Cecilía hefur haldið íslenska markinu hreinu í meira en sex klukkutíma samfellt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2022 16:01 Cecilia Rán Rúnarsdóttir sést hér búin að grípa vel inn í eftir fyrirgjöf Nýja-Sjálands í leiknum í nótt. Getty/Omar Vega Það boðar gott fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta að vera með númer þrettán í markinu. Hin átján ára gamla Cecilía Rán Rúnarsdóttir lék sinn sjötta A-landsleik í nótt og enn á ný tókst þessum efnilega markverði að halda marki sínu hreinu í íslenska landsliðsbúningnum. Íslensku stelpurnar unnu þá 1-0 sigur á Nýja Sjálandi í fyrsta leik sínum á SheBelieves Cup. Cecilía Rán Rúnarsdóttir þurfti ekki að taka á stóra sínum í leiknum en greip vel inn í þegar þurfti. Samkvæmt tölfræði bandaríska knattspyrnusambandsins þá varði hún tvö skot í leiknum. Cecilía Rán hefur nú haldið markinu hreinu í fjórum síðustu landsleikjum sínum og það eru 378 mínútur síðan skorað var hjá henni í A-landsleik. Það eru því meira en sex klukkutímar síðan mótherjar stelpnanna okkar fundu leið framhjá henni. Cecilía hefur spilað sex landsleiki og aðeins fengið á sig eitt mark í þeim. Það mark skoraði Ítalinn Arianna Caruso á 72. mínútu í 1-0 sigri á Íslandi í apríl á síðasta ári. Caruso er leikmaður ítalska stórliðsins Juventus. Landsleikurinn í nótt var fyrsti landsleikur Cecilíu síðan hún gekk til liðs við þýska stórliðið Bayern München en hún er komin þangað á láni frá Everton. Cecilía var áður í láni hjá sænska félaginu KIF Örebro. Cecilía hélt marki sínu hreinu í fyrsta landsleiknum sínum sem var 4. mars 2020 á móti Norður Írlandi. Landsleikurinn á móti Ítalíu í apríl 2021 var hennar annar landsleikur. Hún hefur síðan haldið markinu í fjórum leikjum eða í 2-0 sigri á Írlandi í júní 2021, í 5-0 sigri á Kýpur í október 2021, í 2-0 sigrinum á Japan í nóvember 2021 og loks í 1-0 sigri á Nýja Sjálandi í nótt. Landsleikir Cecilíu Rán Rúnarsdóttur: 4. mars 2020: Hélt hreinu í 1-0 sigri á Norður Írlandi 10. apríl 2021: Fékk á sig 1 mark í 0-1 tapi á móti Írlandi 15. júní 2021: Hélt hreinu í 2-0 sigri á Írlandi 26. október 2021: Hélt hreinu í 4-0 sigri á Kýpur 25. nóvember 2021: Hélt hreinu í 2-0 sigri á Japan 18. febrúar 2022: Hélt hreinu í 1-0 sigri á Nýja Sjálandi Samtals: 6 landsleikir 5 sigurleikir 1 mark á sig 5 sinnum haldið markinu hreinu View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) EM 2021 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira
Hin átján ára gamla Cecilía Rán Rúnarsdóttir lék sinn sjötta A-landsleik í nótt og enn á ný tókst þessum efnilega markverði að halda marki sínu hreinu í íslenska landsliðsbúningnum. Íslensku stelpurnar unnu þá 1-0 sigur á Nýja Sjálandi í fyrsta leik sínum á SheBelieves Cup. Cecilía Rán Rúnarsdóttir þurfti ekki að taka á stóra sínum í leiknum en greip vel inn í þegar þurfti. Samkvæmt tölfræði bandaríska knattspyrnusambandsins þá varði hún tvö skot í leiknum. Cecilía Rán hefur nú haldið markinu hreinu í fjórum síðustu landsleikjum sínum og það eru 378 mínútur síðan skorað var hjá henni í A-landsleik. Það eru því meira en sex klukkutímar síðan mótherjar stelpnanna okkar fundu leið framhjá henni. Cecilía hefur spilað sex landsleiki og aðeins fengið á sig eitt mark í þeim. Það mark skoraði Ítalinn Arianna Caruso á 72. mínútu í 1-0 sigri á Íslandi í apríl á síðasta ári. Caruso er leikmaður ítalska stórliðsins Juventus. Landsleikurinn í nótt var fyrsti landsleikur Cecilíu síðan hún gekk til liðs við þýska stórliðið Bayern München en hún er komin þangað á láni frá Everton. Cecilía var áður í láni hjá sænska félaginu KIF Örebro. Cecilía hélt marki sínu hreinu í fyrsta landsleiknum sínum sem var 4. mars 2020 á móti Norður Írlandi. Landsleikurinn á móti Ítalíu í apríl 2021 var hennar annar landsleikur. Hún hefur síðan haldið markinu í fjórum leikjum eða í 2-0 sigri á Írlandi í júní 2021, í 5-0 sigri á Kýpur í október 2021, í 2-0 sigrinum á Japan í nóvember 2021 og loks í 1-0 sigri á Nýja Sjálandi í nótt. Landsleikir Cecilíu Rán Rúnarsdóttur: 4. mars 2020: Hélt hreinu í 1-0 sigri á Norður Írlandi 10. apríl 2021: Fékk á sig 1 mark í 0-1 tapi á móti Írlandi 15. júní 2021: Hélt hreinu í 2-0 sigri á Írlandi 26. október 2021: Hélt hreinu í 4-0 sigri á Kýpur 25. nóvember 2021: Hélt hreinu í 2-0 sigri á Japan 18. febrúar 2022: Hélt hreinu í 1-0 sigri á Nýja Sjálandi Samtals: 6 landsleikir 5 sigurleikir 1 mark á sig 5 sinnum haldið markinu hreinu View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen)
Landsleikir Cecilíu Rán Rúnarsdóttur: 4. mars 2020: Hélt hreinu í 1-0 sigri á Norður Írlandi 10. apríl 2021: Fékk á sig 1 mark í 0-1 tapi á móti Írlandi 15. júní 2021: Hélt hreinu í 2-0 sigri á Írlandi 26. október 2021: Hélt hreinu í 4-0 sigri á Kýpur 25. nóvember 2021: Hélt hreinu í 2-0 sigri á Japan 18. febrúar 2022: Hélt hreinu í 1-0 sigri á Nýja Sjálandi Samtals: 6 landsleikir 5 sigurleikir 1 mark á sig 5 sinnum haldið markinu hreinu
EM 2021 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira