Leiðtogi sem lætur hlutina gerast Ólafur Nielsen skrifar 4. mars 2022 17:31 Garðabær er í örum vexti og bærinn hefur tekið miklum stakkaskiptum á undanförnum árum. Bærinn sem áður var uppnefndur svefnbær er nú iðandi af mannlífi, bæjarbúar geta valið úr frábærum veitinga- og kaffihúsum og það er almennt meira um huggulegheit og meira að gerast í bænum. En það eru áskoranir tengdar vextinum og það eru veigamikil verkefni tengd skipulagsmálum, samgöngum og umhverfismálum sem við þurfum að takast á við næstu árin. Góð þjónusta hefur verið eitt af aðalsmerkjum Garðabæjar en við þurfum að halda þjónustustiginu háu á sama tíma og sveitarfélagið stækkar og bæjarbúum fjölgar. Það er ekki nóg að skipuleggja byggðina, tryggja fjármögnun verkefna og halla sér svo aftur í stólnum og bíða eftir að hlutirnir gerist – við þurfum sem aldrei fyrr að vera á tánum og fylgja málum fast eftir. Það sem Garðabær þarf núna er leiðtogi með sterka framtíðarsýn sem lætur hlutina gerast. Leiðtoga sem rífur upp símann þegar íbúagötur eru ófærar vegna snjókomu. Leiðtoga sem sest niður með starfsfólki og stjórnendum og finnur lausnir á mönnunarvanda. Leiðtoga sem sættir sig ekki við að bregðast væntingum bæjarbúa. Leiðtoga sem fer út á örkina, hlustar á raddir, leitar lausna og leiðir mál til lykta. Þessum leiðtoga kynntist ég í Áslaugu Huldu þegar ég kom fyrst að starfi Sjálfstæðisflokksins fyrir 17 árum síðan. Hún er manneskjan sem lætur fólki finnast það velkomið í hópinn, er hvetjandi, jákvæð og hefur einstakt lag á að draga fram styrkleika fólks og láta hlutina gerast. Á morgun kjósum við leiðtoga Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Áslaug Hulda er sá fyrirliði sem ég trúi að geti farið fyrir samhentum hóp sem saman skrifar áhugaverðan næsta kafla í þróun Garðabæjar. Þess vegna set ég Áslaugu Huldu í 1. sæti í prófkjörinu á morgun. Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrrv. formaður SUS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Garðabær er í örum vexti og bærinn hefur tekið miklum stakkaskiptum á undanförnum árum. Bærinn sem áður var uppnefndur svefnbær er nú iðandi af mannlífi, bæjarbúar geta valið úr frábærum veitinga- og kaffihúsum og það er almennt meira um huggulegheit og meira að gerast í bænum. En það eru áskoranir tengdar vextinum og það eru veigamikil verkefni tengd skipulagsmálum, samgöngum og umhverfismálum sem við þurfum að takast á við næstu árin. Góð þjónusta hefur verið eitt af aðalsmerkjum Garðabæjar en við þurfum að halda þjónustustiginu háu á sama tíma og sveitarfélagið stækkar og bæjarbúum fjölgar. Það er ekki nóg að skipuleggja byggðina, tryggja fjármögnun verkefna og halla sér svo aftur í stólnum og bíða eftir að hlutirnir gerist – við þurfum sem aldrei fyrr að vera á tánum og fylgja málum fast eftir. Það sem Garðabær þarf núna er leiðtogi með sterka framtíðarsýn sem lætur hlutina gerast. Leiðtoga sem rífur upp símann þegar íbúagötur eru ófærar vegna snjókomu. Leiðtoga sem sest niður með starfsfólki og stjórnendum og finnur lausnir á mönnunarvanda. Leiðtoga sem sættir sig ekki við að bregðast væntingum bæjarbúa. Leiðtoga sem fer út á örkina, hlustar á raddir, leitar lausna og leiðir mál til lykta. Þessum leiðtoga kynntist ég í Áslaugu Huldu þegar ég kom fyrst að starfi Sjálfstæðisflokksins fyrir 17 árum síðan. Hún er manneskjan sem lætur fólki finnast það velkomið í hópinn, er hvetjandi, jákvæð og hefur einstakt lag á að draga fram styrkleika fólks og láta hlutina gerast. Á morgun kjósum við leiðtoga Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Áslaug Hulda er sá fyrirliði sem ég trúi að geti farið fyrir samhentum hóp sem saman skrifar áhugaverðan næsta kafla í þróun Garðabæjar. Þess vegna set ég Áslaugu Huldu í 1. sæti í prófkjörinu á morgun. Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrrv. formaður SUS
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar