Sport

Snorri og Ísak í nítjánda sæti

Sindri Sverrisson skrifar
Snorri Einarsson á enn eftir eina grein í Peking, á laugardaginn.
Snorri Einarsson á enn eftir eina grein í Peking, á laugardaginn. Getty/Tom Weller

Snorri Einarsson og Ísak Stianson Pedersen höfnuðu í 10. sæti í sínum riðli í undanúrslitum liðakeppninnar í sprettgöngu á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Þeir komust því ekki áfram.

Snorri og Ísak skíðuðu samtals á 21:05,66 mínútum og voru 58,67 sekúndum á eftir fyrsta liðinu í sínum riðli, Ítalíu.

Þeir enduðu samtals í 19. sæti af 25 liðum sem tóku þátt en tíunda og síðasta liðið inn í úrslitin var frá Bandaríkjunum og kom í mark á 20:11,42 mínútum. Snorri og Ísak hefðu því þurft að vera um 54 sekúndum fljótari til að komast áfram.

Snorri er núna eini Íslendingurinn sem ekki hefur lokið keppni á Vetrarólympíuleikunum en hann keppir í 50 km göngu að morgni laugardagsins 19. febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×