Erlent

Búa til bensínsprengjur og smyrja brauð

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Olga er ein þeirra sem taka til hendinni í eldhúsinu.
Olga er ein þeirra sem taka til hendinni í eldhúsinu. Óskar Hallgrímsson

Íslendingur í Kænugarði segir það hafa verið magnað að fylgjast með samstöðu Úkraínumanna á síðustu dögum. Hann heimsótti sjálfboðaliða í borginni í gær sem elda mat ofan úkraínska hermenn í fremstu víglínu.

Langar raðir hafa myndast daglega við verslanir í Kænugarði frá því innrásin hófst - og ein slík tók á móti Óskari Hallgrímssyni og eiginkonu hans þegar þau hugðust versla inn fyrir eldhús í nágrenninnu, sem útbýr mat og sendir úkraínskum hermönnum á vígvellinum.

„Við hættum við það var svo svakalega löng röð í búðina. Við hefðum örugglega verið nokkra klukkutíma að komast inn. Vó, þarna var risa herjeppi að keyra fram hjá,“ sagði Óskar í innslagi sínu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.

Stefnan var því tekin beint í eldhúsið, sem áður var starfrækt sem kaffihús. Þar tók eigandinn Olga á móti þeim en sjálfboðaliðarnir nýta staðinn ekki aðeins til matseldar.

Þar lýsti hún því að í eldhúsinu framreiddu þau mat fyrir herinn og nýti staðinn auk þess til að fela sig. Og fjöldi fólks tók til hendinni í eldhúsinu að sögn Óskars.

„Það er brjálað að gera. Eins og þið sjáið erum við með fullt af mat sem er að fara í herinn. Svona eru Úkraínumenn. Þeir taka sig saman. Og þetta er það sem ég myndi segja að einkenni borgina í dag. Fólk er að taka sig saman og skipuleggja sig, búa til molotov-kokteila eða búa til brauðsneiðar. Það er bara annað hvort eða.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×