„Erum í miklu betri stöðu en þegar við afléttum í sumar“ Smári Jökull Jónsson skrifar 23. febrúar 2022 19:02 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að nú þyrfti að setja upp sviðsmyndir og leggja fram hvað eigi að gera í aðstæðum sem mögulega gætu komið upp. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er vongóður að sú bylgja kórónuveirunnar sem er í gangi núna fari fljótlega niður á við. Hann segir stöðuna núna mun betri en þegar takmörkunum var aflétt síðasta sumar. Þórólfur var í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þar sem hann var spurður út í allsherjar afléttingar sem fyrirhugaðar eru á föstudaginn. Þá verður öllum sóttvarnatakmörkunum aflétt en ríkisstjórnin samþykkti tillögur þar að lútandi í dag. „Þetta er áfangi eins og svo oft áður. Við höfum gengið í gegnum þetta einu sinni áður með afléttingu á öllu og ég vona svo sannarlega að við lendum ekki í sömu afleiðingum núna. Við erum í miklu betri málum en þá, með virkilega útbreitt og gott ónæmi í samfélaginu. Auðvitað verður það bara að koma í ljós. “ „Við erum ekki búin að ná hápunktinum í þessari bylgju sem er í gangi en alvarlegar afleiðingar af sýkingum eru miklu minni en áður og þó að við séum að sjá vandamál á hjúkrunar- og heilbrigðisstofnunum vegna veikinda starfsmanna erum við á allt öðrum stað en áður.“ Áætlanir gera ráð fyrir um 200.000 sýkingum Þórólfur segir að hann hafi að ákveðnu leyti áhyggjur af því að veitingahús og skemmtistaðir mega hafa opið eins og þeir vilja frá og með miðnætti á föstudag. Hann segir að full ástæða sé til að hvetja fólk áfram að gæta vel að sínum sóttvörnum. „Veiran er á miklu flugi í samfélaginu, faraldurinn er ekki búinn í heiminum og hvað gerist í framhaldinu vitum við ekki. Það er full ástæða til að fólk fari rólega en að öðru leyti verður þetta bara góður dagur á föstudag.“ Hann segir að um 110.000 manns hafi verið greindir með kórónuveiruna en áætlanir geri ráð fyrir að smit séu útbreiddari en svo. „Við áætlum að það sé kannski annar eins fjöldi sem hefur smitast án þess að vita af því eða farið í próf. Við vitum ekki hvort það er rétt áætlun eða ekki en þá ættum við að vera með þá tölu að 200.000 manns hafi smitast. Við viljum ná upp í 80% af þjóðinni miðað við að gott ónæmi fáist þegar sá hópur er búinn að smitast. Það getur tekið nokkrar vikur í viðbót með þeim hraða sem er í gangi.“ Þá var það tilkynnt í dag að hætta á almennri sýnatöku með PCR prófum. Þórólfur segir þetta hluta af því að koma sér út úr faraldrinum. „Staðan er þannig núna að það hafa mjög margir verið að fara í próf og þurft að bíða eftir niðurstöðum í allt að þrjá sólarhringa. Aðrar nágrannaþjóðir hafa farið þá leið, þegar þær voru í sömu sporum, að nota hraðgreiningarprófin meira og nota PCR prófin inni á heilbrigðisstofnunum og fyrir þá sem eru mikið veikir og þurfa að leggjast inn á spítala samkvæmt áætlunum lækna.“ Þríeykið margfræga, Þórólfur, Víðir Reynisson og Alma Möller, hefur haft nóg að gera á meðan á faraldri kórónuveirunnar hefur staðið.Vísir/Vilhelm Þórólfur segir að erfitt verði að búa þannig um hlutina að fólk geti tilkynnt um jákvætt heimapróf á Heilsuveru. „Ef fólk vill virkilega fá greininguna skráða í sína sjúkraskýrslu þá verður það að fara á heilsugæslustöð eða til þessara einkafyrirtækja sem eru að sinna þessu og fá þannig skráningu á prófinu.“ „Munum áfram hvetja fólk til þess að vera heima“ Þó einangrun verði ekki lengur skylda verði fólk áfram hvatt til að halda sig heima ef það greinist jákvætt á heimaprófi. „Að vera þá heima í 4-5 daga og halda sig fjarri öðrum til að forða öðrum frá smiti. Við munum halda því áfram. Nú er einangrunin ekki skylda samkvæmt reglugerð en við erum áfram að hvetja fólk til að hegða sér eins og þetta sé skylda,“ segir Þórólfur. Hann segir að allir sem komið hafi að málefnum faraldursins hér á landi hafi lært ýmislegt. Willum Þór Þórsson er heilbrigðisráðherra en Þórólfur segir það sameiginlegt verkefni sóttvarnalæknis, almannavarna og stjórnvalda að búa til viðbragðsáætlanir fyrir framtíðina ef svipuð staða kæmi upp.Vísir/Vilhelm „Auðvitað höfum við lært fullt og margt komið okkur á óvart, eitthvað sem við þurfum klárlega að taka í reynslubankann og nýta til framtíðar. Við getum rætt um fortíðina og það sem við höfum gert á margan máta. Við getum reynt að grafa upp það sem illa var gert, það sem vel var gert og það sem okkur greindi á um. Ég held að það sé ekki málið, nú þurfum við að gera þetta upp og sjá hvað var það sem við lærðum og hvernig getum við nýtt okkur það til framtíðar. Það er aðalmálið og verkefni framtíðarinnar.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Þórólf í spilaranum hér að ofan en þar svaraði hann meðal annars spurningunni um hvort faraldurinn væri búinn og um verkefni sóttvarnalæknis og almannavarna um viðbragðsáætlanir við því sem mögulega gerist í framtíðinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Þórólfur var í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þar sem hann var spurður út í allsherjar afléttingar sem fyrirhugaðar eru á föstudaginn. Þá verður öllum sóttvarnatakmörkunum aflétt en ríkisstjórnin samþykkti tillögur þar að lútandi í dag. „Þetta er áfangi eins og svo oft áður. Við höfum gengið í gegnum þetta einu sinni áður með afléttingu á öllu og ég vona svo sannarlega að við lendum ekki í sömu afleiðingum núna. Við erum í miklu betri málum en þá, með virkilega útbreitt og gott ónæmi í samfélaginu. Auðvitað verður það bara að koma í ljós. “ „Við erum ekki búin að ná hápunktinum í þessari bylgju sem er í gangi en alvarlegar afleiðingar af sýkingum eru miklu minni en áður og þó að við séum að sjá vandamál á hjúkrunar- og heilbrigðisstofnunum vegna veikinda starfsmanna erum við á allt öðrum stað en áður.“ Áætlanir gera ráð fyrir um 200.000 sýkingum Þórólfur segir að hann hafi að ákveðnu leyti áhyggjur af því að veitingahús og skemmtistaðir mega hafa opið eins og þeir vilja frá og með miðnætti á föstudag. Hann segir að full ástæða sé til að hvetja fólk áfram að gæta vel að sínum sóttvörnum. „Veiran er á miklu flugi í samfélaginu, faraldurinn er ekki búinn í heiminum og hvað gerist í framhaldinu vitum við ekki. Það er full ástæða til að fólk fari rólega en að öðru leyti verður þetta bara góður dagur á föstudag.“ Hann segir að um 110.000 manns hafi verið greindir með kórónuveiruna en áætlanir geri ráð fyrir að smit séu útbreiddari en svo. „Við áætlum að það sé kannski annar eins fjöldi sem hefur smitast án þess að vita af því eða farið í próf. Við vitum ekki hvort það er rétt áætlun eða ekki en þá ættum við að vera með þá tölu að 200.000 manns hafi smitast. Við viljum ná upp í 80% af þjóðinni miðað við að gott ónæmi fáist þegar sá hópur er búinn að smitast. Það getur tekið nokkrar vikur í viðbót með þeim hraða sem er í gangi.“ Þá var það tilkynnt í dag að hætta á almennri sýnatöku með PCR prófum. Þórólfur segir þetta hluta af því að koma sér út úr faraldrinum. „Staðan er þannig núna að það hafa mjög margir verið að fara í próf og þurft að bíða eftir niðurstöðum í allt að þrjá sólarhringa. Aðrar nágrannaþjóðir hafa farið þá leið, þegar þær voru í sömu sporum, að nota hraðgreiningarprófin meira og nota PCR prófin inni á heilbrigðisstofnunum og fyrir þá sem eru mikið veikir og þurfa að leggjast inn á spítala samkvæmt áætlunum lækna.“ Þríeykið margfræga, Þórólfur, Víðir Reynisson og Alma Möller, hefur haft nóg að gera á meðan á faraldri kórónuveirunnar hefur staðið.Vísir/Vilhelm Þórólfur segir að erfitt verði að búa þannig um hlutina að fólk geti tilkynnt um jákvætt heimapróf á Heilsuveru. „Ef fólk vill virkilega fá greininguna skráða í sína sjúkraskýrslu þá verður það að fara á heilsugæslustöð eða til þessara einkafyrirtækja sem eru að sinna þessu og fá þannig skráningu á prófinu.“ „Munum áfram hvetja fólk til þess að vera heima“ Þó einangrun verði ekki lengur skylda verði fólk áfram hvatt til að halda sig heima ef það greinist jákvætt á heimaprófi. „Að vera þá heima í 4-5 daga og halda sig fjarri öðrum til að forða öðrum frá smiti. Við munum halda því áfram. Nú er einangrunin ekki skylda samkvæmt reglugerð en við erum áfram að hvetja fólk til að hegða sér eins og þetta sé skylda,“ segir Þórólfur. Hann segir að allir sem komið hafi að málefnum faraldursins hér á landi hafi lært ýmislegt. Willum Þór Þórsson er heilbrigðisráðherra en Þórólfur segir það sameiginlegt verkefni sóttvarnalæknis, almannavarna og stjórnvalda að búa til viðbragðsáætlanir fyrir framtíðina ef svipuð staða kæmi upp.Vísir/Vilhelm „Auðvitað höfum við lært fullt og margt komið okkur á óvart, eitthvað sem við þurfum klárlega að taka í reynslubankann og nýta til framtíðar. Við getum rætt um fortíðina og það sem við höfum gert á margan máta. Við getum reynt að grafa upp það sem illa var gert, það sem vel var gert og það sem okkur greindi á um. Ég held að það sé ekki málið, nú þurfum við að gera þetta upp og sjá hvað var það sem við lærðum og hvernig getum við nýtt okkur það til framtíðar. Það er aðalmálið og verkefni framtíðarinnar.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Þórólf í spilaranum hér að ofan en þar svaraði hann meðal annars spurningunni um hvort faraldurinn væri búinn og um verkefni sóttvarnalæknis og almannavarna um viðbragðsáætlanir við því sem mögulega gerist í framtíðinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent