Lífið

„Það hefur gerst að fólk þuklar á mér og fer beint í klofið“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vilhelm Neto fær mikla athygli á djamminu. 
Vilhelm Neto fær mikla athygli á djamminu.  Vísir/vilhelm

Vilhelm Neto er einn vinsælasti skemmtikraftur landsins sem hefur meðal annars vakið mikla athygli í síðustu tveimur Áramótaskaupum. Vilhelm er gestur vikunnar í Einkalífinu.

Í þættinum fer Villi meðal annars yfir það þegar lagið Ég held í mér andanum var í Áramótaskaupinu og hann varð landsþekktur á einu augabragði.

„Þetta var alveg ótrúleg. Fólk var að stoppa mig á Laugaveginum til að tala við mig og flippa í mér úti á götu,“ segir Villi og heldur áfram.

„Oftast þegar ég fer á djammið er fólk bara næs. Mér þykir svo vænt um hvað fólk hefur gaman af mér. Það hefur gerst einu sinni eða tvisvar að fólk er bara dónalegt við mig og það hefur gerst að fólk þuklar á mér og fer beint í klofið á mér. Þá verð ég svolítið leiðinlegur.“ 

Villi ræðir um athyglina þegar um 17 mínútur eru liðnar af þættinum.

Í þættinum hér að ofan ræðir Vilhelm einnig um baráttu hans við þunglyndi, upphaf hans í skemmtanabransanum, lífið í Portúgal, þátttöku hans í Skaupinu, uppistandið, leiklistina, framhaldið og margt fleira.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.