Tæpar tuttugu milljónir safnast í neyðarsöfnun Rauða krossins Heimsljós 2. mars 2022 14:00 Rauði krossinn Neyðarsöfnun Rauða krossins vegna átakanna í Úkraínu hefur fengið mjög góð viðbrögð frá almenningi. Nú þegar hafa safnast yfir 19,5 milljónir. „Allt fé sem safnast verður varið til að koma til móts við íbúa Úkraínu, til að koma nauðsynjavörum til íbúa og sjúkrastofnanna og tryggja aðgang að matvælum, vatni, hreinlætisvörum og nauðsynlegum lækningabúnaði fyrir særða,” segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Alþjóða Rauði krossinn undirbýr nú eina umfangsmestu aðgerðir í Evrópu frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar þar sem allt kapp er lagt á að koma nauðsynlegri mannúðaraðstoð til íbúa Úkraínu og þeirra þúsunda sem eru á flótta vegna átakanna. Að mati Rauða krossins er ljóst að mjög alvarlegt ástand hefur skapast fyrir íbúa Úkraínu og fyrirséð að neyð almenna borgara aukist dag frá degi. Víða í Úkraínu eru bardagar háðir á götum úti, hundruð þúsunda íbúa hafa lagt á flótta og búist er við að um fimm milljónir fólks muni flýja, mikill meirihluti yfir landamærin til Póllands. Rauði krossinn hefur nú þegar opnað fjölda móttökustöðva á landamærum í Póllandi og fleiri löndum sem eiga landamæri að Úkraínu þar sem er veitt heilbrigðisþjónusta og neyðaraðstoð. Rauði krossinn segir að erfitt sé fyrir íbúa að nálgast nauðsynjar í Úkraínu. Margt fólk dvelji í neðanjarðarbyrgjum og erfitt sé að nálgast áreiðanlegar upplýsingar um ástandið á mörgum landsvæðum í landinu. Úkraínski Rauði krossinn fær mikið af neyðarbeiðnum frá íbúum í bráðum vanda. Allt kapp er lagt á að koma matarpökkum, vatni og öðrum nauðsynjum til fólks, auk þess að styðja við heilbrigðisstofnanir í landinu. Rauði krossinn hefur þungar áhyggjur af brotum á alþjóða mannúðarlögum í þessum átökum. Samkvæmt þeim lögum njóta almennir borgarar griða sem og borgaralegir innviðir á borð við vatns- og rafmagnsveitur sem ekki tengjast hernaði á nokkurn hátt. Stríðandi fylkingum er skylt að gæta meðalhófs í hernaðaraðgerðum sínum og hlífa verður óbreyttum borgurum og innviðum sem tryggja að nauðsynleg þjónusta sé veitt íbúum. Fjöldi landsfélaga Rauða krossins í Evrópu hefur hafið söfnun og væntanleg er neyðarbeiðni frá alþjóða Rauði krossinn vegna umfangsmikilla fyrirhugaðra aðgerða. Rauði krossinn minnir á að Hjálparsíminn 1717 og netspjallið 1717.is er alltaf opinn. Hægt er að hafa samband vegna til að sálrænan stuðning, ráðgjöf og hlustun. Neyðarsöfnun Rauða krossins heldur áfram næstu daga. Hægt er að veita mannúðaraðstoð til íbúa í Úkraínu með eftirtöldum leiðum: SMS: Senda HJALP í símanúmerið 1900 (2.900 kr.) Aur: @raudikrossinn eða 1235704000 Kass: raudikrossinn eða 7783609 Söfnunarreikningur Rauða krossins: 0342-26-12, kt. 530269-2649 Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent
„Allt fé sem safnast verður varið til að koma til móts við íbúa Úkraínu, til að koma nauðsynjavörum til íbúa og sjúkrastofnanna og tryggja aðgang að matvælum, vatni, hreinlætisvörum og nauðsynlegum lækningabúnaði fyrir særða,” segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Alþjóða Rauði krossinn undirbýr nú eina umfangsmestu aðgerðir í Evrópu frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar þar sem allt kapp er lagt á að koma nauðsynlegri mannúðaraðstoð til íbúa Úkraínu og þeirra þúsunda sem eru á flótta vegna átakanna. Að mati Rauða krossins er ljóst að mjög alvarlegt ástand hefur skapast fyrir íbúa Úkraínu og fyrirséð að neyð almenna borgara aukist dag frá degi. Víða í Úkraínu eru bardagar háðir á götum úti, hundruð þúsunda íbúa hafa lagt á flótta og búist er við að um fimm milljónir fólks muni flýja, mikill meirihluti yfir landamærin til Póllands. Rauði krossinn hefur nú þegar opnað fjölda móttökustöðva á landamærum í Póllandi og fleiri löndum sem eiga landamæri að Úkraínu þar sem er veitt heilbrigðisþjónusta og neyðaraðstoð. Rauði krossinn segir að erfitt sé fyrir íbúa að nálgast nauðsynjar í Úkraínu. Margt fólk dvelji í neðanjarðarbyrgjum og erfitt sé að nálgast áreiðanlegar upplýsingar um ástandið á mörgum landsvæðum í landinu. Úkraínski Rauði krossinn fær mikið af neyðarbeiðnum frá íbúum í bráðum vanda. Allt kapp er lagt á að koma matarpökkum, vatni og öðrum nauðsynjum til fólks, auk þess að styðja við heilbrigðisstofnanir í landinu. Rauði krossinn hefur þungar áhyggjur af brotum á alþjóða mannúðarlögum í þessum átökum. Samkvæmt þeim lögum njóta almennir borgarar griða sem og borgaralegir innviðir á borð við vatns- og rafmagnsveitur sem ekki tengjast hernaði á nokkurn hátt. Stríðandi fylkingum er skylt að gæta meðalhófs í hernaðaraðgerðum sínum og hlífa verður óbreyttum borgurum og innviðum sem tryggja að nauðsynleg þjónusta sé veitt íbúum. Fjöldi landsfélaga Rauða krossins í Evrópu hefur hafið söfnun og væntanleg er neyðarbeiðni frá alþjóða Rauði krossinn vegna umfangsmikilla fyrirhugaðra aðgerða. Rauði krossinn minnir á að Hjálparsíminn 1717 og netspjallið 1717.is er alltaf opinn. Hægt er að hafa samband vegna til að sálrænan stuðning, ráðgjöf og hlustun. Neyðarsöfnun Rauða krossins heldur áfram næstu daga. Hægt er að veita mannúðaraðstoð til íbúa í Úkraínu með eftirtöldum leiðum: SMS: Senda HJALP í símanúmerið 1900 (2.900 kr.) Aur: @raudikrossinn eða 1235704000 Kass: raudikrossinn eða 7783609 Söfnunarreikningur Rauða krossins: 0342-26-12, kt. 530269-2649 Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent