Söngvarinn Mark Lanegan er látinn Atli Ísleifsson skrifar 23. febrúar 2022 07:27 Mark Lanegan á tónleikum í Lille í Frakklandi árið 2019. Getty Bandaríski söngvarinn Mark Lanegan, sem var forsprakki sveitarinnar Screaming Trees og var um tíma liðsmaður Queens of the Stone Age, er látinn, 57 ára að aldri. Greint var frá því á Twitter-síðu söngvarans að hann hafi látist á heimili sínu í Killarney á Írlandi. Á ferli sínum starfaði Lanegan með tónlistarmönnum á borð við Kurt Cobain, PJ Harvey, Isobel Campbell og Moby. Lanegan var inniliggjandi á sjúkrahúsi um margra mánaða skeið eftir að hafa fengið Covid-19 og var um tíma haldið sofandi í öndunarvél. Ekki hafa þó verið gefnar upp upplýsingar um hvað hafi dregið Lanegan til dauða. Our beloved friend Mark Lanegan passed away this morning at his home in Killarney, Ireland. A beloved singer, songwriter, author and musician he was 57 and is survived by his wife Shelley. No other information is available at this time. We ask Please respect the family privacy— mark lanegan (@marklanegan) February 22, 2022 Lanegan fæddist í Washington-ríki árið 1964 og gekk til liðs við Screaming Trees á níunda áratugnum. Sveitin gaf út átta breiðskífur áður en hún hætti störfum um aldamótin. Hann gekk svo til liðs við Queens of the Stone Age árið 2000 þar sem hann söng og skrifaði nokkur lög á plötunni Rated R og sömuleiðis plötunni Songs for the Deaf. Árið 2020 gaf hann út æviminningar sínar, Sing Backwards and Weep, þar sem hann fjallaði um ævintýralegt lífslaup sitt og vináttu við menn á borð við Nirvana-söngvarann Kurt Cobain og Alice in Chains-söngvarann Layne Staley. Bandaríkin Andlát Tónlist Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Greint var frá því á Twitter-síðu söngvarans að hann hafi látist á heimili sínu í Killarney á Írlandi. Á ferli sínum starfaði Lanegan með tónlistarmönnum á borð við Kurt Cobain, PJ Harvey, Isobel Campbell og Moby. Lanegan var inniliggjandi á sjúkrahúsi um margra mánaða skeið eftir að hafa fengið Covid-19 og var um tíma haldið sofandi í öndunarvél. Ekki hafa þó verið gefnar upp upplýsingar um hvað hafi dregið Lanegan til dauða. Our beloved friend Mark Lanegan passed away this morning at his home in Killarney, Ireland. A beloved singer, songwriter, author and musician he was 57 and is survived by his wife Shelley. No other information is available at this time. We ask Please respect the family privacy— mark lanegan (@marklanegan) February 22, 2022 Lanegan fæddist í Washington-ríki árið 1964 og gekk til liðs við Screaming Trees á níunda áratugnum. Sveitin gaf út átta breiðskífur áður en hún hætti störfum um aldamótin. Hann gekk svo til liðs við Queens of the Stone Age árið 2000 þar sem hann söng og skrifaði nokkur lög á plötunni Rated R og sömuleiðis plötunni Songs for the Deaf. Árið 2020 gaf hann út æviminningar sínar, Sing Backwards and Weep, þar sem hann fjallaði um ævintýralegt lífslaup sitt og vináttu við menn á borð við Nirvana-söngvarann Kurt Cobain og Alice in Chains-söngvarann Layne Staley.
Bandaríkin Andlát Tónlist Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira