Golf

Fyrsta konan sem vinnur karlana á blönduðu golfmóti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hannah Green var kát með spilamennsku sína um helgina.
Hannah Green var kát með spilamennsku sína um helgina. Getty/Douglas P. DeFelice

Hin ástralska Hannah Green skrifaði golfsöguna um helgina þegar hún varð fyrsta konan til að vinna alþjóðlegt golfmót þar sem bæði kynin voru með.

Hannah, sem er fyrrum risamótsmeistari, lék lokahringinn á 66 höggum og endaði ofar en allir karlar og allar konur á mótinu. Hún vann að lokum með fjögurra högga mun.

Hún er númer þrjátíu á heimslistanum en lokahringur á fimm höggum undir pari gerði útslagið. Fyrir lokadaginn þá var hún jöfn í efsta sætinu með karlkylfingunum Andrew Evans, Matthew Millar og Blake Collyer.

„Þetta var skrítið. Ég dreymi vanalega ekki golf en mér dreymdi það í nótt að ég myndi vinna. Ég sá sjálfa mig halda á bikarnum og fólk að sprauta yfir mig kampavíni. Svo vaknaði ég og vonaði að þetta væri ekki bara draumur,“ sagði Hannah Green eftir sigurinn.

„Mér líður stórkostlega og er bara þakklát fyrir að hafa komið hingað. Það var ekki alveg á dagskránni hjá mér. Ég ætlaði heim til Perth en stundum gerast bara hlutirnir og ég svo ánægð með að hafa tekið þátt,“ sagði Green.

The Players Series mótin voru sett á laggirnar árið 2021 og eru hluti af PGA-mótaröðinni í Ástralasíu. Þessi mót skera sig út af því að þar keppa karlar og konur saman.

Besti árangur konu fyrir þetta mót um helgina var hjá Su Oh sem náði þriðja sætinu á TPS Victoria mótinu í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×