Innlent

Líf og Stefán leiða VG í Reykjavík

Smári Jökull Jónsson skrifar
Líf, Stefán og Elín Björk munu leiða lista VG í Reyjavík.
Líf, Stefán og Elín Björk munu leiða lista VG í Reyjavík. VG

Líf Magneudóttir borgarfulltrúi bar sigur úr býtum í forvali VG í Reykjavík en kosið var í dag. Stefán Pálsson mun skipa 2.sæti listans.

Í forvali Vinstri Grænna var kosið um þrjú efstu sætin og er kosningin bindandi. Í framboði til fyrsta sætis voru þær Líf, Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur og Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi.

Líf vann öruggan sigur og hlaut 441 atkvæði eða 49% atkvæða í 1.sæti. Stefán Pálsson sagnfræðingur hlaut 458 atkvæði í 1.-2.sæti og Elín Björk 447 atkvæði í 1.-3.sæti. Þau þrjú munu því skipa þrjú efstu sæti flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor.

Í tilkynningu Vinstri Grænna kemur fram að alls greiddu 897 atkvæði í forvalinu en átta voru í framboði.


Tengdar fréttir

Þórdís Lóa hafði betur í fyrsta prófkjöri Viðreisnar

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir var kjörinn oddviti Viðreisnar í nýafstöðnu prófkjöri flokksins. Hún hafði betur gegn nöfnu sinni, Þórdísi Jónu Sigurðardóttur. Greint var frá niðurstöðunum í prófkjörsveislu Viðreisnar rétt í þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×