Framhaldsskólaleikarnir: Heimsóknir í Verzló og MÁ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. febrúar 2022 18:01 Framhaldsskólaleikarnir fara fram þessa dagana. Meta Productions Verzló og MÁ áttust við í fyrstu viðureign átta liða úrslita Framhaldsskólaleika Rafíþróttasamtaka Íslands síðastliðinn fimmtudag þar sem MÁ tryggði sér sæti í undanúrslitum. Skólarnir hófu leik í FIFA þar sem MÁ sigraði fyrri leikinn 4-1. Liðsmenn Verzló gáfust þó ekki upp og unnu 5-0 stórsigur í seinni leiknum. Verzlingar sigruðu því samanlagt 6-5 og voru komnir með forystu í einvíginu. Næst var komið að CS:GO, en þar voru yfirburðir MÁ miklir. Liðsmenn MÁ unnu að lokum afar öruggan 16-3 sigur í kortinu Inferno og því allt orðið jafnt á ný í einvíginu. Það var því allt undir þegar liðin mættust í Rocket League. Þar voru það liðsmenn MÁ sem reyndust sterkari og unnu 2-0 sigur í leik þar sem sigurmarkið kom í framlengingu. MÁ er því á leið í undanúrslit þar sem að andstæðingur þeirra verður annað hvort Tækniskólinn eða ME. Á meðan útsendingu stóð voru sýnd innslög þar sem hún Eva Margrét kíkti í heimsókn í skólana og ræddi við keppendur um hin ýmsu mál sem tengjast skólunum þeirra, en heimsóknirnar má sjá í spilurunum hér fyrir neðan. Klippa: FRÍS: Heimsókn í Verzló Klippa: FRÍS: Heimsókn í MÁ Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti
Skólarnir hófu leik í FIFA þar sem MÁ sigraði fyrri leikinn 4-1. Liðsmenn Verzló gáfust þó ekki upp og unnu 5-0 stórsigur í seinni leiknum. Verzlingar sigruðu því samanlagt 6-5 og voru komnir með forystu í einvíginu. Næst var komið að CS:GO, en þar voru yfirburðir MÁ miklir. Liðsmenn MÁ unnu að lokum afar öruggan 16-3 sigur í kortinu Inferno og því allt orðið jafnt á ný í einvíginu. Það var því allt undir þegar liðin mættust í Rocket League. Þar voru það liðsmenn MÁ sem reyndust sterkari og unnu 2-0 sigur í leik þar sem sigurmarkið kom í framlengingu. MÁ er því á leið í undanúrslit þar sem að andstæðingur þeirra verður annað hvort Tækniskólinn eða ME. Á meðan útsendingu stóð voru sýnd innslög þar sem hún Eva Margrét kíkti í heimsókn í skólana og ræddi við keppendur um hin ýmsu mál sem tengjast skólunum þeirra, en heimsóknirnar má sjá í spilurunum hér fyrir neðan. Klippa: FRÍS: Heimsókn í Verzló Klippa: FRÍS: Heimsókn í MÁ
Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti