Hlutabréfamarkaðir rauðir en olía og gull rýkur upp Eiður Þór Árnason skrifar 24. febrúar 2022 11:21 Verðbréfasali í Frankfurt. Innrás Rússa hefur haft mikil áhrif á markaði víða um heim. Getty/Arne Dedert Verðið á Brent Norðursjávarolíu er komið upp fyrir hundrað Bandaríkjadali á tunnuna í fyrsta skipti frá árinu 2014 í kjölfar innrásar Rússa inn í Úkraínu sem talið er að geti haft áhrif á framboð olíu. Hlutabréfamarkaðir eru rauðir víðast hvar í dag og náði rússneska rúblan nýjum lægðum. Þá eru markaðir í Rússlandi og Úkraínu í frjálsu falli. Á sama tíma hafa fjárfestar leitað í gull, olíu og ríkisskuldabréf en gullverð hefur ekki verið hærra í meira en ár. Íslenska úrvalsvísitalan, OMXI10, hefur lækkað um og yfir 5% í fyrstu viðskiptum dagsins. Nær öll félög í á aðalmarkaði Kauphallarinnar hafa lækkað um meira en 1%. Hlutabréf í Icelandair og Marel hafa lækkað mest í Kauphöllinni eða um 5,48% og 6,74%. Rússneska MOEX-vísitalan hefur lækkað yfir 29% í dag en hlutabréf í kauphöllinni í Moskvu lækkuðu yfir 10% við opnun í morgun. Rússneski seðlabankinn fyrirskipaði þá bann við skortsölu og milliliðalausum verðbréfaviðskiptum. Þýska DAX-hlutabréfavísitalan hefur lækkað um 4,40% það sem af er degi. Viðskipti voru stöðvuð í PFTS kauphöllinni í Úkraínu í morgun. S&P 500 vísitalan hefur lækkað um 1,84%. Rúblan veiktist um nærri 7% í 86,98 gagnvart Bandaríkjadal og hefur verið aldrei verið lægri. Hún hækkaði upp í 84,27 eftir gjaldeyrisaðgerðir rússneska seðlabankans. Innrás Rússa í Úkraínu Kauphöllin Bensín og olía Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hlutabréfamarkaðir eru rauðir víðast hvar í dag og náði rússneska rúblan nýjum lægðum. Þá eru markaðir í Rússlandi og Úkraínu í frjálsu falli. Á sama tíma hafa fjárfestar leitað í gull, olíu og ríkisskuldabréf en gullverð hefur ekki verið hærra í meira en ár. Íslenska úrvalsvísitalan, OMXI10, hefur lækkað um og yfir 5% í fyrstu viðskiptum dagsins. Nær öll félög í á aðalmarkaði Kauphallarinnar hafa lækkað um meira en 1%. Hlutabréf í Icelandair og Marel hafa lækkað mest í Kauphöllinni eða um 5,48% og 6,74%. Rússneska MOEX-vísitalan hefur lækkað yfir 29% í dag en hlutabréf í kauphöllinni í Moskvu lækkuðu yfir 10% við opnun í morgun. Rússneski seðlabankinn fyrirskipaði þá bann við skortsölu og milliliðalausum verðbréfaviðskiptum. Þýska DAX-hlutabréfavísitalan hefur lækkað um 4,40% það sem af er degi. Viðskipti voru stöðvuð í PFTS kauphöllinni í Úkraínu í morgun. S&P 500 vísitalan hefur lækkað um 1,84%. Rúblan veiktist um nærri 7% í 86,98 gagnvart Bandaríkjadal og hefur verið aldrei verið lægri. Hún hækkaði upp í 84,27 eftir gjaldeyrisaðgerðir rússneska seðlabankans.
Innrás Rússa í Úkraínu Kauphöllin Bensín og olía Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira