Skoðun

Ágæti rektor!

Örn Sverrisson skrifar

Í framhaldi af viðtölum við þig í fjölmiðlum um skýrslu Siðfræðistofnunar um álitaefni tengd tekjuöflun HHÍ ætla ég að benda þér á eftirfarandi:

Vertu ekki að hafa áhyggjur af erlendum netsíðum og fjármagni sem streymir úr landi í gegnum þær, ég er alveg viss, þar getur þú engu breytt. Ef áhyggjurnar eru eitthvað að tengjast því að spilafíklarnir sem leggja ykkur til allt sitt færi sig yfir í netspilun þá er það bara alveg eins, þar getur þú engu breytt.

Skemmtileg tilviljun að þessar áhyggjur þínar eru á pari við áhyggjur formanna RKÍ og Landsbjargar, sem reyndar eiga og reka spilakassafélagið Íslandsspil. Netspilun, peningaþvætti og annað ólöglegt er áhyggjuefni og á starfssviði lögreglunnar sem við treystum fullkomlega, ekki satt ?

Það sem þú ættir frekar að hafa áhyggjur af er af hverju það er svona flókið og erfitt fyrir æðstu menntastofnun landsins með alla sína þekkingu og allan þennan mannauð að loka nokkrum spilakössum.

Hugsaðu þér hvað það væri nú frábært og mikið frelsi fyrir Háskóla Íslands, fyrir starfsfólk og nemendur að spilakössum yrði lokað. Samkvæmt öllum rannsóknum eru spilakassar mest ávanabindandi og hættulegasta form fjárhættuspila, fyrir utan þá staðreynd að mesta nýliðun á spilafíklum á sér stað í spilakössum.

Ein spurning að lokum (.is) ágæti rektor, er það útópía að Háskóli Íslands geti gert rannsóknir, upplýst og frætt almenning og verið leiðandi í umræðu um spilafíkn og afleiðingar hennar, óháður og frjáls frá spilakössum?

Höfundur situr í stjórn samtaka áhugafólks um spilafíkn.


Tengdar fréttir

Fagna niðurstöðum starfshóps rektors

Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrætti Háskóla Íslands, vill koma því á framfæri að hún taki niðurstöðu starfshóps rektors Háskóla Íslands fagnandi. Niðurstöðurnar eru á þá leið að HHÍ beri að leggja áherslu á skaðaminnkandi aðgerðir í tengslum við rekstur spilakassa, t.d. með innleiðingu spilakorts.

„Menn eru komnir í harðsvíraðan fjárhættuspilarekstur“

Ámælisvert er að beita ekki öllum ráðum til að tryggja ábyrga spilun í spilakössum. Þetta er niðurstaða starfshóps um tekjuöflun Happdrættis Háskóla Íslands. Starfshópurinn réðst í verkefnið að frumkvæði Jóns Atla Benediktssonar rektors Háskóla Íslands. Skýrslan kom út í júní í fyrra en ekki gerð opinber fyrr en nú.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×