Njótum efri áranna Björg Fenger skrifar 16. febrúar 2022 12:01 Eldri borgarar eru langt frá því að vera einsleitur hópur einstaklinga sem náð hefur ákveðnum aldri. Árafjöldi er einfaldlega ekki besti mælikvarðinn á hvort einstaklingar teljast aldraðir. Á síðustu áratugum hefur lífaldur okkar Íslendinga lengst sem og lífsgæði okkar batnað. Má því meðal annars þakka aukinni áherslu á andlega-, félagslega- og líkamlega heilsu ásamt þjálfun minnis og örvun á heilastarfsemi. Mikilvægi almennrar heilsueflingar Regluleg hreyfing er mikilvæg fyrir alla aldurshópa en hún er ekki hvað síst mikilvæg þegar á efri árin kemur. Hreyfing dregur úr einkennum öldrunar og því er heilsuefling og markviss þjálfun ef til vill aldrei mikilvægari heldur en einmitt þá. Til að vinna enn betur að bættri heilsu eldri borgara í Garðabæ voru gerðir nýir samstarfssamningar á síðasta ári við félög eldri borgara í bænum. Samningarnir tryggja að félögin eru betur í stakk búin til að bjóða upp á fjölbreytt framboð af hreyfingu og heilsueflingu. Í framhaldinu var Janusar verkefnið innleitt og hefur aðsóknin í það verið mjög góð. Verkefnið er kærkomin viðbót við aðra skipulagða hreyfingu sem er í boði hjá félögum bæjarins. Félagsleg samskipti Við mannfólkið erum félagsverur og því hafa félagsleg tengsl áhrif á heilsu okkar, líðan og jafnvel lífslíkur. Einnig sýna rannsóknir að góð félagsleg tengsl eru einn mikilvægast þátturinn sem stuðlar að hamingju. Til að vinna gegn félagslegri einangrun og einmanaleika eldri borgara er mikilvægt að efla tengslin og skapa aðstæður til samneytis. Á þetta ekki síst við nú þegar við sjáum fram á afléttingu samkomutakmarkana. Það er því gaman að fylgjast með þeirri miklu aðsókn og grósku í öllu félagsstarfi eldri borgara í Garðabæ. Til að vinna áfram að því að skapa aðstæður til góðra tengsla og samveru milli einstaklinga er nú unnið að nýrri og endurbættri aðstöðu fyrir félagsstarf eldri borgara í bænum. Á miðsvæðinu á Álftanesi, sem nú er í uppbyggingu, er meðal annars gert ráð fyrir sérstakri félagsaðstöðu fyrir eldri borgara. Stækkun og breyting á Jónshúsi er í skoðun ásamt því að einstakar aðstæður eru til hreyfingar, samveru og félagsstarfa í Miðgarði, nýja fjölnota íþróttahúsinu okkar. Nýtum tæknina Mikilvægt er að fjölbreytt húsnæði sé í boði í Garðabæ enda eru þarfir og óskir íbúa mismunandi eftir æviskeiðum. Tryggja þarf fjölbreyttan stuðning og heimaþjónustu til að auðvelda eldra borgurum að búa á sínu eigin heimili eins lengi og vilji þeirra stendur til. Þjónustuþörf á að vera metin í samtali og samvinnu við hvern og einn enda erum við sérfræðingar í okkar eigin lífi. Þjónustan þarf að taka mið af þróun og nýsköpun í tækni sem getur auðveldað öllum daglegar athafnir, tryggt enn betur þjálfun og umönnun ásamt því að veita öryggi. Þjálfun í notkun og umgengi við tæknilausnir er því nauðsynleg og styður við samfélagsþátttöku eldri borgara. Ég vil halda áfram að leggja mitt af mörkum til að eldri borgarar í Garðabæ geti notið efri áranna á þann hátt sem hentar hverjum og einum og í umhverfi sem býður upp á fjölbreytta valkosti. Höfundur er forseti bæjarstjórnar og formaður íþrótta- og tómstundaráðs í Garðabæ og sækist eftir 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Eldri borgarar Félagsmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Björg Fenger Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Eldri borgarar eru langt frá því að vera einsleitur hópur einstaklinga sem náð hefur ákveðnum aldri. Árafjöldi er einfaldlega ekki besti mælikvarðinn á hvort einstaklingar teljast aldraðir. Á síðustu áratugum hefur lífaldur okkar Íslendinga lengst sem og lífsgæði okkar batnað. Má því meðal annars þakka aukinni áherslu á andlega-, félagslega- og líkamlega heilsu ásamt þjálfun minnis og örvun á heilastarfsemi. Mikilvægi almennrar heilsueflingar Regluleg hreyfing er mikilvæg fyrir alla aldurshópa en hún er ekki hvað síst mikilvæg þegar á efri árin kemur. Hreyfing dregur úr einkennum öldrunar og því er heilsuefling og markviss þjálfun ef til vill aldrei mikilvægari heldur en einmitt þá. Til að vinna enn betur að bættri heilsu eldri borgara í Garðabæ voru gerðir nýir samstarfssamningar á síðasta ári við félög eldri borgara í bænum. Samningarnir tryggja að félögin eru betur í stakk búin til að bjóða upp á fjölbreytt framboð af hreyfingu og heilsueflingu. Í framhaldinu var Janusar verkefnið innleitt og hefur aðsóknin í það verið mjög góð. Verkefnið er kærkomin viðbót við aðra skipulagða hreyfingu sem er í boði hjá félögum bæjarins. Félagsleg samskipti Við mannfólkið erum félagsverur og því hafa félagsleg tengsl áhrif á heilsu okkar, líðan og jafnvel lífslíkur. Einnig sýna rannsóknir að góð félagsleg tengsl eru einn mikilvægast þátturinn sem stuðlar að hamingju. Til að vinna gegn félagslegri einangrun og einmanaleika eldri borgara er mikilvægt að efla tengslin og skapa aðstæður til samneytis. Á þetta ekki síst við nú þegar við sjáum fram á afléttingu samkomutakmarkana. Það er því gaman að fylgjast með þeirri miklu aðsókn og grósku í öllu félagsstarfi eldri borgara í Garðabæ. Til að vinna áfram að því að skapa aðstæður til góðra tengsla og samveru milli einstaklinga er nú unnið að nýrri og endurbættri aðstöðu fyrir félagsstarf eldri borgara í bænum. Á miðsvæðinu á Álftanesi, sem nú er í uppbyggingu, er meðal annars gert ráð fyrir sérstakri félagsaðstöðu fyrir eldri borgara. Stækkun og breyting á Jónshúsi er í skoðun ásamt því að einstakar aðstæður eru til hreyfingar, samveru og félagsstarfa í Miðgarði, nýja fjölnota íþróttahúsinu okkar. Nýtum tæknina Mikilvægt er að fjölbreytt húsnæði sé í boði í Garðabæ enda eru þarfir og óskir íbúa mismunandi eftir æviskeiðum. Tryggja þarf fjölbreyttan stuðning og heimaþjónustu til að auðvelda eldra borgurum að búa á sínu eigin heimili eins lengi og vilji þeirra stendur til. Þjónustuþörf á að vera metin í samtali og samvinnu við hvern og einn enda erum við sérfræðingar í okkar eigin lífi. Þjónustan þarf að taka mið af þróun og nýsköpun í tækni sem getur auðveldað öllum daglegar athafnir, tryggt enn betur þjálfun og umönnun ásamt því að veita öryggi. Þjálfun í notkun og umgengi við tæknilausnir er því nauðsynleg og styður við samfélagsþátttöku eldri borgara. Ég vil halda áfram að leggja mitt af mörkum til að eldri borgarar í Garðabæ geti notið efri áranna á þann hátt sem hentar hverjum og einum og í umhverfi sem býður upp á fjölbreytta valkosti. Höfundur er forseti bæjarstjórnar og formaður íþrótta- og tómstundaráðs í Garðabæ og sækist eftir 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun