Óvæntar stjörnur Olís-deildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. mars 2022 09:00 Nokkrir af þeim leikmönnum sem koma slegið óvænt í gegn í Olís-deild karla í vetur. Vísir fer yfir tíu leikmenn sem voru ekki endilega þekktustu stærðirnar fyrir tímabilið en hafa spilað stórvel í Olís-deild karla í handbolta í vetur og slegið í gegn. Einar Bragi Aðalsteinsson, HK Aðeins þrír leikmenn hafa skorað fleiri mörk að meðaltali í leik í Olís-deildinni en Einar Bragi Aðalsteinsson.vísir/vilhelm Fyrir tímabilið og fram í nóvember vissu ekki margir nema kannski allra hörðustu handboltaáhugamenn hver Einar Bragi Aðalsteinsson var. En strákurinn hefur á nokkrum mánuðum stimplað sig hressilega inn í Olís-deildina. Þrátt fyrir að hafa aðeins spilað ellefu leiki er Einar Bragi markahæstur í liði HK með 68 mörk. Fimmtán þeirra komu í eftirminnilegum leik gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Einar Bragi er mikil skytta, með góð skot, bæði af gólfi og með uppstökkum, og þar fyrir utan hörku varnarmaður. Frammistaða hans hefur vakið athygli og FH hefur krækt í kauða. Hann verður því áfram í Olís-deildinni á næsta tímabili. Benedikt Gunnar Óskarsson, Val Benedikt Gunnar Óskarsson hefur verið besti sóknarmaður Vals á tímabilinu.vísir/elín Maður kemur ekki alltaf í manns stað en gerir það oftast hjá Val. Benedikt Gunnar Óskarsson hefur verið viðloðandi meistaraflokk Vals á undanförnum árum en loksins fengið alvöru tækifæri í vetur. Og hann hefur gripið gæsina með glæsibrag. Benedikt er bæði marka- og stoðsendingahæstur Valsmanna í vetur með 69 mörk og sextíu stoðsendingar. Þrátt fyrir að vera hálfgerð písl aftrar það Benedikt lítið enda með afburða leikskilning og tækni sem fæstir leikmenn Olís-deildarinnar búa yfir. Það verður afar gaman að fylgjast með Benedikt í framhaldinu og sérstaklega á stóra sviðinu í úrslitakeppninni. Jóhannes Berg Andrason, Víkingi Þrátt fyrir ungan aldur er Jóhannes Berg Andrason líklega mikilvægasti leikmaður Víkings.vísir/Hulda Margrét Jóhannes Berg Andrason lét mikið að sér kveða með Víkingi í Grill 66 deildinni á síðasta tímabili og hefur haldið uppteknum hætti í Olís-deildinni í vetur. Er markahæstur Víkinga með 75 mörk og hefur ekki síður vakið athygli fyrir vasklega framgöngu í vörninni. Jóhannes er með flestar löglegar stöðvanir allra leikmanna í Olís-deildinni, eða 92. Skotnýtingin mætti vera betri og töpuðu boltarnir færri en Jóhannes hefur sýnt að hann á svo sannarlega heima í deild þeirra bestu. Ólíklegt er að Víkingar verði þar á næsta tímabili en Jóhannes hefur alla burði til þess. Brynjólfur Snær Brynjólfsson, Haukum Brynjólfur Snær Brynjólfsson hefur leikið með Haukum allan sinn feril.vísir/vilhelm Fellur ekki í flokkinn ungir og efnilegir enda á 29. aldursári og búinn að spila í meistaraflokki í um áratug. En það er kannski fyrst í vetur sem kastljósið hefur verið á Brynjólfi Snæ Brynjólfssyni. Og það verðskuldað enda er hann að spila sitt allra besta tímabil á ferlinum. Afar áreiðanlegur leikmaður, nýtir færin sín einkar vel og er öruggur á vítalínunni. Brynjólfur er mikill keppnismaður og ein styrkasta stoð Hauka, félagsins sem hann hefur alla sín tíð spilað með. Ólafur Brim Stefánsson, Gróttu Ólafur Brim Stefánsson hefur verið einn besti leikmaður Gróttu undanfarin tvö tímabil.vísir/Hulda Margrét Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, gerði vel þegar hann fékk Ólaf Brim Stefánsson til félagsins frá Val. Hann hefur reynst Seltirningum vel og er einn