Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir skrifar 4. mars 2022 15:30 Allsherjar hernaðarárás Pútíns og hans fylgjanda á Úkraínu er ógn við frið og stöðugleika í Evrópu allri. Það að ráðast inn í frjálst og fullvalda ríki er líka ógn við heimsmynd okkar og skýrt brot á alþjóðalögum. Hugur okkar er hjá úkraínsku þjóðinni sem má þola hryllilegar og grimmilegar sprengjuárásir frá hersveitum Rússa. Þessar tilhæfulausu árásir Pútíns, sem hafa í för með sér mannfall og tjón meðal almennra borgara og reka gríðarlegan fjölda fólks á flótta, sýna að stjórnvöld í Rússlandi bera enga virðingu fyrir mannslífum og rétti fólks til frelsis og lýðræðis. Það er eðlilegt að spyrja sig afhverju er þessi staða komin upp. Afhverju tekst okkur ekki að halda frið í Evrópu þrátt fyrir Evrópusambandið og markmið þess um frið, þrátt fyrir Sameinuðu þjóðirnar, þrátt fyrir Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, þrátt fyrir öll fallegu fyrirheitin? Svarið hlýtur að liggja í því að lýðræði sé besta tryggingin fyrir frið, þegar einræðið tekur völdin er hætt á stríði. Hvað ef? Hvað ef Lukashenko hefði ekki tekist að stela forsetastólnum og forseti Hvíta Rússlands væri sú sem að öllum líkindum var raunverulega kosin af þjóðinni 2020, Sviatlana Tsikhanouskaya? Tsikhanouskaya hefur fordæmt innrásina og gagnrýnt einræðisstjórn Hvíta Rússlands fyrir að hleypa rússneska hernum í gegnum Hvíta Rússland. Hún segir stríðið, stríð Pútíns og Lukashenko gegn lýðræði í heiminum, ég er henni sammála. Ef hún væri forseti hefði Pútín ekki geta ráðist inn í Úkraínu í gegnum og með stuðningi Hvíta Rússlands. Hvað ef Evrópa og Þýskaland í broddi fylkingar hefðu ekki gert sig háða rússnesku gasi? Ef Evrópa væri sjálfbær um orku hefðu ekki billjónir evra runnið inn í rússneskan efnahag? Rússar hafa ekki sterkan efnahag en búa yfir öðrum stærsta her í heimi á eftir Bandaríkjunum. Hvað ef Pútín hefði ekki komist upp með að yfirtaka Krímskaga 2014, væri hann þá nokkuð að reyna að yfirtaka Úkraínu alla núna? Hvað ef Pútín hefði ekki komist upp með innrás í Georgíu 2008? Hvað ef spurningarnar eru margar, hvernig hefði verið hægt að koma í veg fyrir þá skelfingu sem nú ríður yfir úkraínsku þjóðina. En „hvað ef“ eru ekki lykilspurningar núna heldur hvernig stöðvum við þessa innrás, hvernig komum við í veg fyrir frekara mannfall. Hvernig komum við í veg fyrir það að ráðist sé með herafli inn í frjáls og fullvalda ríki? Svarið hlýtur að liggja í því að við stöndum öll vörð um mannréttindi og lýðræði. Eina raunhæfa leiðin til verja Úkraínu er að Pútín einangrist og að stuðningsmenn hans snúi við honum baki. Að hermenn rússneska hersins leggi niður vopn sín þegar þeir átta sig á því að þeir eru ekki að bjarga neinum eins og Pútín hefur látið í veðri vaka heldur þvert á móti þá eru þeir að berjast við bræður sínar og systur, saklaust fólk sem hefur ekkert til þessa unnið. Fólk sem einfaldlega stendur vörð um sjálfstæði þjóðar sinnar. Rödd allra sem aðhyllast mannréttindi, frið og að alþjóðalög séu virt þarf að heyrast alls staðar og þarf að heyrast hátt. Slík samstaða er eina leiðin til að friður komist aftur á. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Alþingi Mest lesið Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Allsherjar hernaðarárás Pútíns og hans fylgjanda á Úkraínu er ógn við frið og stöðugleika í Evrópu allri. Það að ráðast inn í frjálst og fullvalda ríki er líka ógn við heimsmynd okkar og skýrt brot á alþjóðalögum. Hugur okkar er hjá úkraínsku þjóðinni sem má þola hryllilegar og grimmilegar sprengjuárásir frá hersveitum Rússa. Þessar tilhæfulausu árásir Pútíns, sem hafa í för með sér mannfall og tjón meðal almennra borgara og reka gríðarlegan fjölda fólks á flótta, sýna að stjórnvöld í Rússlandi bera enga virðingu fyrir mannslífum og rétti fólks til frelsis og lýðræðis. Það er eðlilegt að spyrja sig afhverju er þessi staða komin upp. Afhverju tekst okkur ekki að halda frið í Evrópu þrátt fyrir Evrópusambandið og markmið þess um frið, þrátt fyrir Sameinuðu þjóðirnar, þrátt fyrir Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, þrátt fyrir öll fallegu fyrirheitin? Svarið hlýtur að liggja í því að lýðræði sé besta tryggingin fyrir frið, þegar einræðið tekur völdin er hætt á stríði. Hvað ef? Hvað ef Lukashenko hefði ekki tekist að stela forsetastólnum og forseti Hvíta Rússlands væri sú sem að öllum líkindum var raunverulega kosin af þjóðinni 2020, Sviatlana Tsikhanouskaya? Tsikhanouskaya hefur fordæmt innrásina og gagnrýnt einræðisstjórn Hvíta Rússlands fyrir að hleypa rússneska hernum í gegnum Hvíta Rússland. Hún segir stríðið, stríð Pútíns og Lukashenko gegn lýðræði í heiminum, ég er henni sammála. Ef hún væri forseti hefði Pútín ekki geta ráðist inn í Úkraínu í gegnum og með stuðningi Hvíta Rússlands. Hvað ef Evrópa og Þýskaland í broddi fylkingar hefðu ekki gert sig háða rússnesku gasi? Ef Evrópa væri sjálfbær um orku hefðu ekki billjónir evra runnið inn í rússneskan efnahag? Rússar hafa ekki sterkan efnahag en búa yfir öðrum stærsta her í heimi á eftir Bandaríkjunum. Hvað ef Pútín hefði ekki komist upp með að yfirtaka Krímskaga 2014, væri hann þá nokkuð að reyna að yfirtaka Úkraínu alla núna? Hvað ef Pútín hefði ekki komist upp með innrás í Georgíu 2008? Hvað ef spurningarnar eru margar, hvernig hefði verið hægt að koma í veg fyrir þá skelfingu sem nú ríður yfir úkraínsku þjóðina. En „hvað ef“ eru ekki lykilspurningar núna heldur hvernig stöðvum við þessa innrás, hvernig komum við í veg fyrir frekara mannfall. Hvernig komum við í veg fyrir það að ráðist sé með herafli inn í frjáls og fullvalda ríki? Svarið hlýtur að liggja í því að við stöndum öll vörð um mannréttindi og lýðræði. Eina raunhæfa leiðin til verja Úkraínu er að Pútín einangrist og að stuðningsmenn hans snúi við honum baki. Að hermenn rússneska hersins leggi niður vopn sín þegar þeir átta sig á því að þeir eru ekki að bjarga neinum eins og Pútín hefur látið í veðri vaka heldur þvert á móti þá eru þeir að berjast við bræður sínar og systur, saklaust fólk sem hefur ekkert til þessa unnið. Fólk sem einfaldlega stendur vörð um sjálfstæði þjóðar sinnar. Rödd allra sem aðhyllast mannréttindi, frið og að alþjóðalög séu virt þarf að heyrast alls staðar og þarf að heyrast hátt. Slík samstaða er eina leiðin til að friður komist aftur á. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun