Jókerinn gerði nokkuð sem enginn hafði áður afrekað Sindri Sverrisson skrifar 7. mars 2022 08:00 Nikola Jokic átti stórbrotinn leik í gær. AP/David Zalubowski Verðmætasti leikmaður síðustu leiktíðar, Serbinn Nikola Jokic, sýndi hvers hann er megnugur í gær þegar hann bar Denver Nuggets á herðunum yfir erfiðan hjalla og tryggði liðinu sigur gegn New Orleans Pelicans í NBA-deildinni í körfubolta. Denver vann leikinn að lokum 138-130 eftir framlengingu. „Jókerinn“ skoraði 30 af 46 stigum sínum í síðasta leikhluta venjulegs leiktíma og framlengingunni, eftir að útlitið var orðið svart í þriðja leikhluta þegar þjálfarinn Michael Malone var rekinn úr salnum. Jokic skoraði ekki bara 46 stig heldur tók 12 fráköst, gaf 11 stoðsendingar, stal boltanum þrisvar og varði fjögur skot. Frá því að farið var að telja stolna bolta og varin skot, tímabilið 1973-74, hefur enginn skilað svona tölum. Nikola Jokic in tonight's @nuggets W:46 points12 boards11 assists3 steals4 blocksNo one has recorded that stat line since steals and blocks started being tracked pic.twitter.com/F46QO1J736— NBA (@NBA) March 7, 2022 Tatum með 54 stig gegn Durant og Irving Jayson Tatum jók á raunir Brooklyn Nets með magnaðri frammistöðu fyrir Boston Celtics en hann skoraði 54 stig í 126-120 sigri Boston. Kevin Durant lék sinn annan leik síðan um miðjan janúar og skoraði 37 stig fyrir Brooklyn, og er þar með einn af 23 leikmönnum NBA sem náð hafa 25.000 stigum. Þeir Durant og Kyrie Irving léku saman í aðeins fjórða sinn á tímabilinu og skoraði Irving 19 stig en það var Tatum sem stal senunni. Jayson Tatum is on fire pic.twitter.com/vywHkynHrD— NBACentral (@TheNBACentral) March 6, 2022 Boston hefur nú unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum, og 21 leik af síðustu 27, og er í 5. sæti austurdeildarinnar. Hörmungar Brooklyn halda hins vegar áfram en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum og er í 9. sæti austurdeildarinnar. Milwaukee vann stórleikinn Í stórleik gærdagsins sendu meistarar Milwaukee Bucks hins vegar skýr skilaboð með sigri gegn Phoenix Suns, 132-122, þar sem Khris Middleton skoraði 44 stig fyrir heimamenn, í leik liðanna sem léku til úrslita í fyrra. Khris Middleton TAKES OVER in the @Bucks win, going for a season-high 44 including 16 in the 4th quarter pic.twitter.com/3AzN64VIXh— NBA (@NBA) March 6, 2022 Þetta var fjórði sigur Milwaukee í röð og villuvandræði Giannis Antetokounmpo komu ekki að sök með Middleton í miklu stuði auk þess sem Jrue Holiday skoraði 24 stig. Phoenix er enn með langbesta sigurhlutfallið af öllum liðum NBA-deildarinnar og á sigurinn vísan í vesturdeildinni en Milwaukee er í 3. sæti austurdeildarinnar, þremur sigrum á eftir Miami Heat sem er efst. Úrslitin í gær: Boston 126-120 Brooklyn Milwaukee 132-122 Phoenix Washington 133-123 Indiana Houston 123-112 Memphis Oklahoma 103-116 Utah Cleveland 104-96 Toronto Denver 138-130 New Orleans LA Clippers 93-116 New York NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Sjá meira
Denver vann leikinn að lokum 138-130 eftir framlengingu. „Jókerinn“ skoraði 30 af 46 stigum sínum í síðasta leikhluta venjulegs leiktíma og framlengingunni, eftir að útlitið var orðið svart í þriðja leikhluta þegar þjálfarinn Michael Malone var rekinn úr salnum. Jokic skoraði ekki bara 46 stig heldur tók 12 fráköst, gaf 11 stoðsendingar, stal boltanum þrisvar og varði fjögur skot. Frá því að farið var að telja stolna bolta og varin skot, tímabilið 1973-74, hefur enginn skilað svona tölum. Nikola Jokic in tonight's @nuggets W:46 points12 boards11 assists3 steals4 blocksNo one has recorded that stat line since steals and blocks started being tracked pic.twitter.com/F46QO1J736— NBA (@NBA) March 7, 2022 Tatum með 54 stig gegn Durant og Irving Jayson Tatum jók á raunir Brooklyn Nets með magnaðri frammistöðu fyrir Boston Celtics en hann skoraði 54 stig í 126-120 sigri Boston. Kevin Durant lék sinn annan leik síðan um miðjan janúar og skoraði 37 stig fyrir Brooklyn, og er þar með einn af 23 leikmönnum NBA sem náð hafa 25.000 stigum. Þeir Durant og Kyrie Irving léku saman í aðeins fjórða sinn á tímabilinu og skoraði Irving 19 stig en það var Tatum sem stal senunni. Jayson Tatum is on fire pic.twitter.com/vywHkynHrD— NBACentral (@TheNBACentral) March 6, 2022 Boston hefur nú unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum, og 21 leik af síðustu 27, og er í 5. sæti austurdeildarinnar. Hörmungar Brooklyn halda hins vegar áfram en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum og er í 9. sæti austurdeildarinnar. Milwaukee vann stórleikinn Í stórleik gærdagsins sendu meistarar Milwaukee Bucks hins vegar skýr skilaboð með sigri gegn Phoenix Suns, 132-122, þar sem Khris Middleton skoraði 44 stig fyrir heimamenn, í leik liðanna sem léku til úrslita í fyrra. Khris Middleton TAKES OVER in the @Bucks win, going for a season-high 44 including 16 in the 4th quarter pic.twitter.com/3AzN64VIXh— NBA (@NBA) March 6, 2022 Þetta var fjórði sigur Milwaukee í röð og villuvandræði Giannis Antetokounmpo komu ekki að sök með Middleton í miklu stuði auk þess sem Jrue Holiday skoraði 24 stig. Phoenix er enn með langbesta sigurhlutfallið af öllum liðum NBA-deildarinnar og á sigurinn vísan í vesturdeildinni en Milwaukee er í 3. sæti austurdeildarinnar, þremur sigrum á eftir Miami Heat sem er efst. Úrslitin í gær: Boston 126-120 Brooklyn Milwaukee 132-122 Phoenix Washington 133-123 Indiana Houston 123-112 Memphis Oklahoma 103-116 Utah Cleveland 104-96 Toronto Denver 138-130 New Orleans LA Clippers 93-116 New York
Boston 126-120 Brooklyn Milwaukee 132-122 Phoenix Washington 133-123 Indiana Houston 123-112 Memphis Oklahoma 103-116 Utah Cleveland 104-96 Toronto Denver 138-130 New Orleans LA Clippers 93-116 New York
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Sjá meira