Kátur að vera kominn í eitt stærsta handboltafélag heims Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. febrúar 2022 10:01 Bjarki Már Elísson ásamt László Nagy, íþróttastjóra Veszprém. veszprém Bjarki Már Elísson kveðst afar ánægður með að hafa samið við ungverska stórliðið Veszprém. Bjarki hefur skrifað undir tveggja ára samning við Veszprém og gengur í raðið liðsins frá Lemgo í sumar. Hann hefur leikið með Lemgo undanfarin þrjú tímabil en greindi frá því fyrir EM að hann myndi að róa á önnur mið í sumar. Hann var þá ekki kominn með samning hjá öðru félagi. „Ég fékk bara skilaboð frá umboðsmanninum mínum að Veszprém hefði áhuga og þá gerðist þetta hratt. Þetta kom upp fyrir tveimur eða þremur vikum, stuttu eftir EM. Ég var strax áhugasamur enda eitt stærsta handboltafélag heims. Ég er bara glaður að þetta hafi gengið í gegn,“ sagði Bjarki um aðdraganda félagaskiptanna í samtali við Vísi í gær. Sáttur í Ungverjalandi Allir leikir Íslands á EM fóru fram í Búdapest í Ungverjalandi. Var hann svona ánægður þar að hann vildi flytja til Ungverjalands? „Ég kunni vel við mig þarna. Þetta er fínn staður. Ég sá reyndar voða lítið annað en hótelið og keppnishöllina. En konan mín var þarna og hún gaf Búdapest mjög góða einkunn,“ sagði Bjarki léttur en sem kunnugt er þurfti hann að dúsa í einangrun í viku á EM. Veszprém kom inn í myndina hjá Bjarka eftir Evrópumótið.getty/Sanjin Strukic „En mér er svo sem alveg sama hvar ég er staðsettur. Þetta snýst bara um að mig langaði að spila í einu af bestu liðum heims og fannst ég hafa getuna í það. Mig langaði líka að spila í Meistaradeildinni sem ég hef aldrei prófað. Þetta hakaði í flest boxin,“ sagði Bjarki. Að hans sögn hafði hann ýmsa kosti í stöðunni en enginn var jafn spennandi og Veszprém. „Það var áhugi einhvers staðar frá en ekkert sem var komið lengra. Það var líka frá mér, það voru lið sem voru ekki á þessu kaliberi. Ég var ekki tilbúinn að skoða það strax og ýtti því eiginlega frá mér,“ sagði Bjarki. Öðruvísi hlutverk Hjá Veszprém mun Bjarki deila stöðu vinstri hornamanns með Króatanum öfluga Manuel Strlek. Hann þarf því að venjast nýjum veruleika en hjá Lemgo spilar hann nánast hverja einustu mínútu. Bjarki fyllir skarð Norður-Makedóníumannsins Dejans Manaskov hjá Veszprém.getty/Kolektiff Images „Þeir fá mig því það hefur gengið vel hjá mér og ég skorað mikið af mörkum. Ég býst við því að það verði áfram mitt hlutverk. Þeir eru með annan frábæran hornamann þannig að þetta verður öðruvísi staða en ég er í núna. Ég get ekki gengið að því vísu að spila sextíu mínútur í leik eins og núna og þetta er hörku samkeppni. Hlutverkið verður öðruvísi en gaman að takast á við það. Ég hef alveg verið í svona stöðu áður,“ sagði Bjarki. Enn sannfærðari eftir að hafa talað við Aron Hann verður annar Íslendingurinn til að leika með Veszprém. Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson var á mála hjá félaginu á árunum 2015-17. Bjarki heyrði í Aroni áður en hann skrifaði undir hjá Veszprém og hann gaf félaginu góð mæðmæli. Aron Pálmarsson varð tvisvar sinnum ungverskur meistari með Veszprém og var hársbreidd frá því að vinna Meistaradeild Evrópu með liðinu.getty/Juergen Schwarz „Hann bar félaginu söguna vel. Honum leið vel þarna þótt hann hafi viljað fara áður en samningurinn hans rann út. Það er mikið lagt upp úr því að leikmönnum líði vel þarna og mikið gert fyrir þá. Eftir að hafa rætt við Aron var ég enn sannfærðari um að þetta væri rétta skrefið,“ sagði Bjarki. Orðsporið skiptir máli Hann hefur átt afar góðu gengi að fagna með Lemgo, varð markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar fyrsta tímabilið sitt hjá liðinu og varð svo bikarmeistari með því á síðasta tímabili. Bjarki er fjórði markahæstur í þýsku úrvalsdeildinni sem stendur.vísir/vilhelm Lemgo er í 9. sæti þýsku deildarinnar en Evrópusæti er ekki fjarlægur möguleiki. Lemgo er einnig komið í átta liða úrslit bikarkeppninnar, þar sem liðið mætir Melsungen sem það vann í bikarúrslitum á síðasta tímabili, og komið áfram í Evrópudeildinni. „Maður hefur alltaf viljað skilja eftir gott orðspor á þeim stöðum sem maður hefur verið á. Ég geri allt sem ég get til að skila mínu hlutverki áfram eins og ég hef gert,“ sagði Bjarki sem hefur leikið í Þýskalandi frá 2013, fyrst með Eisenach, svo Füchse Berlin og loks Lemgo. Ungverski handboltinn Þýski handboltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Bjarki hefur skrifað undir tveggja ára samning við Veszprém og gengur í raðið liðsins frá Lemgo í sumar. Hann hefur leikið með Lemgo undanfarin þrjú tímabil en greindi frá því fyrir EM að hann myndi að róa á önnur mið í sumar. Hann var þá ekki kominn með samning hjá öðru félagi. „Ég fékk bara skilaboð frá umboðsmanninum mínum að Veszprém hefði áhuga og þá gerðist þetta hratt. Þetta kom upp fyrir tveimur eða þremur vikum, stuttu eftir EM. Ég var strax áhugasamur enda eitt stærsta handboltafélag heims. Ég er bara glaður að þetta hafi gengið í gegn,“ sagði Bjarki um aðdraganda félagaskiptanna í samtali við Vísi í gær. Sáttur í Ungverjalandi Allir leikir Íslands á EM fóru fram í Búdapest í Ungverjalandi. Var hann svona ánægður þar að hann vildi flytja til Ungverjalands? „Ég kunni vel við mig þarna. Þetta er fínn staður. Ég sá reyndar voða lítið annað en hótelið og keppnishöllina. En konan mín var þarna og hún gaf Búdapest mjög góða einkunn,“ sagði Bjarki léttur en sem kunnugt er þurfti hann að dúsa í einangrun í viku á EM. Veszprém kom inn í myndina hjá Bjarka eftir Evrópumótið.getty/Sanjin Strukic „En mér er svo sem alveg sama hvar ég er staðsettur. Þetta snýst bara um að mig langaði að spila í einu af bestu liðum heims og fannst ég hafa getuna í það. Mig langaði líka að spila í Meistaradeildinni sem ég hef aldrei prófað. Þetta hakaði í flest boxin,“ sagði Bjarki. Að hans sögn hafði hann ýmsa kosti í stöðunni en enginn var jafn spennandi og Veszprém. „Það var áhugi einhvers staðar frá en ekkert sem var komið lengra. Það var líka frá mér, það voru lið sem voru ekki á þessu kaliberi. Ég var ekki tilbúinn að skoða það strax og ýtti því eiginlega frá mér,“ sagði Bjarki. Öðruvísi hlutverk Hjá Veszprém mun Bjarki deila stöðu vinstri hornamanns með Króatanum öfluga Manuel Strlek. Hann þarf því að venjast nýjum veruleika en hjá Lemgo spilar hann nánast hverja einustu mínútu. Bjarki fyllir skarð Norður-Makedóníumannsins Dejans Manaskov hjá Veszprém.getty/Kolektiff Images „Þeir fá mig því það hefur gengið vel hjá mér og ég skorað mikið af mörkum. Ég býst við því að það verði áfram mitt hlutverk. Þeir eru með annan frábæran hornamann þannig að þetta verður öðruvísi staða en ég er í núna. Ég get ekki gengið að því vísu að spila sextíu mínútur í leik eins og núna og þetta er hörku samkeppni. Hlutverkið verður öðruvísi en gaman að takast á við það. Ég hef alveg verið í svona stöðu áður,“ sagði Bjarki. Enn sannfærðari eftir að hafa talað við Aron Hann verður annar Íslendingurinn til að leika með Veszprém. Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson var á mála hjá félaginu á árunum 2015-17. Bjarki heyrði í Aroni áður en hann skrifaði undir hjá Veszprém og hann gaf félaginu góð mæðmæli. Aron Pálmarsson varð tvisvar sinnum ungverskur meistari með Veszprém og var hársbreidd frá því að vinna Meistaradeild Evrópu með liðinu.getty/Juergen Schwarz „Hann bar félaginu söguna vel. Honum leið vel þarna þótt hann hafi viljað fara áður en samningurinn hans rann út. Það er mikið lagt upp úr því að leikmönnum líði vel þarna og mikið gert fyrir þá. Eftir að hafa rætt við Aron var ég enn sannfærðari um að þetta væri rétta skrefið,“ sagði Bjarki. Orðsporið skiptir máli Hann hefur átt afar góðu gengi að fagna með Lemgo, varð markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar fyrsta tímabilið sitt hjá liðinu og varð svo bikarmeistari með því á síðasta tímabili. Bjarki er fjórði markahæstur í þýsku úrvalsdeildinni sem stendur.vísir/vilhelm Lemgo er í 9. sæti þýsku deildarinnar en Evrópusæti er ekki fjarlægur möguleiki. Lemgo er einnig komið í átta liða úrslit bikarkeppninnar, þar sem liðið mætir Melsungen sem það vann í bikarúrslitum á síðasta tímabili, og komið áfram í Evrópudeildinni. „Maður hefur alltaf viljað skilja eftir gott orðspor á þeim stöðum sem maður hefur verið á. Ég geri allt sem ég get til að skila mínu hlutverki áfram eins og ég hef gert,“ sagði Bjarki sem hefur leikið í Þýskalandi frá 2013, fyrst með Eisenach, svo Füchse Berlin og loks Lemgo.
Ungverski handboltinn Þýski handboltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða