Úkraínskt CrossFit-fólk með innrás inn á topplista The Open Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2022 13:30 Það leit út fyrir að Úkraínumenn væru að taka yfir topplistann á The Open en það var ekki alveg svo. Getty/Gavriil Grigorov Innrás Rússa í Úkraínu hefur alls staðar áhrif í íþróttaheiminum og líka innan CrossFit íþróttarinnar nú þegar undankeppnin fyrir heimsleikana 2022 er hafin. Það hefði auðvitað verið táknrænt ef að CrossFit fólk frá Úkraínu næði að tryggja sér efsta sætið í fyrsta hluta The Open og um tíma leit út fyrir það áður en sannleikurinn kom í ljós. Skilafrestur á fyrstu æfingunni á The Open, 22.1, var í gær og í framhaldinu birtust hver Úkraínumaðurinn á fætur öðrum í efstu sætunum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Um tíma voru fimm Úkraínumenn í efstu fimm sætunum karlamegin og hjá konunum var hin sautján ára gamla Svetlana Pushkareva einnig efst. Öll skiluðu þau myndbandi með skori sínu sem vanalega á að sýna æfinguna til að sanna það að þau hafi gert æfinguna jafnvel og tölurnar sýndu. Það reyndist þó vera allt annað á þessu myndbandi en CrossFit æfing. Öll myndböndin voru nefnilega tengill á myndband á Youtube. Þetta var mótmælamyndband gegn innrás Rússa ú Úkraínu og bar heitið „Ban Russian CrossFit Athletes.“ Úkraínska CrossFit fólkið vildi fá sömu viðbrögð frá CrossFit samtökunum og frá Alþjóða Ólympíunefndinni, FIFA og UEFA, sem öll hafa bannað þáttöku rússneskra liða í keppnum á sínum vegum. CrossFit Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sjá meira
Það hefði auðvitað verið táknrænt ef að CrossFit fólk frá Úkraínu næði að tryggja sér efsta sætið í fyrsta hluta The Open og um tíma leit út fyrir það áður en sannleikurinn kom í ljós. Skilafrestur á fyrstu æfingunni á The Open, 22.1, var í gær og í framhaldinu birtust hver Úkraínumaðurinn á fætur öðrum í efstu sætunum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Um tíma voru fimm Úkraínumenn í efstu fimm sætunum karlamegin og hjá konunum var hin sautján ára gamla Svetlana Pushkareva einnig efst. Öll skiluðu þau myndbandi með skori sínu sem vanalega á að sýna æfinguna til að sanna það að þau hafi gert æfinguna jafnvel og tölurnar sýndu. Það reyndist þó vera allt annað á þessu myndbandi en CrossFit æfing. Öll myndböndin voru nefnilega tengill á myndband á Youtube. Þetta var mótmælamyndband gegn innrás Rússa ú Úkraínu og bar heitið „Ban Russian CrossFit Athletes.“ Úkraínska CrossFit fólkið vildi fá sömu viðbrögð frá CrossFit samtökunum og frá Alþjóða Ólympíunefndinni, FIFA og UEFA, sem öll hafa bannað þáttöku rússneskra liða í keppnum á sínum vegum.
CrossFit Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sjá meira