„Sex leikmenn sem ættu aldrei aftur að spila fyrir Man. United“ Sindri Sverrisson skrifar 7. mars 2022 07:31 Leikmenn Manchester United voru fljótir að gefast upp í gær að mati Roy Keane sem segir þörf á miklum breytingum í félaginu. Getty/Lynne Cameron Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, var foxillur vegna frammistöðu liðsins gegn Manchester City í gær og sagði United-menn einfaldlega hafa gefist upp. Kevin De Bruyne og Riyad Mahrez skoruðu tvö mörk hvor fyrir City í öruggum 4-1 sigri þar sem United-menn áttu ekki eitt einasta skot allan seinni hálfleikinn. „Þeir gáfust upp. Fyrir leikmann í grannaslag eða hvaða leik sem er þá er það óverjanlegt,“ sagði Keane á Sky Sports. Manchester United have failed to have a single shot in the second half of a Premier League game just two times in the last six seasons: vs. Liverpool (2017) vs. Man City (2022)Embarrassing. pic.twitter.com/SFraDRQVmK— Squawka Football (@Squawka) March 6, 2022 „Fegurðin við leiki á hæsta stigi er að það er hvergi hægt að fela sig. Við sáum öll hvað upp á vantaði hjá United. Það er hægt að tapa fótboltaleik með ýmsum hætti en United tapaði með því að leikmenn hættu að hlaupa og gáfust upp. Ég botna ekkert í því að leikmenn hlaupi ekki aftur til að verjast,“ sagði Keane. „Svo langt á eftir hinum liðunum“ „Stjórinn mun fá sína gagnrýni fyrir taktík en það er algjörlega óásættanlegt að leikmenn sem spila fyrir Manchester United hlaupi ekki í vörn. Þeir hentu inn handklæðinu og það er skammarlegt. Þetta er erfitt þegar maður er að mæta virkilega góðu liði. En menn verða að hlaupa til baka – verða að tækla. Þetta sýnir hvar liðið og félagið er statt. Það er svo langt á eftir hinum liðunum,“ sagði Keane. Fyrirgefur mistök en ekki að menn hlaupi ekki í vörn Hann minntist sérstaklega á Aaron Wan-Bissaka, Fred, Harry Maguire og Marcus Rashford sem hefðu valdið honum vonbrigðum í gær en gagnrýndi einnig fleiri. „Menn verða að sýna smá stolt. Það hlýtur að koma á einhverju stigi. Ég get fyrirgefið mistök en ekki að menn hlaupi ekki aftur í vörn. Ég gæti nefnt fimm eða sex leikmenn sem ættu aldrei aftur að spila fyrir Man. United að mínu mati. Þetta var skammarlegt. Alveg skammarlegt,“ sagði Keane. Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira
Kevin De Bruyne og Riyad Mahrez skoruðu tvö mörk hvor fyrir City í öruggum 4-1 sigri þar sem United-menn áttu ekki eitt einasta skot allan seinni hálfleikinn. „Þeir gáfust upp. Fyrir leikmann í grannaslag eða hvaða leik sem er þá er það óverjanlegt,“ sagði Keane á Sky Sports. Manchester United have failed to have a single shot in the second half of a Premier League game just two times in the last six seasons: vs. Liverpool (2017) vs. Man City (2022)Embarrassing. pic.twitter.com/SFraDRQVmK— Squawka Football (@Squawka) March 6, 2022 „Fegurðin við leiki á hæsta stigi er að það er hvergi hægt að fela sig. Við sáum öll hvað upp á vantaði hjá United. Það er hægt að tapa fótboltaleik með ýmsum hætti en United tapaði með því að leikmenn hættu að hlaupa og gáfust upp. Ég botna ekkert í því að leikmenn hlaupi ekki aftur til að verjast,“ sagði Keane. „Svo langt á eftir hinum liðunum“ „Stjórinn mun fá sína gagnrýni fyrir taktík en það er algjörlega óásættanlegt að leikmenn sem spila fyrir Manchester United hlaupi ekki í vörn. Þeir hentu inn handklæðinu og það er skammarlegt. Þetta er erfitt þegar maður er að mæta virkilega góðu liði. En menn verða að hlaupa til baka – verða að tækla. Þetta sýnir hvar liðið og félagið er statt. Það er svo langt á eftir hinum liðunum,“ sagði Keane. Fyrirgefur mistök en ekki að menn hlaupi ekki í vörn Hann minntist sérstaklega á Aaron Wan-Bissaka, Fred, Harry Maguire og Marcus Rashford sem hefðu valdið honum vonbrigðum í gær en gagnrýndi einnig fleiri. „Menn verða að sýna smá stolt. Það hlýtur að koma á einhverju stigi. Ég get fyrirgefið mistök en ekki að menn hlaupi ekki aftur í vörn. Ég gæti nefnt fimm eða sex leikmenn sem ættu aldrei aftur að spila fyrir Man. United að mínu mati. Þetta var skammarlegt. Alveg skammarlegt,“ sagði Keane.
Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira