Opið bréf til Sævars Péturssonar vegna framboðs Helga Benediktsdóttir, Hulda Hrund Sigmundsdóttir, Ninna Karla Katrínardóttir, Ólöf Tara Harðardóttir, Tanja M. Ísfjörð og Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifa 15. febrúar 2022 11:01 Það þarf ekki að rifja upp langt aftur í tímann hvers vegna það er verið að kjósa nýjan formann innan Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ. „Þörf er á hugarfarsbreytingu, tími þöggunar og einhvers konar yfirhylmingar er liðinn“, „...um leið tel ég mikilvægara í dag að taka stöðu með þolendum til þess að breytingar verði að veruleika því það er sannarlega kominn tími á slíkt“. Ofangreindar tilvitnanir eru úr Facebook færslum Sævars Péturssonar frá 31. ágúst og 8. september 2021. Nú hefur Sævar boðið sig fram til formanns KSÍ en í tilkynningu hans um framboð nefnir hann hvergi ofbeldismál, þöggun, yfirhylmingu né þolendur. Ástæða þess að verið er að kjósa nýjan formann KSÍ er sú að fyrrum formaður og stjórn brugðust þolendum algjörlega. Það tengist ekki fjármálum, þjóðarleikvangi eða öðrum málefnum fótboltans. Það tengist þolendum og einungis þolendum. Það er því áhugavert að ofbeldismál innan Knattspyrnuhreyfingarinnar komi hvergi fram sem helstu áherslur Sævars í framboðinu. Þolendur innan sem utan vallar þurfa að fá tækifæri til að finna sig aftur innan hreyfingarinnar. Þolendur og iðkendur þurfa að upplifa traust og öryggi í garð hreyfingarinnar til að trúa því að á þau verði hlustað kjósi þau að segja frá ofbeldi. Við teljum að það sé erfitt að setja fótboltann strax í fyrsta sæti þegar öryggi iðkenda er ekki tryggt. Við teljum nauðsynlegt að tryggja öryggi iðkenda innan hreyfingarinnar og að okkar mati ætti það að vera í forgangi og í kjölfarið kemur allt hitt. Með öryggi vex hreyfingin. Þær áherslur sem Sævar kom inn á í framboðs tilkynningu sinni eru góðar og gildar en á sama tíma veltum við fyrir okkur hvers vegna það sé hvergi minnst á ofbeldismál og þolendur. Við viljum því spyrja þig beint, Sævar; 1. Hvers vegna eru ofbeldismál, þöggun, yfirhylming og þolendur ekki meðal helstu áhersla í framboðstilkynningu þinni? 2. Hvernig hyggst þú taka stöðu með þolendum til þess að breytingar innan hreyfingarinnar verði að veruleika líkt og þú segir sjálfur 8. september 2021 í færslu á Facebook? 3. Hvernig ætlar þú styðja við þolendur sem leita til KSÍ vegna ofbeldi af hálfu leikmanna innan knattspyrnuhreyfingarinnar? 4. Munt þú leita til sérfræðinga í málaflokki ofbeldis til að fá ráðleggingar um hvernig eigi að taka á ofbeldismálum sem kom inn á borð KSÍ? 5. Hefur þú hugsað þér að taka til skoðunar siðareglur KSÍ, sem skortir, líkt og tilkynning þín til framboðs, allt sem kemur inn á ofbeldi og þolendur þess Höfundar eru stjórnarmenn í aktívistasamtökunum Öfgum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Það þarf ekki að rifja upp langt aftur í tímann hvers vegna það er verið að kjósa nýjan formann innan Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ. „Þörf er á hugarfarsbreytingu, tími þöggunar og einhvers konar yfirhylmingar er liðinn“, „...um leið tel ég mikilvægara í dag að taka stöðu með þolendum til þess að breytingar verði að veruleika því það er sannarlega kominn tími á slíkt“. Ofangreindar tilvitnanir eru úr Facebook færslum Sævars Péturssonar frá 31. ágúst og 8. september 2021. Nú hefur Sævar boðið sig fram til formanns KSÍ en í tilkynningu hans um framboð nefnir hann hvergi ofbeldismál, þöggun, yfirhylmingu né þolendur. Ástæða þess að verið er að kjósa nýjan formann KSÍ er sú að fyrrum formaður og stjórn brugðust þolendum algjörlega. Það tengist ekki fjármálum, þjóðarleikvangi eða öðrum málefnum fótboltans. Það tengist þolendum og einungis þolendum. Það er því áhugavert að ofbeldismál innan Knattspyrnuhreyfingarinnar komi hvergi fram sem helstu áherslur Sævars í framboðinu. Þolendur innan sem utan vallar þurfa að fá tækifæri til að finna sig aftur innan hreyfingarinnar. Þolendur og iðkendur þurfa að upplifa traust og öryggi í garð hreyfingarinnar til að trúa því að á þau verði hlustað kjósi þau að segja frá ofbeldi. Við teljum að það sé erfitt að setja fótboltann strax í fyrsta sæti þegar öryggi iðkenda er ekki tryggt. Við teljum nauðsynlegt að tryggja öryggi iðkenda innan hreyfingarinnar og að okkar mati ætti það að vera í forgangi og í kjölfarið kemur allt hitt. Með öryggi vex hreyfingin. Þær áherslur sem Sævar kom inn á í framboðs tilkynningu sinni eru góðar og gildar en á sama tíma veltum við fyrir okkur hvers vegna það sé hvergi minnst á ofbeldismál og þolendur. Við viljum því spyrja þig beint, Sævar; 1. Hvers vegna eru ofbeldismál, þöggun, yfirhylming og þolendur ekki meðal helstu áhersla í framboðstilkynningu þinni? 2. Hvernig hyggst þú taka stöðu með þolendum til þess að breytingar innan hreyfingarinnar verði að veruleika líkt og þú segir sjálfur 8. september 2021 í færslu á Facebook? 3. Hvernig ætlar þú styðja við þolendur sem leita til KSÍ vegna ofbeldi af hálfu leikmanna innan knattspyrnuhreyfingarinnar? 4. Munt þú leita til sérfræðinga í málaflokki ofbeldis til að fá ráðleggingar um hvernig eigi að taka á ofbeldismálum sem kom inn á borð KSÍ? 5. Hefur þú hugsað þér að taka til skoðunar siðareglur KSÍ, sem skortir, líkt og tilkynning þín til framboðs, allt sem kemur inn á ofbeldi og þolendur þess Höfundar eru stjórnarmenn í aktívistasamtökunum Öfgum.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun