A-listi Eflingar berst af áræði og heilum hug fyrir verkalýðnum Ólöf Helga Adolfsdóttir skrifar 15. febrúar 2022 10:30 Í kvöld lýkur kosningum í Eflingu og félagsmenn velja þá stjórn sem þeir vilja að stýri stéttarfélaginu í gegnum kjarasamningsviðræður og næstu tvö árin. Kosningabaráttan hefur að miklu leyti verið höfðuð í fyrirsögnum fjölmiðla og í skotgröfum samfélagsmiðla, en ég vil ljúka henni með bjartsýni og skýrum skilaboðum um það sem ég og A-listi minn stöndum fyrir. A-listinn er nefnilega mjög áhugaverður, en það sem skilur okkur frá öðrum listum sem bjóða sig fram til forystu Eflingar er að A-listinn er lýðræðislegur listi. Hann samanstendur af fólki sem sendi inn tilnefningu sína í kjölfar þess að uppstillinganefnd auglýsti eftir framboðum. Sú auglýsing gaf í fyrsta skipti í sögu Eflingar öllum félagsmönnum sama tækifæri til þess að taka sæti á A-lista stjórnar. Ég eins og aðrir á A-listanum sendi inn nafnið mitt og beið eftir að uppstillingarnefnd kynnti sína tillögu. Ég er þakklát uppstillingarnefnd fyrir að hafa sett saman svo sterkan lista, svo flottan listi sem samansettur er af ólíkum Eflingarfélögum sem hafa það allir sameiginlegt að vilja taka þátt í uppbyggingu og styrkingu verkalýðsbaráttunnar. Fyrst um sinn höfðum við okkur hæg enda þurftum við að kynnast og sammælast um mikilvægustu málefnin en komumst fljótt að því að við deilum sömu framtíðarsýn. Við teljum hagsmunum verkalýðsbaráttunnar best borgið í samvinnu og samstöðu innan hreyfingarinnar. Við erum öll verka- og láglaunafólk, við höfum öll fundið á eigin skinni yfirgang atvinnurekenda á íslenska vinnumarkaðinum. Við þekkjum atvinnumissi, launaþjófnað, fordóma og álag í öllum starfsgreinum. Við krefjumst jöfnuðar, við krefjumst þess að allir geti geti lifað á launum sínum, að allir hafi tækifæri til þess að búa sér öruggt heimili. Listi sem endurspeglar félagsmenn Við höfum öll ólíka reynslu af trúnaðarstörfum fyrir Eflingu — sum okkar hafa verið í stjórn Eflingar, aðrir hafa verið í trúnaðarráði, en sum okkar eru að koma fersk inn í starfið. Við höfum þó öll mikinn hvata og drifkraft. Við höfum ólíka reynslu en breiðan skilning á ólíkum hópum Eflingarfélaga. Stór hluti okkar hefur tekið mikinn þátt í þeim breytingum sem hafa orðið á félaginu á síðustu árum og tekið ríkan þátt í baráttunni. Nái A-listinn kjöri mun hann gera það að verkum að stjórn stéttarfélagsins endurspegli sannarlega félagatal Eflingar. Með ungt kraftmikið fólk í hópnum auk lífsreynds fólks, blöndu af innfæddu og aðfluttu verkafólki, af opinbera og almenna markaðinum teljum við A-listann ekki aðeins fremsta kostinn til þess að leiða Eflingu áfram. Heldur teljum við að með því að velja A-listan séu Eflingarfélagar að velja lýðræði fram yfir frændhygli. Þær jákvæðu breytingar sem orðið hafa í félaginu okkar á síðustu árum munu halda áfram. Ný forysta og nýtt fólk sem kemur með ferska framtíðarsýn og áræðni í farteskinu er það sem Efling þarf. Eftir róstusaman tíma er mikilvægt að koma jafnvægi á starf Eflingar og að eining, áræði og skilningur á veruleika verkalýðsins einkenni komandi kjarabaráttu. Húsnæðisstefna fyrir verkalýðinn Húsnæðismálin eru fjölþætt en margir möguleikar eru þar til úrbóta. A-listinn telur mikilvægt að lífeyrissjóðir okkar og stjórnvöld fjárfesti í uppbyggingu á óhagnaðardrifnum leigufélögum, auk þess að leigubremsu verði komið á og framboð lóða verði aukið til uppbyggingar á fasteignamarkaði. Önnur úrræði í húsnæðismálum eru til að mynda að endurheimta vaxtabætur og endurskoða hlutdeildarlán, en mikilvægt er að félagsmenn okkar geti fundið húsnæði sem uppfyllir kröfur hlutdeildarlána. Lífeyrissjóðir nýttir til góðs Lífeyrismál er málaflokkur sem vegur þungt hjá A-listanum og förum við fram á að skerðingarmörk verði hækkuð og fallið verði frá vangaveltum ráðamanna um hækkun lífeyristökualdurs. Auk þess krefjumst við þess að þeirri stefnu sem Gildi hefur sett sér um ábyrgar fjárfestingar verði fylgt og að stjórn sjóðsins okkar beiti sér í þeim fyrirtækjum sem við fjárfestum í verði þau uppvís að því að brjóta á félagslegum réttindum launafólks. Takist ekki að hafa áhrif á þau fyrirtæki þá skuli Gildi draga til baka fjármagn okkar úr þeim fyrirtækjum enda er það hagur sjóðsfélaga að atvinnurekendur virði þau réttindi sem verkalýðurinn hefur barist fyrir. Við munum halda áfram með lækkun skattbyrði á félagsmenn okkar og munum við því fara fram á hækkun persónuafslátts. Auk þess sem við munum ekki skrifa undir kjarasamning nema hafa komið á blað skýrum og vel útfærðum viðurlögum við launaþjófnaði. Skynsamleg nýting á sjóðum félagsins Þó vissulega sé margt að sækja til atvinnurekenda og stjórnvalda teljum við að mikilvægt sé að sjóðir Eflingar verði nýttir skynsamlega fyrir félagsmenn en ekki í of stórar skrifstofur og aðskilnað formanns frá félagsmönnum. Við viljum því horfa til hagkvæmrar endurskipulagningar á 3. hæð húsnæðis Eflingar að Guðrúnartúni 1 með það í huga að nýta plássið betur og geta þá leigt út þær veglegu skrifstofur sem nú eru á 4. hæð hússins. Skrifstofurnar sem eru á 4. hæð ættu að geta aflað Eflingu góðum leigutekjum sem styrki fjárhag félagsins og þannig veiti okkur meira rúm til að láta sjóði félagsins hagnast félagsmönnum. Ég vil líka horfa til uppbyggingar á orlofshúsakostum Eflingar með aukningu sem nemur um fimm húsum á ári næstu sex árin. Nái A-listinn kjöri munum við strax geta tekið nokkur ný hús í notkun næsta vetur en ég hef nú þegar velt þessum möguleikum upp með orlofssviði Eflingar. Einnig hef ég hug á að setja af stað tilraunaverkefni fyrir gæludýraeigendur næsta vetur en ætlunin er að leyfa dýrahald í tveimur af húsum Eflingar næsta vetur og áfram ef vel tekst til. A-listinn telur mikilvægt að leggja áherslu á að tannlækningar séu aðgengilegar Eflingarfélögum. Við munum því leggja mikið á okkur til þess að ná gjaldfrjálsum tannlækningum í gegn en við vonumst til þess að koma á tannheilsustyrk í Eflingu þar til því markmiði er náð. Margt er mikilvægt að skoða í næstu kjarasamningum og erum við tilbúin í slaginn. Með félögum okkar í Eflingu getur ekkert stöðvað okkur. Við erum Efling. Við höldum atvinnulífinu gangandi. Án okkar er enginn hagvöxtur. Án okkar stoppar allt. Höfundur er starfandi varaformaður Eflingar og formannsefni A-lista í stjórnarkosningum Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólöf Helga Adolfsdóttir Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í kvöld lýkur kosningum í Eflingu og félagsmenn velja þá stjórn sem þeir vilja að stýri stéttarfélaginu í gegnum kjarasamningsviðræður og næstu tvö árin. Kosningabaráttan hefur að miklu leyti verið höfðuð í fyrirsögnum fjölmiðla og í skotgröfum samfélagsmiðla, en ég vil ljúka henni með bjartsýni og skýrum skilaboðum um það sem ég og A-listi minn stöndum fyrir. A-listinn er nefnilega mjög áhugaverður, en það sem skilur okkur frá öðrum listum sem bjóða sig fram til forystu Eflingar er að A-listinn er lýðræðislegur listi. Hann samanstendur af fólki sem sendi inn tilnefningu sína í kjölfar þess að uppstillinganefnd auglýsti eftir framboðum. Sú auglýsing gaf í fyrsta skipti í sögu Eflingar öllum félagsmönnum sama tækifæri til þess að taka sæti á A-lista stjórnar. Ég eins og aðrir á A-listanum sendi inn nafnið mitt og beið eftir að uppstillingarnefnd kynnti sína tillögu. Ég er þakklát uppstillingarnefnd fyrir að hafa sett saman svo sterkan lista, svo flottan listi sem samansettur er af ólíkum Eflingarfélögum sem hafa það allir sameiginlegt að vilja taka þátt í uppbyggingu og styrkingu verkalýðsbaráttunnar. Fyrst um sinn höfðum við okkur hæg enda þurftum við að kynnast og sammælast um mikilvægustu málefnin en komumst fljótt að því að við deilum sömu framtíðarsýn. Við teljum hagsmunum verkalýðsbaráttunnar best borgið í samvinnu og samstöðu innan hreyfingarinnar. Við erum öll verka- og láglaunafólk, við höfum öll fundið á eigin skinni yfirgang atvinnurekenda á íslenska vinnumarkaðinum. Við þekkjum atvinnumissi, launaþjófnað, fordóma og álag í öllum starfsgreinum. Við krefjumst jöfnuðar, við krefjumst þess að allir geti geti lifað á launum sínum, að allir hafi tækifæri til þess að búa sér öruggt heimili. Listi sem endurspeglar félagsmenn Við höfum öll ólíka reynslu af trúnaðarstörfum fyrir Eflingu — sum okkar hafa verið í stjórn Eflingar, aðrir hafa verið í trúnaðarráði, en sum okkar eru að koma fersk inn í starfið. Við höfum þó öll mikinn hvata og drifkraft. Við höfum ólíka reynslu en breiðan skilning á ólíkum hópum Eflingarfélaga. Stór hluti okkar hefur tekið mikinn þátt í þeim breytingum sem hafa orðið á félaginu á síðustu árum og tekið ríkan þátt í baráttunni. Nái A-listinn kjöri mun hann gera það að verkum að stjórn stéttarfélagsins endurspegli sannarlega félagatal Eflingar. Með ungt kraftmikið fólk í hópnum auk lífsreynds fólks, blöndu af innfæddu og aðfluttu verkafólki, af opinbera og almenna markaðinum teljum við A-listann ekki aðeins fremsta kostinn til þess að leiða Eflingu áfram. Heldur teljum við að með því að velja A-listan séu Eflingarfélagar að velja lýðræði fram yfir frændhygli. Þær jákvæðu breytingar sem orðið hafa í félaginu okkar á síðustu árum munu halda áfram. Ný forysta og nýtt fólk sem kemur með ferska framtíðarsýn og áræðni í farteskinu er það sem Efling þarf. Eftir róstusaman tíma er mikilvægt að koma jafnvægi á starf Eflingar og að eining, áræði og skilningur á veruleika verkalýðsins einkenni komandi kjarabaráttu. Húsnæðisstefna fyrir verkalýðinn Húsnæðismálin eru fjölþætt en margir möguleikar eru þar til úrbóta. A-listinn telur mikilvægt að lífeyrissjóðir okkar og stjórnvöld fjárfesti í uppbyggingu á óhagnaðardrifnum leigufélögum, auk þess að leigubremsu verði komið á og framboð lóða verði aukið til uppbyggingar á fasteignamarkaði. Önnur úrræði í húsnæðismálum eru til að mynda að endurheimta vaxtabætur og endurskoða hlutdeildarlán, en mikilvægt er að félagsmenn okkar geti fundið húsnæði sem uppfyllir kröfur hlutdeildarlána. Lífeyrissjóðir nýttir til góðs Lífeyrismál er málaflokkur sem vegur þungt hjá A-listanum og förum við fram á að skerðingarmörk verði hækkuð og fallið verði frá vangaveltum ráðamanna um hækkun lífeyristökualdurs. Auk þess krefjumst við þess að þeirri stefnu sem Gildi hefur sett sér um ábyrgar fjárfestingar verði fylgt og að stjórn sjóðsins okkar beiti sér í þeim fyrirtækjum sem við fjárfestum í verði þau uppvís að því að brjóta á félagslegum réttindum launafólks. Takist ekki að hafa áhrif á þau fyrirtæki þá skuli Gildi draga til baka fjármagn okkar úr þeim fyrirtækjum enda er það hagur sjóðsfélaga að atvinnurekendur virði þau réttindi sem verkalýðurinn hefur barist fyrir. Við munum halda áfram með lækkun skattbyrði á félagsmenn okkar og munum við því fara fram á hækkun persónuafslátts. Auk þess sem við munum ekki skrifa undir kjarasamning nema hafa komið á blað skýrum og vel útfærðum viðurlögum við launaþjófnaði. Skynsamleg nýting á sjóðum félagsins Þó vissulega sé margt að sækja til atvinnurekenda og stjórnvalda teljum við að mikilvægt sé að sjóðir Eflingar verði nýttir skynsamlega fyrir félagsmenn en ekki í of stórar skrifstofur og aðskilnað formanns frá félagsmönnum. Við viljum því horfa til hagkvæmrar endurskipulagningar á 3. hæð húsnæðis Eflingar að Guðrúnartúni 1 með það í huga að nýta plássið betur og geta þá leigt út þær veglegu skrifstofur sem nú eru á 4. hæð hússins. Skrifstofurnar sem eru á 4. hæð ættu að geta aflað Eflingu góðum leigutekjum sem styrki fjárhag félagsins og þannig veiti okkur meira rúm til að láta sjóði félagsins hagnast félagsmönnum. Ég vil líka horfa til uppbyggingar á orlofshúsakostum Eflingar með aukningu sem nemur um fimm húsum á ári næstu sex árin. Nái A-listinn kjöri munum við strax geta tekið nokkur ný hús í notkun næsta vetur en ég hef nú þegar velt þessum möguleikum upp með orlofssviði Eflingar. Einnig hef ég hug á að setja af stað tilraunaverkefni fyrir gæludýraeigendur næsta vetur en ætlunin er að leyfa dýrahald í tveimur af húsum Eflingar næsta vetur og áfram ef vel tekst til. A-listinn telur mikilvægt að leggja áherslu á að tannlækningar séu aðgengilegar Eflingarfélögum. Við munum því leggja mikið á okkur til þess að ná gjaldfrjálsum tannlækningum í gegn en við vonumst til þess að koma á tannheilsustyrk í Eflingu þar til því markmiði er náð. Margt er mikilvægt að skoða í næstu kjarasamningum og erum við tilbúin í slaginn. Með félögum okkar í Eflingu getur ekkert stöðvað okkur. Við erum Efling. Við höldum atvinnulífinu gangandi. Án okkar er enginn hagvöxtur. Án okkar stoppar allt. Höfundur er starfandi varaformaður Eflingar og formannsefni A-lista í stjórnarkosningum Eflingar.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar