Þynningarsvæði – svæðisskipulag – Hafnarfjörður Ólafur Ingi Tómasson, Lovísa Björg Traustadóttir og Ágúst Bjarni Garðarsson skrifa 21. febrúar 2022 08:30 Það er ánægjulegt að svokallað „þynningarsvæði“ hverfi nú af aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Innan þess svæðis hefur hvorki verið heimilt að vera með íbúðir/gistingu eða matvælavinnslu. Þynningarsvæðið sem hefur tengst starfsleyfi álversins í Straumsvík um árabil var bæði víðfeðmt og íþyngjandi varðandi uppbyggingu í Hafnarfirði og náði yfir stærsta hluta iðnaðarsvæðisins austan Reykjanesbrautar og nánast allt landssvæði Óttarstaða sunnan Straumsvíkur. Í nýútgefnu starfsleyfi Umhverfisstofnunar til álversins er þynningarsvæðið fellt út, reyndar höfum við í meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar lagt fram margar tillögur og bókanir í þá átt. Skipulags- og byggingarráð samþykkti árið 2019 að ráða ReSource, sérfræðinga í umhverfismálum til að meta mengun frá álverinu og skila tillögu um þörf og umfangi á þynningar- og öryggissvæði vegna álversins í Straumsvík. Í stuttu máli var það niðurstaða ReSource að engin grundvöllur væri fyrir þynningarsvæði ásamt því sem öryggissvæðið var minnkað umtalsvert. Á grunni þessa og því að fyrirtækin sjálf eru ábyrg fyrir því að valda ekki mengun út fyrir lóðamörk, felldi Umhverfisstofnun þynningarsvæðið út í nýútgefnu starfsleyfi. Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar fylgdi í kjölfarið þar sem þynningarsvæðið er fellt út og nýtt öryggissvæði er afmarkað. Svæðiskipulag og aðalskipulag Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins var samþykkt af öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu árið 2015. Þenslumörk byggðar eru ákveðin til ársins 2040, stefnan sett á þéttingu byggðar ásamt styrkingu almenningssamgangna. Svæðisskipulagið og aðalskipulag Hafnarfjarðar gerir ráð fyrir áframhaldandi uppbyggingu íbúða í Skarðshlíð, Hamranesi, Áslandi 4 og Vatnshlíð. Uppbygging í Skarðshlíð er langt á veg komin, Hamranesið fer vel af stað og búið er að samþykkja deiliskipulag í Áslandi 4. Fjöldi íbúða í þessum hverfum er um 3.400. Þétting byggðar sem er ein af meginforsendum svæðisskipulagsins er í góðum farvegi, uppbygging á Hraunum Vestur fer af stað á vormánuðum, en þar er gert ráð fyrir um alls 2.700 íbúðum á því svæði í heild. Deiliskipulag á Óseyrarsvæði er í vinnslu en þar verða um 900 íbúðir á öllu skipulagssvæði Flensborgar- og Óseyrarsvæðis. Fyrirséð er að framboð á íbúðum verður í Hafnarfirði samkvæmt því sem ofan er talið fyrir um 15.000 íbúa. Önnur vannýtt svæði hafa verið til skoðunar en ekkert ákveðið í þeim efnum enda mun sú uppbygging og þétting byggðar verða á forsendum íbúa og lóðarhafa þeirra svæða sem koma til greina um uppbyggingu á hugsanlegum þéttingarreitum. Framtíð uppbyggingar í Hafnarfirði Áðurnefnt svæðisskipulag sem er framar aðalskipulagi gerir ráð fyrir að um 66% íbúðabyggðar verði innan samgöngumiðaða þróunarsvæða, dæmi um slík svæði eru Hraun Vestur og Óseyrarsvæði. Við Hafnfirðingar þurfum að huga að öðrum nýbyggingarsvæðum til framtíðar. Þynningarsvæðið er ekki lengur til trafala og því mætti t.d. endurskoða nýtingu Óttarstaðalands þar sem nú er gert ráð fyrir í aðalskipulagi svæði undir stórskipahöfn fyrir allt Faxaflóasvæðið og Lónakot sem er vestur af landi Óttarstaða, ásamt því að teygja okkur í átt til Suðurnesja meðfram Reykjanesbraut. Landrými er við Krýsuvíkurveg ofan við iðnaðarsvæðin. Öll þessi svæði eru utan þenslumarka svæðisskipulagsins sem gildir til 2040 og því þyrfti samþykki svæðisskipulagsnefndar og allra sveitarfélaga sem standa að svæðisskipulaginu eigi að færa inn nýtingu þessara svæða til íbúðabyggðar í aðalskipulag. Ríkisstjórnin hefur sett sér metnaðarfull markmið í þessum efnum og við getum sagt: við í Hafnarfirði erum klár í það verkefni. Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingaráðs Lovísa Björg Traustadóttir, fulltrúi í skipulags- og byggingaráði Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skipulag Skoðun: Kosningar 2022 Ágúst Bjarni Garðarsson Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Trúðslæti eða trúverðugleiki Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar Skoðun Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt að svokallað „þynningarsvæði“ hverfi nú af aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Innan þess svæðis hefur hvorki verið heimilt að vera með íbúðir/gistingu eða matvælavinnslu. Þynningarsvæðið sem hefur tengst starfsleyfi álversins í Straumsvík um árabil var bæði víðfeðmt og íþyngjandi varðandi uppbyggingu í Hafnarfirði og náði yfir stærsta hluta iðnaðarsvæðisins austan Reykjanesbrautar og nánast allt landssvæði Óttarstaða sunnan Straumsvíkur. Í nýútgefnu starfsleyfi Umhverfisstofnunar til álversins er þynningarsvæðið fellt út, reyndar höfum við í meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar lagt fram margar tillögur og bókanir í þá átt. Skipulags- og byggingarráð samþykkti árið 2019 að ráða ReSource, sérfræðinga í umhverfismálum til að meta mengun frá álverinu og skila tillögu um þörf og umfangi á þynningar- og öryggissvæði vegna álversins í Straumsvík. Í stuttu máli var það niðurstaða ReSource að engin grundvöllur væri fyrir þynningarsvæði ásamt því sem öryggissvæðið var minnkað umtalsvert. Á grunni þessa og því að fyrirtækin sjálf eru ábyrg fyrir því að valda ekki mengun út fyrir lóðamörk, felldi Umhverfisstofnun þynningarsvæðið út í nýútgefnu starfsleyfi. Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar fylgdi í kjölfarið þar sem þynningarsvæðið er fellt út og nýtt öryggissvæði er afmarkað. Svæðiskipulag og aðalskipulag Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins var samþykkt af öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu árið 2015. Þenslumörk byggðar eru ákveðin til ársins 2040, stefnan sett á þéttingu byggðar ásamt styrkingu almenningssamgangna. Svæðisskipulagið og aðalskipulag Hafnarfjarðar gerir ráð fyrir áframhaldandi uppbyggingu íbúða í Skarðshlíð, Hamranesi, Áslandi 4 og Vatnshlíð. Uppbygging í Skarðshlíð er langt á veg komin, Hamranesið fer vel af stað og búið er að samþykkja deiliskipulag í Áslandi 4. Fjöldi íbúða í þessum hverfum er um 3.400. Þétting byggðar sem er ein af meginforsendum svæðisskipulagsins er í góðum farvegi, uppbygging á Hraunum Vestur fer af stað á vormánuðum, en þar er gert ráð fyrir um alls 2.700 íbúðum á því svæði í heild. Deiliskipulag á Óseyrarsvæði er í vinnslu en þar verða um 900 íbúðir á öllu skipulagssvæði Flensborgar- og Óseyrarsvæðis. Fyrirséð er að framboð á íbúðum verður í Hafnarfirði samkvæmt því sem ofan er talið fyrir um 15.000 íbúa. Önnur vannýtt svæði hafa verið til skoðunar en ekkert ákveðið í þeim efnum enda mun sú uppbygging og þétting byggðar verða á forsendum íbúa og lóðarhafa þeirra svæða sem koma til greina um uppbyggingu á hugsanlegum þéttingarreitum. Framtíð uppbyggingar í Hafnarfirði Áðurnefnt svæðisskipulag sem er framar aðalskipulagi gerir ráð fyrir að um 66% íbúðabyggðar verði innan samgöngumiðaða þróunarsvæða, dæmi um slík svæði eru Hraun Vestur og Óseyrarsvæði. Við Hafnfirðingar þurfum að huga að öðrum nýbyggingarsvæðum til framtíðar. Þynningarsvæðið er ekki lengur til trafala og því mætti t.d. endurskoða nýtingu Óttarstaðalands þar sem nú er gert ráð fyrir í aðalskipulagi svæði undir stórskipahöfn fyrir allt Faxaflóasvæðið og Lónakot sem er vestur af landi Óttarstaða, ásamt því að teygja okkur í átt til Suðurnesja meðfram Reykjanesbraut. Landrými er við Krýsuvíkurveg ofan við iðnaðarsvæðin. Öll þessi svæði eru utan þenslumarka svæðisskipulagsins sem gildir til 2040 og því þyrfti samþykki svæðisskipulagsnefndar og allra sveitarfélaga sem standa að svæðisskipulaginu eigi að færa inn nýtingu þessara svæða til íbúðabyggðar í aðalskipulag. Ríkisstjórnin hefur sett sér metnaðarfull markmið í þessum efnum og við getum sagt: við í Hafnarfirði erum klár í það verkefni. Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingaráðs Lovísa Björg Traustadóttir, fulltrúi í skipulags- og byggingaráði Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs
Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar