Bóluefni við sóttvarnaraðgerðum eða COVID-19? Erling Óskar Kristjánsson skrifar 24. febrúar 2022 15:31 Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins stendur að einkennilegri auglýsingaherferð, þar sem reynt er að tæla ungmenni, sem eru jafnvel undir lögaldri, í bólusetningu í skiptum fyrir aukin samfélagsleg fríðindi. Í auglýsingunni er fólk minnt á að bólusetningarvottorð 16 ára og eldri hafi aðeins níu mánaða gildistíma. Ef lengra líður milli skammta telst vottorðið ógilt, þ.m.t. á landamærum (1, 2). Þá er útskýrt að örvunarskammtur endurnýi þennan sama gildistíma, sem gefur til kynna að það gæti þurft að endurnýja vottorðið aftur í haust. Í samtali við Fréttablaðið ítrekaði framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá sömu stofnun að fólk verði að huga að endurnýjun vottorðsins „ef það er til dæmis að fara til útlanda“. Þarna er verið að vísa til ferðatakmarkana sem beinast sérstaklega að annars flokks borgurum (þ.e. óbólusettu fólki). Reyndar er Ísland, líkt og mörg önnur ríki, að afnema þessar aðgerðir. Einu sinni var það þannig að fólk tók bóluefni til að vernda sig frá alvarlegum sjúkdómum. En þar sem heilbrigt ungt fólk hefur enga ástæðu til að óttast alvarleg veikindi af völdum COVID-19, og áhrif bóluefnanna á dreifingu veirunnar í samfélaginu eru takmörkuð, hefur það engan sjálfsprottinn hvata til að láta bólusetja sig með þessum efnum. Þess í stað er því gert að bólusetja sig, ekki til að vernda sig gegn veirunni, heldur til að vernda sig gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. Sagt er að sagan endurtaki sig ekki, heldur rímar hún. Sjónvarpslæknar beittu einmitt svipuðum markaðsetningarbrögðum til að selja foreldrum þá hugmynd að bólusetja börnin sín við veirunni. Tveir áhrifaríkir sölufrasar (2, 3): „ Miðað við þau samtöl sem COVID-göngudeildin hefur átt við foreldra sem eru veikir þá eru margir hverjir alveg æfir yfir því hvað þeir þurfa að vera lengi í sóttkví eða einangrun. Ég myndi halda að meginþorri foreldra vilji láta bólusetja börnin sín til að koma í veg fyrir þau óþægindi.“ „ Ef sú ákvörðun yrði tekin af sóttvarnaryfirvöldum að bólusetja þennan aldurshóp, og það eru mörg rök sem mæla með því, myndi það hafa talsverð áhrif á nýgengi í þessum aldurshópi. Það myndi forða stórum hópi barna frá því að lenda í sóttkví, einangrun og lokun skóla og frístundastarfs.“ Á sama tíma lagði sóttvarnalæknir til á minnisblaði sínu að mismuna börnum eftir því hvort þau væru bólusett eður ei, t.d. með því að gera óbólusettum börnum erfitt fyrir að taka þátt í félagsstarfi og íþróttaviðburðum (4). Þessar raskanir á lífum barna voru ekki af völdum veirunnar, heldur á vegum stjórnvalda. Helsti tilgangur aðgerðanna var ekki vernda börnin frá sýkingu, heldur að sporna við útbreiðslu veirunnar í samfélaginu í von um að vernda spítalann frá álagi sem fylgir því að fullorðið fólk smitist. Sennilega voru aðgerðirnar óhjákvæmileg afleiðing þess að spítalinn hefur verið vanræktur í fjöldamörg ár, af sama fólki og ákvað að beita þurfti sóttvarnaraðgerðum til að vernda hann. Yfirvöld í ýmsum öðrum ríkjum hlífðu allavega börnum við þessum aðgerðum, meðan íslensk stjórnvöld fóru sína leið. Í stað þess að aflétta þegar skaðsemi aðgerðanna blasti við, var íslenskum foreldrum gert að bólusetja börnin sín til að losna úr heljargreipum yfirvalda. Svokallaðar sóttvarnaraðgerðir, sem einkennast af frelsissviptingu og mismunun, hafa ýmist verið notaðar til að tæla eða kúga ungmenni og börn til að taka lyf sem þau hefðu ekki þegið að öðru óbreyttu. Oft er nóg að hóta fólki áþján til að það bugist. Það er sjaldnast vel séð þegar fólk beitir annarri eins sálfræði til að ná vilja sínum fram, sérstaklega þegar fórnarlömbin eru ungmenni og börn. Hegðunin grefur undan trausti á heilbrigðisyfirvöldum. Réttara væri að upplýsa fólk og láta heilsufarslegan ávinning fram yfir áhættu duga sem rök fyrir lyfjameðferð. Ef þau rök eru ekki nógu sannfærandi ættu yfirvöld annað hvort að endurskoða málflutning sinn eða ákvörðunina sjálfa, í stað þess að knýja fram vilja sinn með yfirgangi. Vonandi sér fólk sóma sinn í að ástunda vandaðri og heiðarlegri vinnubrögð í framtíðinni. Neðanmálsgreinar: 1. Auglýsing frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Fyrir 21. febrúar stóð “ógilt á landamærum”. 2. Það er áhugavert að skoða umfjallanir sjónvarpslækna um bóluefnin samhliða leiðbeiningarbæklingi Lyfjastofnunar um bann við óbeinum lyfjaauglýsingum:„Lyfjaauglýsing, sem beint er til almennings, skal sett fram á þann hátt að augljóst sé að um auglýsingu sé að ræða og að varan sem auglýst er sé lyf. Blaðagreinar eða umfjallanir um lyf eru m.ö.o. bannaðar nema að það komi skýrt fram að viðkomandi umfjöllun sé auglýsing kostuð af markaðsleyfishafa. Skal umfjöllunin fylgja almennum kröfum um lyfjaauglýsingar og þeim kröfum sem gerðar eru til lyfjaauglýsinga sem beint er til almennings. Ekki má víkja frá þeirri kröfu að þær upplýsingar sem birtast um lyf séu í samræmi við samþykkta samantekt af eiginleikum lyfs. Duldar auglýsingar, t.d. auglýsing sem er dulbúin sem ritstjórnargrein, útvarpsauglýsing sem ræðir lyf á óbeinan hátt, blaðagreinar sem lýsa lyfi á lofsverðan hátt, lífsreynslusögur, eru bannaðar.“ (3) 3. Í tilvitnunum eru allar áherslur mínar. 4. Ef sýnt þykir að afbrigðið er ekki að valda skæðum sjúkdómi og að bólusetning og fyrra smit af völdum COVID-19 verndar þá verða komar faglegar forsendur til að skoða eftirfarandi: … Undanskilja börn yngri en 16 ára sem fengið hafa grunnbólusetningu (tvo skammta) frá fjöldatakmörkunum og hraðgreininga- eða PCR prófum fyrir viðburði.” (3) Höfundur er faðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins stendur að einkennilegri auglýsingaherferð, þar sem reynt er að tæla ungmenni, sem eru jafnvel undir lögaldri, í bólusetningu í skiptum fyrir aukin samfélagsleg fríðindi. Í auglýsingunni er fólk minnt á að bólusetningarvottorð 16 ára og eldri hafi aðeins níu mánaða gildistíma. Ef lengra líður milli skammta telst vottorðið ógilt, þ.m.t. á landamærum (1, 2). Þá er útskýrt að örvunarskammtur endurnýi þennan sama gildistíma, sem gefur til kynna að það gæti þurft að endurnýja vottorðið aftur í haust. Í samtali við Fréttablaðið ítrekaði framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá sömu stofnun að fólk verði að huga að endurnýjun vottorðsins „ef það er til dæmis að fara til útlanda“. Þarna er verið að vísa til ferðatakmarkana sem beinast sérstaklega að annars flokks borgurum (þ.e. óbólusettu fólki). Reyndar er Ísland, líkt og mörg önnur ríki, að afnema þessar aðgerðir. Einu sinni var það þannig að fólk tók bóluefni til að vernda sig frá alvarlegum sjúkdómum. En þar sem heilbrigt ungt fólk hefur enga ástæðu til að óttast alvarleg veikindi af völdum COVID-19, og áhrif bóluefnanna á dreifingu veirunnar í samfélaginu eru takmörkuð, hefur það engan sjálfsprottinn hvata til að láta bólusetja sig með þessum efnum. Þess í stað er því gert að bólusetja sig, ekki til að vernda sig gegn veirunni, heldur til að vernda sig gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. Sagt er að sagan endurtaki sig ekki, heldur rímar hún. Sjónvarpslæknar beittu einmitt svipuðum markaðsetningarbrögðum til að selja foreldrum þá hugmynd að bólusetja börnin sín við veirunni. Tveir áhrifaríkir sölufrasar (2, 3): „ Miðað við þau samtöl sem COVID-göngudeildin hefur átt við foreldra sem eru veikir þá eru margir hverjir alveg æfir yfir því hvað þeir þurfa að vera lengi í sóttkví eða einangrun. Ég myndi halda að meginþorri foreldra vilji láta bólusetja börnin sín til að koma í veg fyrir þau óþægindi.“ „ Ef sú ákvörðun yrði tekin af sóttvarnaryfirvöldum að bólusetja þennan aldurshóp, og það eru mörg rök sem mæla með því, myndi það hafa talsverð áhrif á nýgengi í þessum aldurshópi. Það myndi forða stórum hópi barna frá því að lenda í sóttkví, einangrun og lokun skóla og frístundastarfs.“ Á sama tíma lagði sóttvarnalæknir til á minnisblaði sínu að mismuna börnum eftir því hvort þau væru bólusett eður ei, t.d. með því að gera óbólusettum börnum erfitt fyrir að taka þátt í félagsstarfi og íþróttaviðburðum (4). Þessar raskanir á lífum barna voru ekki af völdum veirunnar, heldur á vegum stjórnvalda. Helsti tilgangur aðgerðanna var ekki vernda börnin frá sýkingu, heldur að sporna við útbreiðslu veirunnar í samfélaginu í von um að vernda spítalann frá álagi sem fylgir því að fullorðið fólk smitist. Sennilega voru aðgerðirnar óhjákvæmileg afleiðing þess að spítalinn hefur verið vanræktur í fjöldamörg ár, af sama fólki og ákvað að beita þurfti sóttvarnaraðgerðum til að vernda hann. Yfirvöld í ýmsum öðrum ríkjum hlífðu allavega börnum við þessum aðgerðum, meðan íslensk stjórnvöld fóru sína leið. Í stað þess að aflétta þegar skaðsemi aðgerðanna blasti við, var íslenskum foreldrum gert að bólusetja börnin sín til að losna úr heljargreipum yfirvalda. Svokallaðar sóttvarnaraðgerðir, sem einkennast af frelsissviptingu og mismunun, hafa ýmist verið notaðar til að tæla eða kúga ungmenni og börn til að taka lyf sem þau hefðu ekki þegið að öðru óbreyttu. Oft er nóg að hóta fólki áþján til að það bugist. Það er sjaldnast vel séð þegar fólk beitir annarri eins sálfræði til að ná vilja sínum fram, sérstaklega þegar fórnarlömbin eru ungmenni og börn. Hegðunin grefur undan trausti á heilbrigðisyfirvöldum. Réttara væri að upplýsa fólk og láta heilsufarslegan ávinning fram yfir áhættu duga sem rök fyrir lyfjameðferð. Ef þau rök eru ekki nógu sannfærandi ættu yfirvöld annað hvort að endurskoða málflutning sinn eða ákvörðunina sjálfa, í stað þess að knýja fram vilja sinn með yfirgangi. Vonandi sér fólk sóma sinn í að ástunda vandaðri og heiðarlegri vinnubrögð í framtíðinni. Neðanmálsgreinar: 1. Auglýsing frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Fyrir 21. febrúar stóð “ógilt á landamærum”. 2. Það er áhugavert að skoða umfjallanir sjónvarpslækna um bóluefnin samhliða leiðbeiningarbæklingi Lyfjastofnunar um bann við óbeinum lyfjaauglýsingum:„Lyfjaauglýsing, sem beint er til almennings, skal sett fram á þann hátt að augljóst sé að um auglýsingu sé að ræða og að varan sem auglýst er sé lyf. Blaðagreinar eða umfjallanir um lyf eru m.ö.o. bannaðar nema að það komi skýrt fram að viðkomandi umfjöllun sé auglýsing kostuð af markaðsleyfishafa. Skal umfjöllunin fylgja almennum kröfum um lyfjaauglýsingar og þeim kröfum sem gerðar eru til lyfjaauglýsinga sem beint er til almennings. Ekki má víkja frá þeirri kröfu að þær upplýsingar sem birtast um lyf séu í samræmi við samþykkta samantekt af eiginleikum lyfs. Duldar auglýsingar, t.d. auglýsing sem er dulbúin sem ritstjórnargrein, útvarpsauglýsing sem ræðir lyf á óbeinan hátt, blaðagreinar sem lýsa lyfi á lofsverðan hátt, lífsreynslusögur, eru bannaðar.“ (3) 3. Í tilvitnunum eru allar áherslur mínar. 4. Ef sýnt þykir að afbrigðið er ekki að valda skæðum sjúkdómi og að bólusetning og fyrra smit af völdum COVID-19 verndar þá verða komar faglegar forsendur til að skoða eftirfarandi: … Undanskilja börn yngri en 16 ára sem fengið hafa grunnbólusetningu (tvo skammta) frá fjöldatakmörkunum og hraðgreininga- eða PCR prófum fyrir viðburði.” (3) Höfundur er faðir.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar