Heimildir herma að nýskráningar hlaupi á hundruðum og því um talsverðar smalanir að ræða á báða bóga. Stuðningsfólk Þórdísar Jónu Sigurðardóttur telja henni til tekna að hún gangi óbundin til kosninga og sé mun líklegri en nafna sína og sitjandi oddviti til að mynda meirihluta til hægri. Þórdís Lóa hefur þó lýst því yfir, meðal annars í viðtali við Innherja, að hún gangi einnig óbundin til kosninga.
Hins vegar hefur hluta Viðreisnarfólks þótt Þórdís Lóa halla sér um of upp að vinstrimeirihlutanum sem heldur nú um stjórnartaumana í borginni. Þórdís Jóna sá sér þar leik á borði og freistar þess að svara því kalli flokkssystkina sinna með framboði sínu.
Það hugnast mörgu Viðreisnarfólki enda stendur von flokksins til að þau verði í oddastöðu við myndun meirihluta að loknum kosningum í maí, líkt og í síðustu kosningum. Þá kaus Þórdís Lóa að hlaupa undir bagga og mynda meirihluta með Samfylkingu, Vinstri grænum og Pírötum.
Prófkjör flokksins í borginni fer fram dagana 4.-5. mars.
Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.