Fótbolti

ÍA vann Fjölni í Lengjubikranum

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Gísli Laxdal skoraði tvö
Gísli Laxdal skoraði tvö Mynd/Bára Dröfn

ÍA fékk Fjölnismenn í heimsókn á Akranes í riðli númer 2 í A deild nú fyrr í dag. Skemmst er frá því að segja að Akurnesingar sigruðu nágranna sína úr Grafarvogi með þremur mörkum gegn einu.

Fyrir leikinn hafði Fjölnir tapað öllum leikjunum í Lengjubikarnum og því ljóst að þeir myndu selja sig dýrt til þess að sækja sinn fyrsta sigur. Skagamenn voru hins vegar með sex stig eftir fjóra leiki.

Það var Steinar Þorsteinsson sem kom heimamönnum yfir á 16. mínútu leiksins og Gísli Laxdal tvöfaldaði forystuna á 21. mínútu leiksins og allt stefndi í öruggan sigur ÍA. Fjölnir gafst þó ekki upp og á 40 mínútu minnkaði Baldvin Þór Berndsen muninn eftir hornspyrnu. Staðan í hálfleik 2-1.

Jafnræi var með liðunum í síðari hálfleik þó svo að heimamenn hafi átt hættulegri færi. Gísli Laxdal bætti við öðru marki sínu á 65. mínútu en meira var ekki skorað og ÍA fagnaði góðum sigri og eru nú með níu stig á toppi A riðilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×