Handbolti

Arnar Pétursson: Ég er stoltur af stelpunum

Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar
275289577_5127478077304928_9119881012239824242_n.jpeg

A-landslið kvenna vann frábæran sjö marka sigur á Tyrklandi fyrr í dag. Ísland var með yfirhöfnina alveg frá fyrstu mínútu en lokatölur voru 29-22. Arnar Pétursson, þjálfari liðsins, var virkilega sáttur með frammistöðu liðsins. 

„Þetta var bara mjög gott. Ég er sérstaklega ánægður með góðan fyrri hálfleik, bæði varnarlega og sóknarlega. Seinni hálfleikurinn var kannski full stressandi. En við kláruðum þetta vel og ég er virkilega ánægður með það,“ sagði Arnar Pétursson strax að leik loknum.

Í viðtali fyrir leik talaði Arnar um það að til þess að sigra þyrfti liðið að þétta vörnina þar sem Tyrkir eru þekktir fyrir hraðar sóknir.

„Það var allt annað að sjá ákefðina í varnarleiknum lengst af. Það er nátturlega bara það sem maður þarf í þessum bolta og við þurfum að geta spilað vörn til að eiga möguleika. En það er það sem við gerðum í dag. Ég er stoltur af stelpunum. Við svöruðum þessu ágætlega.“

„Við vorum að spila við hörku lið. Stelpurnar í Tyrklandi eru frábærar. En þetta var gott svar hjá okkur í dag og ég er ánægður með þetta.“

„Lykillinn að sigrinum var fyrst og fremst þéttleikinn varnarlega, sérstaklega í fyrri hálfleik. Svo vorum við að spila mjög vel sóknarlega í fyrri hálfleik. Aðeins hökt á okkur í seinni hálfleik en við kláruðum þetta.“

„Við verðum að sjá hvernig staðan á þessu öllu er. Fyrst og fremst verðum við bara að hugsa um okkar lið og frammistöðu. Frammistaðan í dag var lengst af mjög góð. Það voru framfarir í þessu. Við erum að fara að spila við tvö af tólf bestu liðum í heimi. Svíarnir eru í 5. sæti til þess að koma sér inn á HM. Serbarnir eru í því tólfta. Við erum töluvert aftar. En það er allt hægt. Það þarf mikið til þess að við vinnum Serba úti í Serbíu. En það er allt hægt,“ sagði Arnar að lokum, aðspurður að því hvort liðið eigi séns á því að komast upp úr riðlinum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×