Innlent

Björgvin Páll hættir við framboð sitt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Pólitíkin mun ekki taka athyglina frá Björgvini Páli á handboltavellinum.
Pólitíkin mun ekki taka athyglina frá Björgvini Páli á handboltavellinum. Vísir/Hulda Margrét

Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður í handbolta er hættur við að gefa kost á sér fyrir hönd Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segir að þegar lagt sé í slíka vegferð þá þurfi maður að hafa allt liðið á bak við sig.

Björgvin hafði gefið kost á sér í fyrsta til annað sæti fyrir Framsókn í Reykjavík. Einar Þorsteinsson, fyrrverandi fréttamaður á Ríkisútvarpinu, hefur verið sterklega orðaður við framboð fyrir flokkinn í borginni. Hann hefur ekki staðfest framboð sitt en sem komið er.

„Ég hef skipt um skoðun… og ákveðið sækjast ekki eftir sæti á lista hjá Framsókn í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Þrátt fyrir að stuðningurinn sé mikill innan úr flokknum, þá er mikilvægt að hafa það í huga að þegar maður er á leiðinni á útivöll þá þarf maður að hafa allt liðið á bakvið sig,“ segir Björgvin í færslu á Facebook. 

„Með þessari ákvörðun vil ég hjálpa þeim sem mun leiða flokkinn í sinni vinnu. Þetta hefur verið sturlaður tilfinningarússíbani sem að hefur styrkt vilja minn til þess að setja börnin í 1. sæti enn frekar. Ég styrkist einnig í þeirri trú minni að það sé minn tilgangur að vera fyrirmynd og hjálpa öllum að líða betur. Ég mun á næstu dögum setja orkuna í vera fyrir boltum og hjálpa börnunum mínum að líða vel.“


Tengdar fréttir

Björgvin vonarstjarna Framsóknar í borginni

Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður í handbolta ætlar að gefa kost á sér í fyrsta til annað sæti hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík. Frá þessu greinir hann á Facebook-síðu sinni en fram hafði komið að hann lægi undir feldi og íhugaði að bjóða fram krafta sína.

Björg­vin Páll veltir borgar­stjóra­stólnum fyrir sér

Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, veltir fyrir sér hvort hann vilji verða borgarstjóraefni Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann spyr sjálfan sig og aðra: Er ég efni í næsta borgarstjóra í Reykjavík?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×