Það borgar sig að fjárfesta í knattspyrnukonum Ingunn Haraldsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 17:00 Lið Barcelona sem varð atvinnumannalið árið 2015, er nú orðið stórveldi og óhætt að kalla það eitt besta lið í heimi um þessar mundir. Svipaða sögu er hægt að segja af öðrum liðum víða um Evrópu, þar sem fjárfesting í kvennaliðum félaganna hefur skilað sér margfalt til baka. Áhorfendatölur rjúka upp og loksins geta ungar knattspyrnukonur fundið sér kvenkyns fyrirmyndir og elt drauma sem áður voru ekki til staðar. Við búum svo vel að eiga landslið í hæsta gæðaflokki, og höfum átt í mörg ár. Liðið fer nú á sitt fjórða Evrópumót í röð næsta sumar og situr í 16. sæti heimslistans. Margar þeirra spila í bestu deildum í heimi, á móti og með bestu leikmönnum í heimi. Nú í haust komst íslenskt lið í 16-liða riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, sem er stórmerkilegur árangur og sýnir styrk íslenska boltans. Þrátt fyrir þennan árangur hallar enn á konur í knattspyrnunni og enn er til staðar ójöfnuður sem aftrar frekari framþróun íþróttarinnar hér á landi. Knattspyrnan og menningin í kringum hana hefur alltaf verið karllæg. Í dag er engin kona aðalþjálfari í efstu deild kvenna. Jafnframt eru konur í miklum minnihluta í stjórnunarstörfum félaganna, sem er mikil skekkja í ljósi þess að þriðjungur iðkenda er kvenkyns. Frá fyrsta formlega knattspyrnuleik kvenna sem leikinn var á Íslandi árið 1970, hafa konur þurft að berjast með kjafti og klóm fyrir tilverurétti sínum innan hreyfingarinnar. Yfir fimmtíu ár eru liðin og margt vatn hefur sem betur fer runnið til sjávar. Starfandi landslið kvenna og heimild til að nota eins takkaskó og karlarnir, sem voru baráttumál fyrir 30 árum síðan, eru sem betur fer sjálfsagðir hlutir í dag. Þó er sorglega margt sameiginlegt með baráttunni þá og nú. Leikmenn í efstu deild kvenna hafa sem dæmi þurft að sætta sig við sömu dómara og næst efsta deild karla, þar sem greiðsla fyrir dómgæslu í efstu deild karla er tvöfalt hærri en í efstu deild kvenna (skv. tölum 2021). Mörg kvennalið kljást við aðstöðuleysi, fá ekki sama aðgang að völlum og klefum og karlaliðin og fá jafnvel ekki sama búnað og æfingafatnað. Fjármagn sem berst félögunum er oft gífurlega misskipt milli kynjanna. Því miður skilar þetta misrétti sér niður í yngri flokka og bitnar á okkar ungu knattspyrnukonum, framtíðinni. Alltof snemma fá þær skilaboð um að þeirra vinna og árangur sé minna virði. Sýnileiki knattspyrnukvenna hefur aukist gríðarlega síðustu ár og nú er sífellt algengara að sjá fótboltatreyjur merktar kvenkyns fyrirmyndum hlaupandi um sparkvelli landsins. Fjölmiðlaumfjöllun hefur stóraukist, sem er frábær þróun en nú þarf að láta kné fylgja kviði. Innan knattspyrnuhreyfingarinnar er heilmargt fólk tilbúið til að taka þátt í jafnréttisbaráttu en svo virðist sem þörf sé á utanaðkomandi stuðningi til að sú umræða fái hljómgrunn innan félaganna. Nú megum við ekki staðna og láta þennan mikla meðbyr sem knattspyrnukonur hafa framhjá okkur fara, heldur stökkva um borð og taka þátt í þeirri byltingu sem á sér stað erlendis. Ekki aðeins er það mikilvægt til að eiga áfram landslið í fremstu röð, heldur einnig fyrst og fremst til að gefa stúlkum og drengjum jöfn tækifæri frá upphafi, til að upplifa allt það sem knattspyrnan hefur upp á að bjóða. Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna hafa það að markmiði að auka samstöðu og vera sameiningarafl í jafnréttisbaráttu innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Samtökin voru stofnuð 1990 en hafa ekki verið starfræk síðustu ár. Þau verða formlega endurvakin í Iðnó þann 25. febrúar 2022. Öll sem vilja taka þátt í jafnréttisbaráttu knattspyrnukvenna eru hvött til að mæta og vera hluti af þessum tímamótum í íslenskri knattspyrnu. Frekari upplýsingar um viðburðinn má finna á Facebook hópnum Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna. Höfundur er knattspyrnukona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íþróttir barna KSÍ Jafnréttismál Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Sjá meira
Lið Barcelona sem varð atvinnumannalið árið 2015, er nú orðið stórveldi og óhætt að kalla það eitt besta lið í heimi um þessar mundir. Svipaða sögu er hægt að segja af öðrum liðum víða um Evrópu, þar sem fjárfesting í kvennaliðum félaganna hefur skilað sér margfalt til baka. Áhorfendatölur rjúka upp og loksins geta ungar knattspyrnukonur fundið sér kvenkyns fyrirmyndir og elt drauma sem áður voru ekki til staðar. Við búum svo vel að eiga landslið í hæsta gæðaflokki, og höfum átt í mörg ár. Liðið fer nú á sitt fjórða Evrópumót í röð næsta sumar og situr í 16. sæti heimslistans. Margar þeirra spila í bestu deildum í heimi, á móti og með bestu leikmönnum í heimi. Nú í haust komst íslenskt lið í 16-liða riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, sem er stórmerkilegur árangur og sýnir styrk íslenska boltans. Þrátt fyrir þennan árangur hallar enn á konur í knattspyrnunni og enn er til staðar ójöfnuður sem aftrar frekari framþróun íþróttarinnar hér á landi. Knattspyrnan og menningin í kringum hana hefur alltaf verið karllæg. Í dag er engin kona aðalþjálfari í efstu deild kvenna. Jafnframt eru konur í miklum minnihluta í stjórnunarstörfum félaganna, sem er mikil skekkja í ljósi þess að þriðjungur iðkenda er kvenkyns. Frá fyrsta formlega knattspyrnuleik kvenna sem leikinn var á Íslandi árið 1970, hafa konur þurft að berjast með kjafti og klóm fyrir tilverurétti sínum innan hreyfingarinnar. Yfir fimmtíu ár eru liðin og margt vatn hefur sem betur fer runnið til sjávar. Starfandi landslið kvenna og heimild til að nota eins takkaskó og karlarnir, sem voru baráttumál fyrir 30 árum síðan, eru sem betur fer sjálfsagðir hlutir í dag. Þó er sorglega margt sameiginlegt með baráttunni þá og nú. Leikmenn í efstu deild kvenna hafa sem dæmi þurft að sætta sig við sömu dómara og næst efsta deild karla, þar sem greiðsla fyrir dómgæslu í efstu deild karla er tvöfalt hærri en í efstu deild kvenna (skv. tölum 2021). Mörg kvennalið kljást við aðstöðuleysi, fá ekki sama aðgang að völlum og klefum og karlaliðin og fá jafnvel ekki sama búnað og æfingafatnað. Fjármagn sem berst félögunum er oft gífurlega misskipt milli kynjanna. Því miður skilar þetta misrétti sér niður í yngri flokka og bitnar á okkar ungu knattspyrnukonum, framtíðinni. Alltof snemma fá þær skilaboð um að þeirra vinna og árangur sé minna virði. Sýnileiki knattspyrnukvenna hefur aukist gríðarlega síðustu ár og nú er sífellt algengara að sjá fótboltatreyjur merktar kvenkyns fyrirmyndum hlaupandi um sparkvelli landsins. Fjölmiðlaumfjöllun hefur stóraukist, sem er frábær þróun en nú þarf að láta kné fylgja kviði. Innan knattspyrnuhreyfingarinnar er heilmargt fólk tilbúið til að taka þátt í jafnréttisbaráttu en svo virðist sem þörf sé á utanaðkomandi stuðningi til að sú umræða fái hljómgrunn innan félaganna. Nú megum við ekki staðna og láta þennan mikla meðbyr sem knattspyrnukonur hafa framhjá okkur fara, heldur stökkva um borð og taka þátt í þeirri byltingu sem á sér stað erlendis. Ekki aðeins er það mikilvægt til að eiga áfram landslið í fremstu röð, heldur einnig fyrst og fremst til að gefa stúlkum og drengjum jöfn tækifæri frá upphafi, til að upplifa allt það sem knattspyrnan hefur upp á að bjóða. Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna hafa það að markmiði að auka samstöðu og vera sameiningarafl í jafnréttisbaráttu innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Samtökin voru stofnuð 1990 en hafa ekki verið starfræk síðustu ár. Þau verða formlega endurvakin í Iðnó þann 25. febrúar 2022. Öll sem vilja taka þátt í jafnréttisbaráttu knattspyrnukvenna eru hvött til að mæta og vera hluti af þessum tímamótum í íslenskri knattspyrnu. Frekari upplýsingar um viðburðinn má finna á Facebook hópnum Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna. Höfundur er knattspyrnukona.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun