Hildur leiðir lista Austurlistans í Múlaþingi Atli Ísleifsson skrifar 7. mars 2022 08:07 Hildur Þórisdóttir, Eyþór Stefánsson, Ásdís Hafrún Benediktsdóttir og Kristjana Ditta Sigurðardóttir skipa efstu sæti listans. Aðsend Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og sveitarstjórnarfulltrúi, mun leiða lista Austurlistans í Múlaþingi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sem fram fara 14. maí næstkomandi. Í tilkynningu kemur fram að uppstillingarnefnd Austurlistans hafi í gær lagt fram tillögu að framboðslista sem var samþykktur einróma á félagsfundi. Segir að áhersla hafi verið lögð á að efstu fjögur sætin kæmu frá öllum byggðakjörnum eins og gert var fyrir kosningarnar 2020. „Þau fjögur sem skipuðu efstu sætin þá skipa þau áfram en þó með þeim breytingum að Kristjana Sigurðardóttir færist í fjórða sæti en Eyþór og Ásdís færast í annað og þriðja sæti. Dýrmæt reynsla sveitarstjórnarfulltrúa, sem orðið hefur til frá því að undirbúningur að sameiningu hófst, mun nýtast áfram en það er gott veganesti inn í þau fjölbreyttu og stóru verkefni sem eru framundan. Mikil áhersla verður lögð áfram á sterkar heimastjórnir, aðgengi að staðbundnu háskólanámi og að þær samgöngubætur sem liggja fyrir standist tímaáætlun. Auk þess er brýnt að vinna að umbótum í húsnæðismálum og gera þjónustu sveitarfélagsins í skipulags- og framkvæmdamálum skilvirkari. Austurlistinn er óháð framboð sem vinnur eftir gildum félagshyggjufólks um menntamál, sterka innviði, greiðar samgöngur og virkt samtal við íbúa. Áhersla verður á að nýta sóknarfærin vel í atvinnu- og menntamálum sem og aðkomu ríkisins að mikilvægri innviðauppbyggingu. Tækifæri blasa við í samstarfi Múlaþings við UHI (University of the Highlands and Islands), uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar og samgöngubótum sem eru handan við hornið,“ segir í tilkynningunni. Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og sveitarstjórnarfulltrúi, Seyðisfirði. Eyþór Stefánsson, verkefnastjóri og sveitarstjórnarfulltúi, Borgarfirði. Ásdís Hafrún Benediktsdóttir, bókari og varasveitarstjórnarfulltúi, Djúpavogi. Kristjana Ditta Sigurðardóttir, ritari og sveitarstjórnarfulltrúi, Fljótsdalshéraði. Jóhann Hjalti Þorsteinsson, umsjónarm. heimavist og skrifstofum., Fljótsdalshéraði. Rúnar Gunnarsson, yfirhafnavörður, Seyðisfirði. Tinna Jóhanna Magnusson, miðaldafræðingur og kennari, Borgarfirði. Ævar Orri Eðvaldsson, verkstjóri, Djúpavogi. Baldur Pálsson, Austurlandsgoði, Fljótsdalshéraði Sóley Rún Jónsdóttir, nemi, Seyðisfirði Skúli Heiðar Benediktsson, hreindýraleiðsögumaður, Djúpavogi Snorri Emilsson, lýsingahönnuður, Seyðisfirði. Arna Magnúsdóttir, grunnskólakennari, Seyðisfirði. Rúnar Ingi Hjartarson, leiðsögumaður, Fljótsdalshéraði. Lindsey Lee, augntæknir og verkefnastjóri, Borgarfirði. Ragnhildur Billa Árnadóttir, sjúkraliði, Seyðisfirði. Sigurður Snæbjörn Stefánsson, fornleifafræðingur, Seyðisfirði. Ásdís Heiðdal, leiðbeinandi grunnskóla, Djúpavogi. Jakobína Isold Smáradóttir, háskólanemi, Fljótsdalshéraði. Hafliði Sævarsson, bóndi, Djúpavogi. Aðalsteinn Ásmundsson, smiður, Fljótsdalshéraði. Sigrún Blöndal, grunnskólakennari, Fljótsdalshérað Sveitarstjórnarkosningar 2022 Múlaþing Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að uppstillingarnefnd Austurlistans hafi í gær lagt fram tillögu að framboðslista sem var samþykktur einróma á félagsfundi. Segir að áhersla hafi verið lögð á að efstu fjögur sætin kæmu frá öllum byggðakjörnum eins og gert var fyrir kosningarnar 2020. „Þau fjögur sem skipuðu efstu sætin þá skipa þau áfram en þó með þeim breytingum að Kristjana Sigurðardóttir færist í fjórða sæti en Eyþór og Ásdís færast í annað og þriðja sæti. Dýrmæt reynsla sveitarstjórnarfulltrúa, sem orðið hefur til frá því að undirbúningur að sameiningu hófst, mun nýtast áfram en það er gott veganesti inn í þau fjölbreyttu og stóru verkefni sem eru framundan. Mikil áhersla verður lögð áfram á sterkar heimastjórnir, aðgengi að staðbundnu háskólanámi og að þær samgöngubætur sem liggja fyrir standist tímaáætlun. Auk þess er brýnt að vinna að umbótum í húsnæðismálum og gera þjónustu sveitarfélagsins í skipulags- og framkvæmdamálum skilvirkari. Austurlistinn er óháð framboð sem vinnur eftir gildum félagshyggjufólks um menntamál, sterka innviði, greiðar samgöngur og virkt samtal við íbúa. Áhersla verður á að nýta sóknarfærin vel í atvinnu- og menntamálum sem og aðkomu ríkisins að mikilvægri innviðauppbyggingu. Tækifæri blasa við í samstarfi Múlaþings við UHI (University of the Highlands and Islands), uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar og samgöngubótum sem eru handan við hornið,“ segir í tilkynningunni. Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og sveitarstjórnarfulltrúi, Seyðisfirði. Eyþór Stefánsson, verkefnastjóri og sveitarstjórnarfulltúi, Borgarfirði. Ásdís Hafrún Benediktsdóttir, bókari og varasveitarstjórnarfulltúi, Djúpavogi. Kristjana Ditta Sigurðardóttir, ritari og sveitarstjórnarfulltrúi, Fljótsdalshéraði. Jóhann Hjalti Þorsteinsson, umsjónarm. heimavist og skrifstofum., Fljótsdalshéraði. Rúnar Gunnarsson, yfirhafnavörður, Seyðisfirði. Tinna Jóhanna Magnusson, miðaldafræðingur og kennari, Borgarfirði. Ævar Orri Eðvaldsson, verkstjóri, Djúpavogi. Baldur Pálsson, Austurlandsgoði, Fljótsdalshéraði Sóley Rún Jónsdóttir, nemi, Seyðisfirði Skúli Heiðar Benediktsson, hreindýraleiðsögumaður, Djúpavogi Snorri Emilsson, lýsingahönnuður, Seyðisfirði. Arna Magnúsdóttir, grunnskólakennari, Seyðisfirði. Rúnar Ingi Hjartarson, leiðsögumaður, Fljótsdalshéraði. Lindsey Lee, augntæknir og verkefnastjóri, Borgarfirði. Ragnhildur Billa Árnadóttir, sjúkraliði, Seyðisfirði. Sigurður Snæbjörn Stefánsson, fornleifafræðingur, Seyðisfirði. Ásdís Heiðdal, leiðbeinandi grunnskóla, Djúpavogi. Jakobína Isold Smáradóttir, háskólanemi, Fljótsdalshéraði. Hafliði Sævarsson, bóndi, Djúpavogi. Aðalsteinn Ásmundsson, smiður, Fljótsdalshéraði. Sigrún Blöndal, grunnskólakennari, Fljótsdalshérað
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Múlaþing Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira