Einfaldara líf á Nesinu Ragnhildur Jónsdóttir skrifar 24. febrúar 2022 09:00 Hugsum okkur eitt augnablik að sveitarfélagið Seltjarnarnes væri við það að hefja rekstur með tæplega 5.000 íbúa. Þá þyrfti að sjálfsögðu að hafa til reiðu alla helstu innviði; skóla og leikskóla í hentugu húsnæði, góða aðstöðu til íþrótta- og tómstundastarfs, öfluga félagsþjónustu og þjónustu við eldri borgara. Skipuleggja þyrfti hverfin af vandvirkni, hafa græn útivistarsvæði sem bæta lífsgæði íbúanna, ráða hæft starfsfólk í helstu stöður og hafa lágmarks umgjörð um stjórnsýsluna sem heldur utan um þetta allt saman. Sjálfsagt myndum við leggja grunn að þannig sveitarfélagi með svipuðum hætti og nú er. Nema hvað við myndum reyna að hafa reksturinn enn einfaldari, tryggja skilvirkari þjónustu og losa okkur við hvaðeina sem er til þess fallið að flækja stjórnsýsluna eða daglegt líf íbúanna. Samhliða auknum lífsgæðum og betri upplýsingum leitum við sífellt leiða til að einfalda lífið. Við viljum nýta tímann betur með fjölskyldu og sækja þjónustu með einföldum hætti. Við höfum á liðnum árum séð tækninýjungar og framfarir í þjónustu sem hafa einfaldað og bætt líf okkar með einum eða öðrum hætti – og eigum eftir að sjá meira af því á komandi árum. Ekkert af þessu gerist þó að sjálfu sér heldur þarf að leita nýrra lausna og hugsa út fyrir hinn hefðbundna ramma. Þannig á framþróun sér stað og þannig næst árangur. Hugsum út fyrir rammann Sveitarfélögin eru ekki undanskilin þegar kemur að því að einfalda lífið. Við sækjum meginþorrann af grunnþjónustu okkar til sveitarfélaga. Þar fara börnin okkar í leikskóla og skóla, þar er félagsþjónusta veitt og þar eru hverfin okkar skipulögð. Þangað sækjum við íþrótta- og tómstundastarf og þar njótum við menningar og útivistar. Sveitarfélögin sem veita þessa þjónustu þurfa að hafa fjárhagslega burði til þess. Sum sveitarfélög stefna að því markmiði með því að reyna að hámarka skattheimtu með tilheyrandi kostnaði fyrir íbúa og fyrirtæki án þess að hagrætt sé í rekstrinum eða leitað nýrra leiða til þess að bæta þjónustuna. Með því að stilla álögum í hóf ýtum við undir frekari hagsæld íbúa og öflugra atvinnulíf. Það er síðan á ábyrgð okkar sem gefum kost á okkur í stjórnmál að hugsa hlutina upp á nýtt þegar kemur að þjónustu sveitarfélagsins og vera ávallt í takt við tímann. Í fremstu röð Íbúar Seltjarnarness hafa notið þeirrar gæfu að bærinn er vel rekinn og ákvarðanir á fyrri árum hafa verið farsælar. Eignastaðan er sterk og skuldaviðmið bæjarins er með því lægsta á landinu og sveitarfélagið hefur alla burði til að gera enn betur. Við eigum að vera framarlega þegar kemur að því að hagræða í rekstri og nýta tæknilausnir til að bæta þjónustuna. Íbúar eiga þannig að geta fengið upplýsingar með einföldum hætti, sótt sér ýmiskonar þjónustu svo sem skráningar, útfyllt umsóknir og sinnt samskiptum við skólayfirvöld eða aðrar stofnanir bæjarins. Þá má bæta gæði náms og vinnuumhverfi kennara með stafrænum lausnum í kennslu og þannig mætti áfram telja. Þannig getum við varið fjármagni sveitarfélagsins betur og með skilvirkari hætti og skapað grænan og fjölskylduvænan bæ þar sem fólki á öllum aldri finnst gott að búa. Með öðrum orðum, Seltjarnarnesbær á að vera í fremstu röð og leggja áherslu á að einfalda líf íbúanna og veita um leið fyrsta flokks þjónustu á öllum sviðum. Þetta eru þættir sem ég mun leggja áherslu á hljóti ég brautargengi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi. Ég hef víðtæka og fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu, hef unnið við rannsóknir og hagspár, efnahagsgreiningu, kennslu, skrif og heilsueflingu og hef setið í stjórnum og nefndum bæði í einkageiranum og hinum opinbera. Sú reynsla mun nýtast mér vel í störfum fyrir sveitarfélagið. Sjálf er ég alin upp á Seltjarnarnesi og við hjónin eigum þrjú börn á grunnskólaaldri. Ég þekki því þarfir barnafjölskyldna og veit hversu mikilvægt það er fyrir fjölskyldur að hafa möguleika á því að einfalda líf sitt, einmitt til að nýta tímann betur og njóta hans með fjölskyldunni. Það er ekki síður mikilvægt fyrir eldri íbúa bæjarins að hafa þjónustuna skilvirka og geta varið ævikvöldinu vitandi að rekstur bæjarins er í öruggum höndum. Það einfaldar líka lífið. Höfundur er hagfræðingur og varabæjarfulltrúi og sækist eftir 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Seltjarnarnes Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Hugsum okkur eitt augnablik að sveitarfélagið Seltjarnarnes væri við það að hefja rekstur með tæplega 5.000 íbúa. Þá þyrfti að sjálfsögðu að hafa til reiðu alla helstu innviði; skóla og leikskóla í hentugu húsnæði, góða aðstöðu til íþrótta- og tómstundastarfs, öfluga félagsþjónustu og þjónustu við eldri borgara. Skipuleggja þyrfti hverfin af vandvirkni, hafa græn útivistarsvæði sem bæta lífsgæði íbúanna, ráða hæft starfsfólk í helstu stöður og hafa lágmarks umgjörð um stjórnsýsluna sem heldur utan um þetta allt saman. Sjálfsagt myndum við leggja grunn að þannig sveitarfélagi með svipuðum hætti og nú er. Nema hvað við myndum reyna að hafa reksturinn enn einfaldari, tryggja skilvirkari þjónustu og losa okkur við hvaðeina sem er til þess fallið að flækja stjórnsýsluna eða daglegt líf íbúanna. Samhliða auknum lífsgæðum og betri upplýsingum leitum við sífellt leiða til að einfalda lífið. Við viljum nýta tímann betur með fjölskyldu og sækja þjónustu með einföldum hætti. Við höfum á liðnum árum séð tækninýjungar og framfarir í þjónustu sem hafa einfaldað og bætt líf okkar með einum eða öðrum hætti – og eigum eftir að sjá meira af því á komandi árum. Ekkert af þessu gerist þó að sjálfu sér heldur þarf að leita nýrra lausna og hugsa út fyrir hinn hefðbundna ramma. Þannig á framþróun sér stað og þannig næst árangur. Hugsum út fyrir rammann Sveitarfélögin eru ekki undanskilin þegar kemur að því að einfalda lífið. Við sækjum meginþorrann af grunnþjónustu okkar til sveitarfélaga. Þar fara börnin okkar í leikskóla og skóla, þar er félagsþjónusta veitt og þar eru hverfin okkar skipulögð. Þangað sækjum við íþrótta- og tómstundastarf og þar njótum við menningar og útivistar. Sveitarfélögin sem veita þessa þjónustu þurfa að hafa fjárhagslega burði til þess. Sum sveitarfélög stefna að því markmiði með því að reyna að hámarka skattheimtu með tilheyrandi kostnaði fyrir íbúa og fyrirtæki án þess að hagrætt sé í rekstrinum eða leitað nýrra leiða til þess að bæta þjónustuna. Með því að stilla álögum í hóf ýtum við undir frekari hagsæld íbúa og öflugra atvinnulíf. Það er síðan á ábyrgð okkar sem gefum kost á okkur í stjórnmál að hugsa hlutina upp á nýtt þegar kemur að þjónustu sveitarfélagsins og vera ávallt í takt við tímann. Í fremstu röð Íbúar Seltjarnarness hafa notið þeirrar gæfu að bærinn er vel rekinn og ákvarðanir á fyrri árum hafa verið farsælar. Eignastaðan er sterk og skuldaviðmið bæjarins er með því lægsta á landinu og sveitarfélagið hefur alla burði til að gera enn betur. Við eigum að vera framarlega þegar kemur að því að hagræða í rekstri og nýta tæknilausnir til að bæta þjónustuna. Íbúar eiga þannig að geta fengið upplýsingar með einföldum hætti, sótt sér ýmiskonar þjónustu svo sem skráningar, útfyllt umsóknir og sinnt samskiptum við skólayfirvöld eða aðrar stofnanir bæjarins. Þá má bæta gæði náms og vinnuumhverfi kennara með stafrænum lausnum í kennslu og þannig mætti áfram telja. Þannig getum við varið fjármagni sveitarfélagsins betur og með skilvirkari hætti og skapað grænan og fjölskylduvænan bæ þar sem fólki á öllum aldri finnst gott að búa. Með öðrum orðum, Seltjarnarnesbær á að vera í fremstu röð og leggja áherslu á að einfalda líf íbúanna og veita um leið fyrsta flokks þjónustu á öllum sviðum. Þetta eru þættir sem ég mun leggja áherslu á hljóti ég brautargengi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi. Ég hef víðtæka og fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu, hef unnið við rannsóknir og hagspár, efnahagsgreiningu, kennslu, skrif og heilsueflingu og hef setið í stjórnum og nefndum bæði í einkageiranum og hinum opinbera. Sú reynsla mun nýtast mér vel í störfum fyrir sveitarfélagið. Sjálf er ég alin upp á Seltjarnarnesi og við hjónin eigum þrjú börn á grunnskólaaldri. Ég þekki því þarfir barnafjölskyldna og veit hversu mikilvægt það er fyrir fjölskyldur að hafa möguleika á því að einfalda líf sitt, einmitt til að nýta tímann betur og njóta hans með fjölskyldunni. Það er ekki síður mikilvægt fyrir eldri íbúa bæjarins að hafa þjónustuna skilvirka og geta varið ævikvöldinu vitandi að rekstur bæjarins er í öruggum höndum. Það einfaldar líka lífið. Höfundur er hagfræðingur og varabæjarfulltrúi og sækist eftir 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun