Óbarnvæn vegferð Arnar V. Arnarsson skrifar 4. mars 2022 16:31 Eftirfarandi sendi ég á Reykjavíkurborg rétt í þessu, þó með smávægilegum breytingum vegna verulegs ósættis yfir vanrækslu Reykjavíkurborgar á veghaldi og dagvistunarúrræðum barna og vegna hugsanlegra skemmda á ökutæki mínu eftir morguninn. Líkt og margir í Reykjavík eru ég og kærasta mín í miklum vandræðum með að samtvinna vinnu og að annast son okkar. Strákurinn okkar er 12 mánaða gamall og er nýkominn að hjá dagmóður. Sömu sögu geta ekki margir sagt enda hefur dagmæðrum á síðustu árum fækkað verulega, eða um nær 50% í Reykjavík vegna þess hversu illa Reykjavíkurborg hefur komið til móts við þá starfstétt og fer þeim enn fækkandi. Að sama skapi má þakka fyrir ef barnið manns kemst inn í leikskóla 18 mánaða, en slíkt heyrir til undantekninga samkvæmt því sem ég fæ heyrt frá fólkinu í kringum okkur, þrátt fyrir ítrekuð loforð um annað af hálfu borgarfulltrúa. Stendur þannig mikill hluti ungbarnaforeldra í stökustu vandræðum á um 6-12 mánaða tímabili, frá því að fæðingarorlofi lýkur og hættir að dekka launakostnað og þangað til barn kemst að hjá umönnunaraðila utan heimilis. Í þeirri viðleitni að reyna tryggja að sonur okkar kæmist að hjá dagmóður ýmist hringdi ég persónulega eða sendi sms á ALLAR dagmæður sem eru skráðar á höfuðborgarsvæðinu – rúmlega 100 talsins, og bað um pláss. Það var ekki eitt laust pláss að fá. Lukkulega var ein elskuleg eldri dagmóðir sem nýlega hóf störf aftur, sem tók okkur vel og bauðst til að taka við syni okkar ef pláss losnaði hjá henni, en hjá öðrum dagmæðrum vorum við heppin ef einungis voru um þrjátíu til fjörutíu á undan okkur á biðlista. Svo fór síðan að pláss losnaði hjá henni og komumst við þá að. Dagmóðirin sem tók við syni okkar, bókstaflega sú eina á höfuðborgarsvæðinu sem okkur bauðst (og lukkulega alveg einstaklega góð dagmóðir), býr í Árbænum. Sjálf búum við í Rauðalæk og vinnum bæði í göngufæri við heimilið. Byðist okkur leikskólapláss eða dagvistun í grennd við heimili okkar gætum við ferðast mestmegnis gangandi. Sú er þó ekki raunin heldur höfum við neyðst til að keyra upp í Árbæ tvisvar á dag, á háannartímum, til að koma syni okkar í dagvistun, þökk sé stórbrotnu utanumhaldi Reykjavíkurborgar og höfum þannig að sama skapi neyðst til að notfæra einkabílinn miklu meira en við myndum annars þurfa og vilja. Hjá sömu dagmóður eru tvö önnur börn, úr Garðabæ og vesturbænum. Ég velti því fyrir mér hversu mikið af akstri, sliti á vegum og mengun, sem og tíma fyrir foreldra mætti spara ef Reykjavíkurborg annaðist þau grundvallarhlutverk bæjarfélaga að tryggja skóla- og ungbarnamál og öryggi vega. Um veghaldið er nefninlega það að segja að í morgun er við ókum syninum til dagmóður sem er staðsett sem áður segir í Árbæ, festist ökutækið í götunni sem liggur að heimili dagmóðurinnar. Gatan er í raun lítið annað en gríðarinnar klakabúnt með miklum og djúpum holum. Ástand götunnar hefur farið síversnandi undanfarið, þar sem hefur snjóað og rignt til skiptis og holurnar í götunni stækkað svo mikið að í dag, þrátt fyrir mikla varkárni, fór svo að ökutækið okkar rann ofan í eina slíka holu, festist gjörsamlega og lokaði götunni af fyrir vikið. Gatan hefur samkvæmt íbúum á svæðinu verið algjörlega vanrækt af Reykjavíkurborg sem skýlir sig að sögn íbúanna bakvið það að hafa gert samning við einkaaðila um að annast tilteknar götur, þessa þar með talda. Allar þær ábendingar og ítrekanir hafi þó borgaryfirvöld látið sem vind um eyru þjóta. Hvort samningur Reykjavíkurborgar við þann aðila sé í hrópandi ósamræmi við nauðsynlegt viðhald vegarins eða hvort Reykjavíkurborg vanræki einfaldlega eftirlitsskyldur sínar sem veghaldari og verkkaupi og tryggi ekki að verktakinn sinni því sem greitt sé fyrir, veit ég þó ekki. Það sem ég veit er að íbúar á svæðinu hafa margítrekað haft samband við þjónustufulltrúa borgarinnar og tilkynnt um að ástand götunnar sé með öllu óásættanleg og að það hafi ekkert upp á sig haft. Jafnframt að sá skortur á viðbrögðum kann nú að hafa valdið okkur munatjóni. Ökutækið okkar festist svo verulega að það tók fjóra menn, sem lukkulega áttu leið hjá eftir að ég hafði sjálfur reynt í dágóðan tíma að grafa bílinn úr klakanum og höggva undan honum ísinn, tæplega klukkustund að leysa ökutækið úr holunni og koma því úr götunni. Þess skal getið að við reyndum að hringja strax í Reykjavíkurborg til að láta vita og óska aðstoðar og fengum þau fyrirmæli ein að senda þeim erindi. Það hef ég gert og hér hafið þið það. Það væri óskandi að erindi þetta yrði til einhverra viðbragða og bóta, en ég bind engar vonir við það. Höfundur er faðir, Reykvíkingur og lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Eftirfarandi sendi ég á Reykjavíkurborg rétt í þessu, þó með smávægilegum breytingum vegna verulegs ósættis yfir vanrækslu Reykjavíkurborgar á veghaldi og dagvistunarúrræðum barna og vegna hugsanlegra skemmda á ökutæki mínu eftir morguninn. Líkt og margir í Reykjavík eru ég og kærasta mín í miklum vandræðum með að samtvinna vinnu og að annast son okkar. Strákurinn okkar er 12 mánaða gamall og er nýkominn að hjá dagmóður. Sömu sögu geta ekki margir sagt enda hefur dagmæðrum á síðustu árum fækkað verulega, eða um nær 50% í Reykjavík vegna þess hversu illa Reykjavíkurborg hefur komið til móts við þá starfstétt og fer þeim enn fækkandi. Að sama skapi má þakka fyrir ef barnið manns kemst inn í leikskóla 18 mánaða, en slíkt heyrir til undantekninga samkvæmt því sem ég fæ heyrt frá fólkinu í kringum okkur, þrátt fyrir ítrekuð loforð um annað af hálfu borgarfulltrúa. Stendur þannig mikill hluti ungbarnaforeldra í stökustu vandræðum á um 6-12 mánaða tímabili, frá því að fæðingarorlofi lýkur og hættir að dekka launakostnað og þangað til barn kemst að hjá umönnunaraðila utan heimilis. Í þeirri viðleitni að reyna tryggja að sonur okkar kæmist að hjá dagmóður ýmist hringdi ég persónulega eða sendi sms á ALLAR dagmæður sem eru skráðar á höfuðborgarsvæðinu – rúmlega 100 talsins, og bað um pláss. Það var ekki eitt laust pláss að fá. Lukkulega var ein elskuleg eldri dagmóðir sem nýlega hóf störf aftur, sem tók okkur vel og bauðst til að taka við syni okkar ef pláss losnaði hjá henni, en hjá öðrum dagmæðrum vorum við heppin ef einungis voru um þrjátíu til fjörutíu á undan okkur á biðlista. Svo fór síðan að pláss losnaði hjá henni og komumst við þá að. Dagmóðirin sem tók við syni okkar, bókstaflega sú eina á höfuðborgarsvæðinu sem okkur bauðst (og lukkulega alveg einstaklega góð dagmóðir), býr í Árbænum. Sjálf búum við í Rauðalæk og vinnum bæði í göngufæri við heimilið. Byðist okkur leikskólapláss eða dagvistun í grennd við heimili okkar gætum við ferðast mestmegnis gangandi. Sú er þó ekki raunin heldur höfum við neyðst til að keyra upp í Árbæ tvisvar á dag, á háannartímum, til að koma syni okkar í dagvistun, þökk sé stórbrotnu utanumhaldi Reykjavíkurborgar og höfum þannig að sama skapi neyðst til að notfæra einkabílinn miklu meira en við myndum annars þurfa og vilja. Hjá sömu dagmóður eru tvö önnur börn, úr Garðabæ og vesturbænum. Ég velti því fyrir mér hversu mikið af akstri, sliti á vegum og mengun, sem og tíma fyrir foreldra mætti spara ef Reykjavíkurborg annaðist þau grundvallarhlutverk bæjarfélaga að tryggja skóla- og ungbarnamál og öryggi vega. Um veghaldið er nefninlega það að segja að í morgun er við ókum syninum til dagmóður sem er staðsett sem áður segir í Árbæ, festist ökutækið í götunni sem liggur að heimili dagmóðurinnar. Gatan er í raun lítið annað en gríðarinnar klakabúnt með miklum og djúpum holum. Ástand götunnar hefur farið síversnandi undanfarið, þar sem hefur snjóað og rignt til skiptis og holurnar í götunni stækkað svo mikið að í dag, þrátt fyrir mikla varkárni, fór svo að ökutækið okkar rann ofan í eina slíka holu, festist gjörsamlega og lokaði götunni af fyrir vikið. Gatan hefur samkvæmt íbúum á svæðinu verið algjörlega vanrækt af Reykjavíkurborg sem skýlir sig að sögn íbúanna bakvið það að hafa gert samning við einkaaðila um að annast tilteknar götur, þessa þar með talda. Allar þær ábendingar og ítrekanir hafi þó borgaryfirvöld látið sem vind um eyru þjóta. Hvort samningur Reykjavíkurborgar við þann aðila sé í hrópandi ósamræmi við nauðsynlegt viðhald vegarins eða hvort Reykjavíkurborg vanræki einfaldlega eftirlitsskyldur sínar sem veghaldari og verkkaupi og tryggi ekki að verktakinn sinni því sem greitt sé fyrir, veit ég þó ekki. Það sem ég veit er að íbúar á svæðinu hafa margítrekað haft samband við þjónustufulltrúa borgarinnar og tilkynnt um að ástand götunnar sé með öllu óásættanleg og að það hafi ekkert upp á sig haft. Jafnframt að sá skortur á viðbrögðum kann nú að hafa valdið okkur munatjóni. Ökutækið okkar festist svo verulega að það tók fjóra menn, sem lukkulega áttu leið hjá eftir að ég hafði sjálfur reynt í dágóðan tíma að grafa bílinn úr klakanum og höggva undan honum ísinn, tæplega klukkustund að leysa ökutækið úr holunni og koma því úr götunni. Þess skal getið að við reyndum að hringja strax í Reykjavíkurborg til að láta vita og óska aðstoðar og fengum þau fyrirmæli ein að senda þeim erindi. Það hef ég gert og hér hafið þið það. Það væri óskandi að erindi þetta yrði til einhverra viðbragða og bóta, en ég bind engar vonir við það. Höfundur er faðir, Reykvíkingur og lögmaður.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun