Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 74-53 | Hafnfirðingar halda enn í við topplið deildarinnar Hjörvar Ólafsson skrifar 2. mars 2022 22:15 Haukar - Keflavík. Subway deild kvenna. Vetur 2021-2022. Körfubolti. Bára Dröfn Kristinsdóttir Haukar fóru með 74-56 sigur af hólmi þegar liðið fékk Keflavík í heimsókn í Subway-deild kvenna í körfubolta í Ólafssal í kvöld. Haukakonur hafa þar af leiðandi haft betur í síðustu þremur leikjum sínum og hafa 24 stig í fjórða sæti deildarinnar. Leikmenn Hauka hófu leikinn af meiri krafti en Keira Breeanne Robinson fór mikinn í upphafi leiks og skoraði fyrstu níu stig Hauka í leiknum en eftir það jafnaðist stigaskor liðsins aðeins. Þegar fyrsta leikhluta leik voru heimakonur níu stigum yfir, 23-14, en eftir erfiða byrjun tóku leikmenn Keflavíkur við sér og í hálfeik var munurinn kominn niður í þrjú stig, 34-30. Í seinni hluta þriðja leikhluta léku Haukar hins vegar á als oddi og náðu þar upp 18 stiga forskoti en staðan var 57-39 eftir þriðja leikhluta. Þann mun náði Keflavík ekki að brúa og Haukar unnu að lokum sannfærandi 18 stiga sigur og halda í við topplið deildarinnar. Má aldrei slaka á móti liði eins og Keflavík „Mér fannst við koma svolítið flatar til leiks en við náðum góðum kafla þar sem við náðum góðu forskoti. Það má aldrei slaka á þegar þú spilar við Keflavík og við vissum það alveg. Það var hins vegar ekkert stress þrátt fyrir að Keflavík væri að minnka muninn. Við náðum að fara vel yfir hlutina og unnum góðan sigur. Nú heldur eltingaleikurinn við toppliðin áfram og við ætlum að gera okkar til þess að komast upp fyrir þau. Það er frábært að spila eins þétt og við höfum gert í allan vetur, að spila á sunnudag, miðvikudag og sunnudag. Við erum bara spenntar fyrir næsta verkefni og stefnum á að halda áfram sigurgöngunni þar,“ sagði Lovísa Björt Henningsdóttir sem skoraði 12 stig fyrir Hauka í leiknum. Skrýtið að vera í þessu miðjumoði „Við spiluðum ekki nógu vel í þessum leik og það er margt sem við þurfum að laga fyrir næstu leiki. Nú þurfum við bara að skoða þennan leik og fara yfir það hvað betur má fara," sagði Anna Ingunn Svansdóttir, leikmaður Keflavíkur. Keflavík er í fimmta sæti deildarinnar með 14 stig en liðið er tíu stigum á eftir Haukum og ljóst að liðið er ekki á leið í úrslitakeppni í vor. „Það er vissulega svolítið spes að vera í þessari stöðu að vera um miðja deild og vera ekki í baráttu um að komast í úrslitakeppnina. Ég á hins vegar ekki von á því að það verði erfitt að mótivera okkur fyrir þá leiki sem við eigum eftir í deildinni. Viljum klára þetta almennilega og gera betur en við gerðum í þessum leik," sagði Anna Ingunn enn fremur. Af hverju unnu Haukar? Haukar náðu góðum kafla undir lok þriðja leikhluta og slitu Keflvíkinga endanlega frá sér. Góðu kaflarnir voru lengri og fleiri hjá heimakonum. Hverjar stóðu upp úr? Keira Robinson skoraði 24 stig fyrir Hauka en hún setti tóninn strax í upphafi leiks og var prímusmótorinn hjá Haukaliðinu þegar liðið náði upp tæplega 20 stiga forystu fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Keflavíkur var stirður í upphafi leiks og klaufalega tapaðir boltar fóru svo illa með gestina. Þrátt fyrir nokkur góð áhlaup hjá Keflavíkurliðinu dugði það ekki til þar sem spilamennskan var of kaflaskipt. Hvað gerist næst? Haukar sækja Grindvavík heim suður með sjó í næstu umferð deildarinnar á sunnudaginn kemur en Keflavík fær Fjölni í heimsókn í Blue-höllina eftir slétta viku. Þar freista Haukar þess að saxa á forskot Fjölnis sem vermir toppsæti deildarinnar. Subway-deild kvenna Haukar Keflavík ÍF
