkefni Hlínar var að ganga tískupallana fyrir hátísku hönnuðinn Andreas Kronthaler hjá Vivienne Westwood. Var hún þar í félagsskap ofurfyrirsætna á borð við systurnar Bella og Gigi Hadid. Blaðamaður tók púlsinn á Hlín og fékk að heyra frá fyrirsætu lífinu í París. Fór fyrst út sextán ára Fyrirsætuferill Hlínar hófst á unglingsárunum en eftir að hafa verið módel í lokaprófi förðunarskólans MakeUp School fóru ýmsar dyr að opnast. View this post on Instagram A post shared by Hli n Bjo rnsdo ttir (@hlinbjorns) „Þar tók Helgi Ómars fyrstu módel myndirnar mínar. Hann sagði mér að kíkja við hjá Eskimo sem ég svo gerði. Þar sem ég var bara nýfermd var ég fyrst á skrá hjá þeim fyrir auglýsingar og svoleiðis, fyrsta verkefnið mitt var einmitt Kringlu auglýsing. Þegar ég varð aðeins eldri fór ég svo á samning hjá þeim sem fyrirsæta og þá fóru skrifstofur úti að sýna mikinn áhuga,“ segir Hlín en út frá því endaði hún á að fá samning hjá skrifstofunni Elite, þar sem hún er enn í dag. Sextán ára gömul fór hún fyrst út að elta drauminn með fram menntaskóla námi sínu, í fylgd foreldra sinna. View this post on Instagram A post shared by Hli n Bjo rnsdo ttir (@hlinbjorns) „Mamma var líka fyrirsæta þegar hún var á mínum aldri og pabbi er leikari svo að það var gott að hafa þau fyrir stuðning. Með skólanum fór ég til London, Parísar og Mílanó þegar það voru frí. Eftir stúdentinn 2020 ætlaði ég svo að flytja út og gera þetta 100% en það þurfti að bíða út af Covid. Núna er ég búin að vera meira og minna í París frá því í maí í fyrra.“ Sjálfstæðið mikilvægt Hlín segir margt hafa breyst frá því að ferillinn hófst en hún passar sig vel að hafa gildin sín alveg á hreinu. „Ég hef fengið að ferðast og þurft að læra að vera ein í nýjum löndum sem er búið að kenna mér mjög margt. Mér finnst það vera það mikilvægasta í þessu, að læra að vera sjálfstæð og sterk til að takast á við þennan bransa. Maður þarf að vera með bein í nefinu og þetta er langt frá því að vera auðvelt. Mín reynsla er mjög góð og ég er mjög heppin með fólkið í kringum mig, bæði heima á Íslandi og þau sem ég vinn með hérna úti.“ View this post on Instagram A post shared by Hli n Bjo rnsdo ttir (@hlinbjorns) Dagarnir ólíkir Það er mikið um að vera í lífi fyrirsætunnar en Hlín segir Parísarlífið mjög ljúft. Því miður hafi þó verið lægð í bransanum eftir Covid en nú sé allt hægt og rólega að fara á fullt. „Ég er ekki að vinna á hverjum degi og verkefnin eru mjög mismunandi. Suma daga fer ég í castings. Aðra daga eru mynda- og videotökur fyrir blöð, merki eða fyrir mig til að fá myndir í bókina mína. Þegar tískuvikurnar eru í gangi eru oft mörg casting á dag, fittings fyrir sýningar og svo vonandi sem flestar sýningar ef það gengur vel. Annars er ég bara að njóta lífsins í París. Ég bý með kærastanum mínum þar sem hann er hérna í fatahönnunarnámi.“ View this post on Instagram A post shared by Hli n Bjo rnsdo ttir (@hlinbjorns) Aðspurð um hvort hún geri eitthvað ákveðið til að koma sér í gír fyrir sýningar segist Hlín ekki fylgja neinu ákveðnu en heldur í heilbrigða rútínu. „Ég passa bara upp á að sofa og borða vel áður og reyni að njóta og hafa gaman.“ View this post on Instagram A post shared by Hli n Bjo rnsdo ttir (@hlinbjorns) Stærstu fyrirsætur sem hún hefur unnið með Eins og áður segir gekk Hlín fyrir Vivienne Westwood nú á dögunum og segir hún það hafa verið frábæra upplifun. „Þetta var í fyrsta sinn sem ég vinn fyrir hana en vonandi ekki það seinasta. Þetta var mjög áhugaverð og skemmtileg sýning og heiður að fá að vera með. Á sýningunni voru mikið af stórum nöfnum í bransanum sem ég hef lengi fylgst með svo það að vera mætt þarna til að vinna með þeim var ótrúlega gaman.“ View this post on Instagram A post shared by Hli n Bjo rnsdo ttir (@hlinbjorns) Gigi Hadid var sett við hliðina á Hlín í line up-i sýningarinnar svo þær stöllur fengu tækifæri til að spjalla mikið saman og segir Hlín hana vera mjög indæla. Hlín Björnsdóttir, Gigi Hadid og Lindsey Wixson voru settar í röð fyrir tískusýningu Vivienne Westwood.Instagram @hlinbjorns „Þetta var bara eins og að vinna með hverri annarri manneskju. Þetta var í fyrsta sinn sem við vinnum saman og hún og Bella eru án efa stærstu fyrirsæturnar sem ég hef unnið með.“ Bíða og vona það besta Það er langt og strangt ferli sem fylgir því að fá vinnu hjá tískurisum en Hlín er orðin þaulvön. „Skrifstofan mín sér um að kynna mig fyrir casting director-um sem svo velja mig til að koma í casting. Í castingunum hittirðu casting director-inn og stundum hönnuðinn, stílistann eða einhvern frá merkinu. Oftast ertu látin labba og það eru teknar myndir af þér. Ef þeim líst vel á þig ertu síðan kölluð til baka í mátun og þá er ákveðið hvort þú sért með og í hvaða outfit-i þú verður á sýningunni.“ View this post on Instagram A post shared by Hli n Bjo rnsdo ttir (@hlinbjorns) Þetta gildir til dæmis um tískuvikur en fyrir hefðbundnari myndatökur segist Hlín þó ekki alltaf þurfa að fara í casting og fitting. „Svo er það bara að bíða og vona að þau bóki þig,“ segir Hlín að lokum. Tíska og hönnun Menning Tengdar fréttir Hlín Björnsdóttir og Gigi Hadid saman á tískupöllunum Fyrirsætan Hlín Björnsdóttir gekk tískupallana hjá Andreas Kronthaler fyrir Vivienne Westwood um helgina. Hún var umvafin stórskotaliði tískuheimsins en ásamt henni sýndu meðal annars Gigi Hadid, Bella Hadid og Lindsey Wixson. 7. mars 2022 10:08 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Fór fyrst út sextán ára Fyrirsætuferill Hlínar hófst á unglingsárunum en eftir að hafa verið módel í lokaprófi förðunarskólans MakeUp School fóru ýmsar dyr að opnast. View this post on Instagram A post shared by Hli n Bjo rnsdo ttir (@hlinbjorns) „Þar tók Helgi Ómars fyrstu módel myndirnar mínar. Hann sagði mér að kíkja við hjá Eskimo sem ég svo gerði. Þar sem ég var bara nýfermd var ég fyrst á skrá hjá þeim fyrir auglýsingar og svoleiðis, fyrsta verkefnið mitt var einmitt Kringlu auglýsing. Þegar ég varð aðeins eldri fór ég svo á samning hjá þeim sem fyrirsæta og þá fóru skrifstofur úti að sýna mikinn áhuga,“ segir Hlín en út frá því endaði hún á að fá samning hjá skrifstofunni Elite, þar sem hún er enn í dag. Sextán ára gömul fór hún fyrst út að elta drauminn með fram menntaskóla námi sínu, í fylgd foreldra sinna. View this post on Instagram A post shared by Hli n Bjo rnsdo ttir (@hlinbjorns) „Mamma var líka fyrirsæta þegar hún var á mínum aldri og pabbi er leikari svo að það var gott að hafa þau fyrir stuðning. Með skólanum fór ég til London, Parísar og Mílanó þegar það voru frí. Eftir stúdentinn 2020 ætlaði ég svo að flytja út og gera þetta 100% en það þurfti að bíða út af Covid. Núna er ég búin að vera meira og minna í París frá því í maí í fyrra.“ Sjálfstæðið mikilvægt Hlín segir margt hafa breyst frá því að ferillinn hófst en hún passar sig vel að hafa gildin sín alveg á hreinu. „Ég hef fengið að ferðast og þurft að læra að vera ein í nýjum löndum sem er búið að kenna mér mjög margt. Mér finnst það vera það mikilvægasta í þessu, að læra að vera sjálfstæð og sterk til að takast á við þennan bransa. Maður þarf að vera með bein í nefinu og þetta er langt frá því að vera auðvelt. Mín reynsla er mjög góð og ég er mjög heppin með fólkið í kringum mig, bæði heima á Íslandi og þau sem ég vinn með hérna úti.“ View this post on Instagram A post shared by Hli n Bjo rnsdo ttir (@hlinbjorns) Dagarnir ólíkir Það er mikið um að vera í lífi fyrirsætunnar en Hlín segir Parísarlífið mjög ljúft. Því miður hafi þó verið lægð í bransanum eftir Covid en nú sé allt hægt og rólega að fara á fullt. „Ég er ekki að vinna á hverjum degi og verkefnin eru mjög mismunandi. Suma daga fer ég í castings. Aðra daga eru mynda- og videotökur fyrir blöð, merki eða fyrir mig til að fá myndir í bókina mína. Þegar tískuvikurnar eru í gangi eru oft mörg casting á dag, fittings fyrir sýningar og svo vonandi sem flestar sýningar ef það gengur vel. Annars er ég bara að njóta lífsins í París. Ég bý með kærastanum mínum þar sem hann er hérna í fatahönnunarnámi.“ View this post on Instagram A post shared by Hli n Bjo rnsdo ttir (@hlinbjorns) Aðspurð um hvort hún geri eitthvað ákveðið til að koma sér í gír fyrir sýningar segist Hlín ekki fylgja neinu ákveðnu en heldur í heilbrigða rútínu. „Ég passa bara upp á að sofa og borða vel áður og reyni að njóta og hafa gaman.“ View this post on Instagram A post shared by Hli n Bjo rnsdo ttir (@hlinbjorns) Stærstu fyrirsætur sem hún hefur unnið með Eins og áður segir gekk Hlín fyrir Vivienne Westwood nú á dögunum og segir hún það hafa verið frábæra upplifun. „Þetta var í fyrsta sinn sem ég vinn fyrir hana en vonandi ekki það seinasta. Þetta var mjög áhugaverð og skemmtileg sýning og heiður að fá að vera með. Á sýningunni voru mikið af stórum nöfnum í bransanum sem ég hef lengi fylgst með svo það að vera mætt þarna til að vinna með þeim var ótrúlega gaman.“ View this post on Instagram A post shared by Hli n Bjo rnsdo ttir (@hlinbjorns) Gigi Hadid var sett við hliðina á Hlín í line up-i sýningarinnar svo þær stöllur fengu tækifæri til að spjalla mikið saman og segir Hlín hana vera mjög indæla. Hlín Björnsdóttir, Gigi Hadid og Lindsey Wixson voru settar í röð fyrir tískusýningu Vivienne Westwood.Instagram @hlinbjorns „Þetta var bara eins og að vinna með hverri annarri manneskju. Þetta var í fyrsta sinn sem við vinnum saman og hún og Bella eru án efa stærstu fyrirsæturnar sem ég hef unnið með.“ Bíða og vona það besta Það er langt og strangt ferli sem fylgir því að fá vinnu hjá tískurisum en Hlín er orðin þaulvön. „Skrifstofan mín sér um að kynna mig fyrir casting director-um sem svo velja mig til að koma í casting. Í castingunum hittirðu casting director-inn og stundum hönnuðinn, stílistann eða einhvern frá merkinu. Oftast ertu látin labba og það eru teknar myndir af þér. Ef þeim líst vel á þig ertu síðan kölluð til baka í mátun og þá er ákveðið hvort þú sért með og í hvaða outfit-i þú verður á sýningunni.“ View this post on Instagram A post shared by Hli n Bjo rnsdo ttir (@hlinbjorns) Þetta gildir til dæmis um tískuvikur en fyrir hefðbundnari myndatökur segist Hlín þó ekki alltaf þurfa að fara í casting og fitting. „Svo er það bara að bíða og vona að þau bóki þig,“ segir Hlín að lokum.
Tíska og hönnun Menning Tengdar fréttir Hlín Björnsdóttir og Gigi Hadid saman á tískupöllunum Fyrirsætan Hlín Björnsdóttir gekk tískupallana hjá Andreas Kronthaler fyrir Vivienne Westwood um helgina. Hún var umvafin stórskotaliði tískuheimsins en ásamt henni sýndu meðal annars Gigi Hadid, Bella Hadid og Lindsey Wixson. 7. mars 2022 10:08 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Hlín Björnsdóttir og Gigi Hadid saman á tískupöllunum Fyrirsætan Hlín Björnsdóttir gekk tískupallana hjá Andreas Kronthaler fyrir Vivienne Westwood um helgina. Hún var umvafin stórskotaliði tískuheimsins en ásamt henni sýndu meðal annars Gigi Hadid, Bella Hadid og Lindsey Wixson. 7. mars 2022 10:08