allra mikilvægasti leikmaður þeirra. Ólafur er mjög öflugur varnarmaður og er í risastóru hlutverki þar. Er einnig fínasti sóknarmaður og leysir það mjög vel að spila hægra megin fyrir utan þrátt fyrir að vera rétthentur. Er næstmarkahæsti leikmaður Gróttu á tímabilinu með 64 mörk. Besti leikur Ólafs kom gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum þar sem hann skoraði ellefu mörk. Starri Friðriksson, Stjörnunni Starri Friðriksson er afar lunkinn hornamaður.vísir/bára Ekkert lið í Olís-deildinni er jafn vel sett með örvhenta hornamenn og Stjarnan en Patrekur Jóhannesson getur valið á milli þeirra Leós Snæs Péturssonar og Starra Friðrikssonar í þá stöðu. Sá síðarnefndi er enginn nýgræðingur en er kannski fyrst núna að fá almennilega athygli, ekki ósvipað og Brynjólfur Snær. Starri var sérstaklega öflugur framan af tímabili en meiðsli hafa sett strik í reikning hans að undanförnu. Starri er með mikinn stökkkraft og frábæra skottækni. Hefur skorað 43 mörk í ellefu leikjum í Olís-deildinni og er með fína skotnýtingu. Sigurjón Guðmundsson, HK Sigurjón Guðmundsson Hrafnkelssonar.vísir/vilhelm Sigurjón Guðmundsson stimplaði sig strax inn í Olís-deildina með flottri frammistöðu gegn KA í 1. umferðinni. Hefur staðið sig með prýði á sínu fyrsta tímabili í efstu deild. Sigurjón á ekki langt að sækja markvarðahæfileikana enda sonur Guðmundar Hrafnkelssonar, leikjahæsta landsliðsmanns Íslands frá upphafi. Sigurjón er með 30,3 prósent hlutfallsmarkvörslu í Olís-deildinni sem ekki stórkostlegt en hefur átt marga góða leiki og sýnt að hann á heima í efstu deild. Spurningin er hvort eitthvað af hinum liðunum í Olís-deildinni reyni að krækja í Sigurjón í sumar því fátt bendir til annars en HK leiki í Grill 66 deildinni á næsta tímabili. Arnór Snær Óskarsson, Val Arnór Snær Óskarsson er að spila sitt besta tímabil með Val.vísir/hulda margrét Þrátt fyrir mikil meiðsli, eins og oft áður, hafa Valsmenn ekki slegið margar feilnótur á tímabilinu. Það er ekki síst vegna traustra liðsmanna eins og Arnórs Snæs Óskarssonar. Er næstmarkahæstur hjá Val á tímabilinu með 64 mörk og frábæra 74,4 prósent skotnýtingu. Afar góður sóknarmaður og reddar sér á varnarhelmingnum. Miðað við frammistöðuna í vetur er Arnór jafnvel kominn fram fyrir Agnar Smára Jónsson í goggunarröð hægri skytta Vals. Jón Bjarni Ólafsson, FH Jón Bjarni Ólafsson er mikill að burðum.vísir/hulda margrét Jón Bjarni Ólafsson tilheyrir sjaldgjæfri tegund, örvhentum línumönnum. Eftir að hafa verið í aukahlutverki hjá FH undanfarin ár hefur Jón Bjarni spilað mikið í vetur og staðið undir aukinni ábyrgð. Stór og mikill, gerir sitt í sókn og er mjög öflugur í vörninni. Á stóran þátt í því að ekkert lið hefur fengið á sig færri mörk í Olís-deildinni í vetur en FH (25,1). Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, er í öfundsverðri stöðu með tvo hörkulínumenn, Jón Bjarna og Ágúst Birgisson. Allan Norðberg, KA Allan Norðberg svífur inn úr horninu.vísir/hulda margrét Fyrir áramót fékk Allan Norðberg afar fá tækifæri í hægra horninu, enda í samkeppni við Óðin Þór Ríkharðsson, en eftir áramót hefur hann öðlast nýtt líf sem skytta. Einar Rafn Eiðsson hefur verið meiddur undanfarnar vikur en Allan hefur séð til þess að hans hefur ekki verið saknað um of. Færeyingurinn hefur skorað þrettán mörk og gefið tíu stoðsendingar í þremur deildarleikjum og níu mörk í tveimur leikjum á árinu 2022. Eftir erfiðan kafla hefur KA náð vopnum sínum og Allan á ekki lítinn þátt í því. Áhugavert verður að sjá hvernig Jónatan Magnússon, þjálfari KA, notar Allan þegar Einar Rafn snýr aftur. Olís-deild karla Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Sjá meira
Einar Bragi Aðalsteinsson, HK Aðeins þrír leikmenn hafa skorað fleiri mörk að meðaltali í leik í Olís-deildinni en Einar Bragi Aðalsteinsson.vísir/vilhelm Fyrir tímabilið og fram í nóvember vissu ekki margir nema kannski allra hörðustu handboltaáhugamenn hver Einar Bragi Aðalsteinsson var. En strákurinn hefur á nokkrum mánuðum stimplað sig hressilega inn í Olís-deildina. Þrátt fyrir að hafa aðeins spilað ellefu leiki er Einar Bragi markahæstur í liði HK með 68 mörk. Fimmtán þeirra komu í eftirminnilegum leik gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Einar Bragi er mikil skytta, með góð skot, bæði af gólfi og með uppstökkum, og þar fyrir utan hörku varnarmaður. Frammistaða hans hefur vakið athygli og FH hefur krækt í kauða. Hann verður því áfram í Olís-deildinni á næsta tímabili. Benedikt Gunnar Óskarsson, Val Benedikt Gunnar Óskarsson hefur verið besti sóknarmaður Vals á tímabilinu.vísir/elín Maður kemur ekki alltaf í manns stað en gerir það oftast hjá Val. Benedikt Gunnar Óskarsson hefur verið viðloðandi meistaraflokk Vals á undanförnum árum en loksins fengið alvöru tækifæri í vetur. Og hann hefur gripið gæsina með glæsibrag. Benedikt er bæði marka- og stoðsendingahæstur Valsmanna í vetur með 69 mörk og sextíu stoðsendingar. Þrátt fyrir að vera hálfgerð písl aftrar það Benedikt lítið enda með afburða leikskilning og tækni sem fæstir leikmenn Olís-deildarinnar búa yfir. Það verður afar gaman að fylgjast með Benedikt í framhaldinu og sérstaklega á stóra sviðinu í úrslitakeppninni. Jóhannes Berg Andrason, Víkingi Þrátt fyrir ungan aldur er Jóhannes Berg Andrason líklega mikilvægasti leikmaður Víkings.vísir/Hulda Margrét Jóhannes Berg Andrason lét mikið að sér kveða með Víkingi í Grill 66 deildinni á síðasta tímabili og hefur haldið uppteknum hætti í Olís-deildinni í vetur. Er markahæstur Víkinga með 75 mörk og hefur ekki síður vakið athygli fyrir vasklega framgöngu í vörninni. Jóhannes er með flestar löglegar stöðvanir allra leikmanna í Olís-deildinni, eða 92. Skotnýtingin mætti vera betri og töpuðu boltarnir færri en Jóhannes hefur sýnt að hann á svo sannarlega heima í deild þeirra bestu. Ólíklegt er að Víkingar verði þar á næsta tímabili en Jóhannes hefur alla burði til þess. Brynjólfur Snær Brynjólfsson, Haukum Brynjólfur Snær Brynjólfsson hefur leikið með Haukum allan sinn feril.vísir/vilhelm Fellur ekki í flokkinn ungir og efnilegir enda á 29. aldursári og búinn að spila í meistaraflokki í um áratug. En það er kannski fyrst í vetur sem kastljósið hefur verið á Brynjólfi Snæ Brynjólfssyni. Og það verðskuldað enda er hann að spila sitt allra besta tímabil á ferlinum. Afar áreiðanlegur leikmaður, nýtir færin sín einkar vel og er öruggur á vítalínunni. Brynjólfur er mikill keppnismaður og ein styrkasta stoð Hauka, félagsins sem hann hefur alla sín tíð spilað með. Ólafur Brim Stefánsson, Gróttu Ólafur Brim Stefánsson hefur verið einn besti leikmaður Gróttu undanfarin tvö tímabil.vísir/Hulda Margrét Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, gerði vel þegar hann fékk Ólaf Brim Stefánsson til félagsins frá Val. Hann hefur reynst Seltirningum vel og er einn allra mikilvægasti leikmaður þeirra. Ólafur er mjög öflugur varnarmaður og er í risastóru hlutverki þar. Er einnig fínasti sóknarmaður og leysir það mjög vel að spila hægra megin fyrir utan þrátt fyrir að vera rétthentur. Er næstmarkahæsti leikmaður Gróttu á tímabilinu með 64 mörk. Besti leikur Ólafs kom gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum þar sem hann skoraði ellefu mörk. Starri Friðriksson, Stjörnunni Starri Friðriksson er afar lunkinn hornamaður.vísir/bára Ekkert lið í Olís-deildinni er jafn vel sett með örvhenta hornamenn og Stjarnan en Patrekur Jóhannesson getur valið á milli þeirra Leós Snæs Péturssonar og Starra Friðrikssonar í þá stöðu. Sá síðarnefndi er enginn nýgræðingur en er kannski fyrst núna að fá almennilega athygli, ekki ósvipað og Brynjólfur Snær. Starri var sérstaklega öflugur framan af tímabili en meiðsli hafa sett strik í reikning hans að undanförnu. Starri er með mikinn stökkkraft og frábæra skottækni. Hefur skorað 43 mörk í ellefu leikjum í Olís-deildinni og er með fína skotnýtingu. Sigurjón Guðmundsson, HK Sigurjón Guðmundsson Hrafnkelssonar.vísir/vilhelm Sigurjón Guðmundsson stimplaði sig strax inn í Olís-deildina með flottri frammistöðu gegn KA í 1. umferðinni. Hefur staðið sig með prýði á sínu fyrsta tímabili í efstu deild. Sigurjón á ekki langt að sækja markvarðahæfileikana enda sonur Guðmundar Hrafnkelssonar, leikjahæsta landsliðsmanns Íslands frá upphafi. Sigurjón er með 30,3 prósent hlutfallsmarkvörslu í Olís-deildinni sem ekki stórkostlegt en hefur átt marga góða leiki og sýnt að hann á heima í efstu deild. Spurningin er hvort eitthvað af hinum liðunum í Olís-deildinni reyni að krækja í Sigurjón í sumar því fátt bendir til annars en HK leiki í Grill 66 deildinni á næsta tímabili. Arnór Snær Óskarsson, Val Arnór Snær Óskarsson er að spila sitt besta tímabil með Val.vísir/hulda margrét Þrátt fyrir mikil meiðsli, eins og oft áður, hafa Valsmenn ekki slegið margar feilnótur á tímabilinu. Það er ekki síst vegna traustra liðsmanna eins og Arnórs Snæs Óskarssonar. Er næstmarkahæstur hjá Val á tímabilinu með 64 mörk og frábæra 74,4 prósent skotnýtingu. Afar góður sóknarmaður og reddar sér á varnarhelmingnum. Miðað við frammistöðuna í vetur er Arnór jafnvel kominn fram fyrir Agnar Smára Jónsson í goggunarröð hægri skytta Vals. Jón Bjarni Ólafsson, FH Jón Bjarni Ólafsson er mikill að burðum.vísir/hulda margrét Jón Bjarni Ólafsson tilheyrir sjaldgjæfri tegund, örvhentum línumönnum. Eftir að hafa verið í aukahlutverki hjá FH undanfarin ár hefur Jón Bjarni spilað mikið í vetur og staðið undir aukinni ábyrgð. Stór og mikill, gerir sitt í sókn og er mjög öflugur í vörninni. Á stóran þátt í því að ekkert lið hefur fengið á sig færri mörk í Olís-deildinni í vetur en FH (25,1). Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, er í öfundsverðri stöðu með tvo hörkulínumenn, Jón Bjarna og Ágúst Birgisson. Allan Norðberg, KA Allan Norðberg svífur inn úr horninu.vísir/hulda margrét Fyrir áramót fékk Allan Norðberg afar fá tækifæri í hægra horninu, enda í samkeppni við Óðin Þór Ríkharðsson, en eftir áramót hefur hann öðlast nýtt líf sem skytta. Einar Rafn Eiðsson hefur verið meiddur undanfarnar vikur en Allan hefur séð til þess að hans hefur ekki verið saknað um of. Færeyingurinn hefur skorað þrettán mörk og gefið tíu stoðsendingar í þremur deildarleikjum og níu mörk í tveimur leikjum á árinu 2022. Eftir erfiðan kafla hefur KA náð vopnum sínum og Allan á ekki lítinn þátt í því. Áhugavert verður að sjá hvernig Jónatan Magnússon, þjálfari KA, notar Allan þegar Einar Rafn snýr aftur.
Olís-deild karla Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Sjá meira