Haukar fóru með 74-56 sigur af hólmi þegar liðið fékk Keflavík í heimsókn í Subway-deild kvenna í körfubolta í Ólafssal í kvöld. Haukakonur hafa þar af leiðandi haft betur í síðustu þremur leikjum sínum og hafa 24 stig í fjórða sæti deildarinnar. Leikmenn Hauka hófu leikinn af meiri krafti en Keira Breeanne Robinson fór mikinn í upphafi leiks og skoraði fyrstu níu stig Hauka í leiknum en eftir það jafnaðist stigaskor liðsins aðeins. Þegar fyrsta leikhluta leik voru heimakonur níu stigum yfir, 23-14, en eftir erfiða byrjun tóku leikmenn Keflavíkur við sér og í hálfeik var munurinn kominn niður í þrjú stig, 34-30. Í seinni hluta þriðja leikhluta léku Haukar hins vegar á als oddi og náðu þar upp 18 stiga forskoti en staðan var 57-39 eftir þriðja leikhluta. Þann mun náði Keflavík ekki að brúa og Haukar unnu að lokum sannfærandi 18 stiga sigur og halda í við topplið deildarinnar. Má aldrei slaka á móti liði eins og Keflavík „Mér fannst við koma svolítið flatar til leiks en við náðum góðum kafla þar sem við náðum góðu forskoti. Það má aldrei slaka á þegar þú spilar við Keflavík og við vissum það alveg. Það var hins vegar ekkert stress þrátt fyrir að Keflavík væri að minnka muninn. Við náðum að fara vel yfir hlutina og unnum góðan sigur. Nú heldur eltingaleikurinn við toppliðin áfram og við ætlum að gera okkar til þess að komast upp fyrir þau. Það er frábært að spila eins þétt og við höfum gert í allan vetur, að spila á sunnudag, miðvikudag og sunnudag. Við erum bara spenntar fyrir næsta verkefni og stefnum á að halda áfram sigurgöngunni þar,“ sagði Lovísa Björt Henningsdóttir sem skoraði 12 stig fyrir Hauka í leiknum. Skrýtið að vera í þessu miðjumoði „Við spiluðum ekki nógu vel í þessum leik og það er margt sem við þurfum að laga fyrir næstu leiki. Nú þurfum við bara að skoða þennan leik og fara yfir það hvað betur má fara," sagði Anna Ingunn Svansdóttir, leikmaður Keflavíkur. Keflavík er í fimmta sæti deildarinnar með 14 stig en liðið er tíu stigum á eftir Haukum og ljóst að liðið er ekki á leið í úrslitakeppni í vor. „Það er vissulega svolítið spes að vera í þessari stöðu að vera um miðja deild og vera ekki í baráttu um að komast í úrslitakeppnina. Ég á hins vegar ekki von á því að það verði erfitt að mótivera okkur fyrir þá leiki sem við eigum eftir í deildinni. Viljum klára þetta almennilega og gera betur en við gerðum í þessum leik," sagði Anna Ingunn enn fremur. Af hverju unnu Haukar? Haukar náðu góðum kafla undir lok þriðja leikhluta og slitu Keflvíkinga endanlega frá sér. Góðu kaflarnir voru lengri og fleiri hjá heimakonum. Hverjar stóðu upp úr? Keira Robinson skoraði 24 stig fyrir Hauka en hún setti tóninn strax í upphafi leiks og var prímusmótorinn hjá Haukaliðinu þegar liðið náði upp tæplega 20 stiga forystu fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Keflavíkur var stirður í upphafi leiks og klaufalega tapaðir boltar fóru svo illa með gestina. Þrátt fyrir nokkur góð áhlaup hjá Keflavíkurliðinu dugði það ekki til þar sem spilamennskan var of kaflaskipt. Hvað gerist næst? Haukar sækja Grindvavík heim suður með sjó í næstu umferð deildarinnar á sunnudaginn kemur en Keflavík fær Fjölni í heimsókn í Blue-höllina eftir slétta viku. Þar freista Haukar þess að saxa á forskot Fjölnis sem vermir toppsæti deildarinnar.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum