„Þarf líka góðan leiðtoga sem talar mikið og er tilbúinn að stýra og stjórna“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. febrúar 2022 09:00 Arnar Gunnlaugsson segir Víking hafa verið í leit að leiðtoga sem og góðum fótboltamanni. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkinga segir félagið ekki aðeins hafa verið að leita að góðum fótboltamanna heldur einnig leiðtoga en félagið samdi við hinn sænska Oliver Ekroth í gærdag. „Hann var fyrirliði í sínu liði í mjög sterkri deild. Kann fótbolta. Eftir að Kári (Árnason) og Sölvi (Geir Ottesen) hættu er ekki nóg að finna góðan fótboltamann heldur þarf líka góðan leiðtoga, sem talar mikið og er tilbúinn að stýra og stjórna,“ sagði Arnar um nýjasta leikmann Víkinga. „Hann virkar líka eins og hann sé hungraður að koma og hjálpa okkur að verja báða titlana og gera vel í Evrópu. Það er draumur margra að vera í Evrópukeppni og hann hefur ekki gert það hingað til, ég finn að hann er mjög hungraður í að gera vel á Íslandi.“ „Það hjálpar gríðarlega, hefur mikið aðdráttarafl. Það er ekkert sjálfsagður hlutur að vera í Evrópukeppni og fyrir marga er þetta draumur. Hann er nú 30 ára og búinn að spila í öllum deildum í Svíþjóð og náði loks að spila í efstu deild í fyrra og gerði mjög vel. Nú er næsta skref að gera vel í Evrópu og líka bara hjálpa okkur. Ég held að verkefnið sé mjög spennandi fyrir hann,“ sagði Arnar um mikilvægi þess að vera í Evrópukeppni. „Hvað okkur varðar þá leituðum við mjög lengi. Við gerðum tilboð í einhverja og hann var á listanum okkar í langan tíma, fengum góð meðmæli og reyndum að gera okkar vinnu eins vel og hægt væri. Þetta er stórt mál, að taka útlendinga heim. Heppnast stundum og stundum ekki en mér finnst við hafa unnið grunnvinnuna,“ sagði Arnar að endingu en viðtalið við Arnar í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Arnar sagði Víkingsliðið hafa verið í leit að leiðtoga Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Nýr miðvörður Víkings um veðrið á Íslandi: „Getur bara orðið betra úr þessu“ „Ég varð mjög spenntur þegar ég heyrði um félagið. Er að spila í Evrópu á næstu leiktíð, unnu deild og bikar í fyrra og stefna á að verja þá í ár,“ sagði Oliver Ekroth, nýjasti liðsmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings við Vísi og Stöð 2 Sport eftir undirskrift í dag. 25. febrúar 2022 18:35 Mest lesið Er betra fyrir Ísland að vinna eða tapa? Fótbolti Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“ Fótbolti Leikdagur með Gumma og Kjartani: Lá við milliríkjadeilu á pizzastað í Kósovó Fótbolti Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Enski boltinn Eddie Jordan látinn Formúla 1 Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Körfubolti Mikael mjög leiður: „Var búinn að ætla honum stórt hlutverk" Fótbolti Slakir vellir ógna öryggi kvenkyns leikmanna Fótbolti Sjö leikmenn Íslands á hálum ís Fótbolti „Vil ekki vinna á kostnað þess að það verði engar framfarir“ Fótbolti Fleiri fréttir Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Sjá meira
„Hann var fyrirliði í sínu liði í mjög sterkri deild. Kann fótbolta. Eftir að Kári (Árnason) og Sölvi (Geir Ottesen) hættu er ekki nóg að finna góðan fótboltamann heldur þarf líka góðan leiðtoga, sem talar mikið og er tilbúinn að stýra og stjórna,“ sagði Arnar um nýjasta leikmann Víkinga. „Hann virkar líka eins og hann sé hungraður að koma og hjálpa okkur að verja báða titlana og gera vel í Evrópu. Það er draumur margra að vera í Evrópukeppni og hann hefur ekki gert það hingað til, ég finn að hann er mjög hungraður í að gera vel á Íslandi.“ „Það hjálpar gríðarlega, hefur mikið aðdráttarafl. Það er ekkert sjálfsagður hlutur að vera í Evrópukeppni og fyrir marga er þetta draumur. Hann er nú 30 ára og búinn að spila í öllum deildum í Svíþjóð og náði loks að spila í efstu deild í fyrra og gerði mjög vel. Nú er næsta skref að gera vel í Evrópu og líka bara hjálpa okkur. Ég held að verkefnið sé mjög spennandi fyrir hann,“ sagði Arnar um mikilvægi þess að vera í Evrópukeppni. „Hvað okkur varðar þá leituðum við mjög lengi. Við gerðum tilboð í einhverja og hann var á listanum okkar í langan tíma, fengum góð meðmæli og reyndum að gera okkar vinnu eins vel og hægt væri. Þetta er stórt mál, að taka útlendinga heim. Heppnast stundum og stundum ekki en mér finnst við hafa unnið grunnvinnuna,“ sagði Arnar að endingu en viðtalið við Arnar í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Arnar sagði Víkingsliðið hafa verið í leit að leiðtoga
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Nýr miðvörður Víkings um veðrið á Íslandi: „Getur bara orðið betra úr þessu“ „Ég varð mjög spenntur þegar ég heyrði um félagið. Er að spila í Evrópu á næstu leiktíð, unnu deild og bikar í fyrra og stefna á að verja þá í ár,“ sagði Oliver Ekroth, nýjasti liðsmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings við Vísi og Stöð 2 Sport eftir undirskrift í dag. 25. febrúar 2022 18:35 Mest lesið Er betra fyrir Ísland að vinna eða tapa? Fótbolti Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“ Fótbolti Leikdagur með Gumma og Kjartani: Lá við milliríkjadeilu á pizzastað í Kósovó Fótbolti Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Enski boltinn Eddie Jordan látinn Formúla 1 Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Körfubolti Mikael mjög leiður: „Var búinn að ætla honum stórt hlutverk" Fótbolti Slakir vellir ógna öryggi kvenkyns leikmanna Fótbolti Sjö leikmenn Íslands á hálum ís Fótbolti „Vil ekki vinna á kostnað þess að það verði engar framfarir“ Fótbolti Fleiri fréttir Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Sjá meira
Nýr miðvörður Víkings um veðrið á Íslandi: „Getur bara orðið betra úr þessu“ „Ég varð mjög spenntur þegar ég heyrði um félagið. Er að spila í Evrópu á næstu leiktíð, unnu deild og bikar í fyrra og stefna á að verja þá í ár,“ sagði Oliver Ekroth, nýjasti liðsmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings við Vísi og Stöð 2 Sport eftir undirskrift í dag. 25. febrúar 2022 18:35