Skömminni skilað Inga Daníelsdóttir skrifar 27. febrúar 2022 12:00 Það eru ekki mörg ár síðan hugmyndin um að skila skömm var sett í loftið en nánast samstundis og hún kom fram hóf hún sig til flugs, varð strax alþekkt og viðtekin sem grundvallar mannréttindi kvenna sem höfðu verið beittar ofbeldi og órétti. Mér hefur skilist að mannréttindi séu í eðli sínu algild, burtséð frá kyni, litarhætti, uppruna, stétt eða stöðu. Þannig finnst mér líka að þau eigi að vera. Það er nefnilega mannskemmandi að sitja uppi með áfall. Því fylgir síðan sorg á sorg ofan að vera einn með áfallið án samúðar og stuðnings. Þvert á móti er kannski skömm og fyrirlitningu smurt í sárið. Slíkt mun seint gróa. Sársaukinn sem fylgir slíkum aðstæðum er sammannlegur, hann er ekki bundinn við konur. Við konur erum upp til hópa ekki heilagar guðsmæður, við erum jafn mannlegar og breiskar og bræður okkar, karlmennirnir. Við gerum mistök, við iðrumst, reynum að breiða yfir, leyna. Þá getur verið að við grípum til þess ráðs að snúa vörn í sókn. Gifta konan sem ekki vildi fara með manninum sínum heim af djamminu er ekki líkleg til að ganga að því vísu, þegar hún kemur heim á hádegi daginn eftir, að allir verði bara glaðir og sáttir. Hún býr til afsökun og afsökunin er að eitthvað hafi verið öðrum að kenna. Maðurinn sem var sá kjáni að fara fullur heim með konu sem hann þekkti ekki neitt, sá ekki fyrir áralangt fangelsi vegna þeirra mistaka. Nú langar mig að fara fram á að mannréttindin að fá að skila skömminni fái að ná til allra þeirra sem dæmdir eru saklausir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Útlendingar” og “þetta fólk” Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Sjá meira
Það eru ekki mörg ár síðan hugmyndin um að skila skömm var sett í loftið en nánast samstundis og hún kom fram hóf hún sig til flugs, varð strax alþekkt og viðtekin sem grundvallar mannréttindi kvenna sem höfðu verið beittar ofbeldi og órétti. Mér hefur skilist að mannréttindi séu í eðli sínu algild, burtséð frá kyni, litarhætti, uppruna, stétt eða stöðu. Þannig finnst mér líka að þau eigi að vera. Það er nefnilega mannskemmandi að sitja uppi með áfall. Því fylgir síðan sorg á sorg ofan að vera einn með áfallið án samúðar og stuðnings. Þvert á móti er kannski skömm og fyrirlitningu smurt í sárið. Slíkt mun seint gróa. Sársaukinn sem fylgir slíkum aðstæðum er sammannlegur, hann er ekki bundinn við konur. Við konur erum upp til hópa ekki heilagar guðsmæður, við erum jafn mannlegar og breiskar og bræður okkar, karlmennirnir. Við gerum mistök, við iðrumst, reynum að breiða yfir, leyna. Þá getur verið að við grípum til þess ráðs að snúa vörn í sókn. Gifta konan sem ekki vildi fara með manninum sínum heim af djamminu er ekki líkleg til að ganga að því vísu, þegar hún kemur heim á hádegi daginn eftir, að allir verði bara glaðir og sáttir. Hún býr til afsökun og afsökunin er að eitthvað hafi verið öðrum að kenna. Maðurinn sem var sá kjáni að fara fullur heim með konu sem hann þekkti ekki neitt, sá ekki fyrir áralangt fangelsi vegna þeirra mistaka. Nú langar mig að fara fram á að mannréttindin að fá að skila skömminni fái að ná til allra þeirra sem dæmdir eru saklausir.
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar