Seinni bylgjan: „Stjörnumenn neituðu bara að koma sér inn í leikinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. mars 2022 12:10 Stjarnan komst lítt áleiðis gegn Val. Vísir/Hulda Margrét Fyrir leik Vals og Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta var búist við öruggum sigri Valsmanna þar sem þeir höfðu unnið fjóra leiki í röð á meðan Stjarnan hafði tapað fjórum í röð. Að því sögðu hafði Patrekur Jóhannesson unnið Snorra Stein Guðjónsson í síðustu níu leikjum þeirra. Þó mikil kátína hafi ríkt í setti á Suðurlandsbraut með ítarlega yfirferð Theódórs Inga Pálmason eftir leik (sem sjá má í spilaranum hér að neðan) þá ákváðu þeir Stefán Árni Pálsson, Bjarni Fritzson og Jóhann Gunnar Einarsson að greina leikinn örlítið betur. „Við tókum eftir því, Stjörnumenn neituðu bara að koma sér inn í leikinn,“ sagði Stefán Árni, þáttastjórnandi. Bjarni tók undir það. „Alltaf þegar þeir áttu tækifæri á að minnka í þrjú mörk og detta inn í leikinn þá kom eitthvað, klikkuðu á dauðafæri, léleg sending eða tapaður bolti. Manni leið allan leikinn svolítið eins og Stjarnan gæti ekki unnið þennan leik.“ „Þetta var týpískt fyrir lið sem er með sjálfstraustið í núlli að spila við lið sem er með sjálfstraustið í botni. Þú færð 2-3 sénsa en það er bara eitthvað sem er ekki í gangi. Þetta er svo rosalega lélegt, stíga á línu – kasta boltanum út af, þetta eru bara svo léleg gæði í þessu hjá þeim,“ bætti Jóhann Gunnar Einarsson við. „Þú ert líka með hvernig leikurinn byrjaði: Valsmenn voru bara BÚMM! Á meðan Stjarnan var ekki klár. Þó það hafi munað 1-2 mörkum í hálfleik held ég að Stjarnan hafi ekki liðið vel. Skildu ekki hvernig þeir væru inn í leiknum,“ sagði Bjarni í kjölfarið. Hvað er að hjá Stjörnunni? Stjarnan hefur tapað fjórum leikjum í röð. Hvað er að í Garðabænum? „Björgvin Hólmgeirsson er meiddur, Gunnar Steinn var ekki með,“ sagði Stefán Árni áður en Bjarni fékk orðið. „Eitt sem ég hef tekið eftir er hversu oft þeir eru byrjaðir að róa í seinni bylgju og hröðum upphlaupum. Er eins og þeir séu smá hikandi, og í handbremsunni. Hef tekið eftir þessu sem og hvað allir eru ekki nógu góðir. Þeir eru ekki að grípa tækifærin til að vinna. Svo finnst mér þeir alltof mikið tala um „fyrir áramót.“ Það er búið, þeir áttu fullt af slökum leikjum, þeir redduðu sér og unnu ótrúlega vel úr því. Held að þeir ættu að hætta að tala um „fyrir áramót“ og tala um það sem er að fara gerast og hvernig þeir ætla að standa sig núna.“ Svipmyndir úr leik Vals og Stjörnunnar ásamt umfjöllun Seinni bylgjunnar um leikinn má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Stjörnumenn neituðu bara að koma sér inn í leikinn, Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Handbolti Íslenski handboltinn Seinni bylgjan Stjarnan Valur Tengdar fréttir Patrekur: Eigum mikið inni Stjarnan tapaði sínum fimmta leik í röð gegn Val í Origo-höllinni. Valur vann átta marka sigur 30-22. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var afar svekktur eftir leik. 3. mars 2022 22:00 Seinni bylgjan: Óafsakanlegt að negla í átt að höfði markvarðar úr þröngu færi KA vann magnaðan sigur á FH í Olís deild karla í handbolta á dögunum en strákarnir í Seinni bylgjunni gátu ekki farið yfir neitt annað en þann fjölda skota sem enduðu í andliti markvarða leiksins. 6. mars 2022 09:35 Ótrúlegt sjálfsmark Phils Döhler „Það var mark skorað í þessum leik. Mark tímabilsins,“ sagði stjórnandi Seinni bylgjunnar, Stefán Árni Pálsson, um sjálfsmarkið sem Phil Döhler skoraði í leik FH gegn KA í gær. 5. mars 2022 23:16 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira
Þó mikil kátína hafi ríkt í setti á Suðurlandsbraut með ítarlega yfirferð Theódórs Inga Pálmason eftir leik (sem sjá má í spilaranum hér að neðan) þá ákváðu þeir Stefán Árni Pálsson, Bjarni Fritzson og Jóhann Gunnar Einarsson að greina leikinn örlítið betur. „Við tókum eftir því, Stjörnumenn neituðu bara að koma sér inn í leikinn,“ sagði Stefán Árni, þáttastjórnandi. Bjarni tók undir það. „Alltaf þegar þeir áttu tækifæri á að minnka í þrjú mörk og detta inn í leikinn þá kom eitthvað, klikkuðu á dauðafæri, léleg sending eða tapaður bolti. Manni leið allan leikinn svolítið eins og Stjarnan gæti ekki unnið þennan leik.“ „Þetta var týpískt fyrir lið sem er með sjálfstraustið í núlli að spila við lið sem er með sjálfstraustið í botni. Þú færð 2-3 sénsa en það er bara eitthvað sem er ekki í gangi. Þetta er svo rosalega lélegt, stíga á línu – kasta boltanum út af, þetta eru bara svo léleg gæði í þessu hjá þeim,“ bætti Jóhann Gunnar Einarsson við. „Þú ert líka með hvernig leikurinn byrjaði: Valsmenn voru bara BÚMM! Á meðan Stjarnan var ekki klár. Þó það hafi munað 1-2 mörkum í hálfleik held ég að Stjarnan hafi ekki liðið vel. Skildu ekki hvernig þeir væru inn í leiknum,“ sagði Bjarni í kjölfarið. Hvað er að hjá Stjörnunni? Stjarnan hefur tapað fjórum leikjum í röð. Hvað er að í Garðabænum? „Björgvin Hólmgeirsson er meiddur, Gunnar Steinn var ekki með,“ sagði Stefán Árni áður en Bjarni fékk orðið. „Eitt sem ég hef tekið eftir er hversu oft þeir eru byrjaðir að róa í seinni bylgju og hröðum upphlaupum. Er eins og þeir séu smá hikandi, og í handbremsunni. Hef tekið eftir þessu sem og hvað allir eru ekki nógu góðir. Þeir eru ekki að grípa tækifærin til að vinna. Svo finnst mér þeir alltof mikið tala um „fyrir áramót.“ Það er búið, þeir áttu fullt af slökum leikjum, þeir redduðu sér og unnu ótrúlega vel úr því. Held að þeir ættu að hætta að tala um „fyrir áramót“ og tala um það sem er að fara gerast og hvernig þeir ætla að standa sig núna.“ Svipmyndir úr leik Vals og Stjörnunnar ásamt umfjöllun Seinni bylgjunnar um leikinn má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Stjörnumenn neituðu bara að koma sér inn í leikinn, Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Handbolti Íslenski handboltinn Seinni bylgjan Stjarnan Valur Tengdar fréttir Patrekur: Eigum mikið inni Stjarnan tapaði sínum fimmta leik í röð gegn Val í Origo-höllinni. Valur vann átta marka sigur 30-22. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var afar svekktur eftir leik. 3. mars 2022 22:00 Seinni bylgjan: Óafsakanlegt að negla í átt að höfði markvarðar úr þröngu færi KA vann magnaðan sigur á FH í Olís deild karla í handbolta á dögunum en strákarnir í Seinni bylgjunni gátu ekki farið yfir neitt annað en þann fjölda skota sem enduðu í andliti markvarða leiksins. 6. mars 2022 09:35 Ótrúlegt sjálfsmark Phils Döhler „Það var mark skorað í þessum leik. Mark tímabilsins,“ sagði stjórnandi Seinni bylgjunnar, Stefán Árni Pálsson, um sjálfsmarkið sem Phil Döhler skoraði í leik FH gegn KA í gær. 5. mars 2022 23:16 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira
Patrekur: Eigum mikið inni Stjarnan tapaði sínum fimmta leik í röð gegn Val í Origo-höllinni. Valur vann átta marka sigur 30-22. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var afar svekktur eftir leik. 3. mars 2022 22:00
Seinni bylgjan: Óafsakanlegt að negla í átt að höfði markvarðar úr þröngu færi KA vann magnaðan sigur á FH í Olís deild karla í handbolta á dögunum en strákarnir í Seinni bylgjunni gátu ekki farið yfir neitt annað en þann fjölda skota sem enduðu í andliti markvarða leiksins. 6. mars 2022 09:35
Ótrúlegt sjálfsmark Phils Döhler „Það var mark skorað í þessum leik. Mark tímabilsins,“ sagði stjórnandi Seinni bylgjunnar, Stefán Árni Pálsson, um sjálfsmarkið sem Phil Döhler skoraði í leik FH gegn KA í gær. 5. mars 2022 23:16