Lögreglan á að vita að frumskylda blaðamanna er að vernda heimildarmenn Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar 14. febrúar 2022 20:07 Varðandi ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að kalla minnst fjóra blaðamenn til yfirheyrslu vegna gruns um brot gegn friðhelgi einkalífsins í tengslum við fréttaflutning um skæruliðadeild Samherja, hef ég þetta að segja sem formaður Blaðamannafélags Íslands: Á þessum tímapunkti er ekki ljóst nákvæmlega um hvað blaðamennirnir, sem eru minnst fjórir, þau Þóra Arnórsdóttir, ristjóri Kveiks, Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni, Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður Kjarnans, og Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hafa unnið sér til saka til þess að verðskulda stöðu sakbornings við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi. Þeim hefur verið sagt að þeir séu grunaðir um brot gegn friðhelgi einkalífsins með skrifum á fréttum unnum upp úr gögnum sem sýndu samskipti fólks tengdu Samherja, sem kallaði sig skæruliðadeild. Enginn hefur véfengt þessar fréttir og Samherji hefur síðan beðist afsökunar á því framferði sem þar var lýst. Það er óskiljanlegt og í raun mjög alvarlegt að lögreglan á Norðurlandi hafi ákveðið að kalla þrjá blaðamenn til yfirheyrslu vegna þess eins að þeir skrifuðu fréttir upp úr gögnum sem þeir höfðu undir höndum. Það er grundvöllur starfs blaðamanna að vinna úr gögnum sem þeim berast. Lögreglan kallar hér blaðamenn til yfirheyrslu með réttarstöðu grunaðs um að hafa brotið gegn friðhelgi einkalífsins. Hvenær sem gögn eru þess eðlis að þau gætu talist sem brot gegn friðhelgi einkalífsins þarf blaðamaður að meta þau með tilliti til almannahagsmuna og meta hvort vegi þyngra, friðhelgi einkalífsins eða almannahagsmunir. Þegar almannahagsmunir vega þyngra er það aldrei spurning að slík gögn eigi að nota til grundvallar fréttum, sama hvernig gögnin eru fengin. Alþjóðastofnanir hafa lagt á það grundvallaráherslu að gætt sé fyllstu varkárni þegar blaðamenn eru rannsakaðir. Blaðamenn hafa, samkvæmt dómum Mannréttindadómstólsins, fullan rétt til og ber í raun skylda til þess að vernda heimildarmenn sína, hvort sem upplýsingar sem um ræðir eru fengnar með lögmætum eða ólögmætum hætti. Af málavöxtum að dæma virðist sem það sé ætlun lögreglu að krefja blaðamenn um að gefa upp heimildarmenn sína. Það er beinlínis frumskylda blaðamanna að standa vörð um heimildarmenn sína, enda er kveðið á um slíkt í lögum og að um það hafi fallið margir dómar fallið. Að auki eru vart dæmi um það á síðustu árum eða áratugum að blaðamaður sé kallaður til yfirheyrslu þar sem hann er krafinn um að veita lögreglu upplýsingar um heimildarmenn sína, endar þykir flestum slíkt fráleit hugmynd og margir áratugir eru síðan slíkt mál fór síðast fyrir dómstóla. Það sem er einna alvarlegast í þessu máli er að lögreglan á Akureyri virðist ekki átta sig á því að öll afskipti lögreglu af blaðamönnum þurfa að vera vel rökstudd og hafa skýran tilgang og að þörfin sé rík og ganga út frá þeirri ófrávíkjanlegu meginreglu að blaðamenn verndi heimildarmenn sína. Því er óskiljanlegt og nær óverjandi að lögreglan kalli blaðamenn til yfirheyrslu eingöngu til þess að fá þær upplýsingar frá þeim að þeir muni ekki gefa upp heimildarmenn sína. Það má beinlínis túlka sem óeðlileg afskipti lögreglu af starfi blaðamanna sem tefur þá að auki frá öðrum störfum á meðan og hefur þar af leiðandi hamlandi áhrif á störf þeirra. Evrópuráðið hefur bent á að þessu til viðbótar geti afskipti lögreglu sem þessi af blaðamönnum dregið úr vilja almennings til þess að láta blaðamönnum í té upplýsingar, sem hafi einnig áhrif á rétta almennings til upplýsinga.Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður BÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Samherjaskjölin Tengdar fréttir Alvarlegt að blaðamenn fái réttarstöðu sakbornings fyrir að skrifa fréttir Ritstjóri Kjarnans segist undrandi á því að hafa, ásamt tveimur öðrum blaðamönnum, verið boðaður í yfirheyrslu vegna umfjöllunar sinnar um svokallaða „skæruliðadeild Samherja.“ 14. febrúar 2022 19:50 Boðaður í yfirheyrslu vegna umfjöllunar um Samherja Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, hefur verið boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í næstu viku vegna umfjöllunar sinnar um aðferðir hinnar svokölluðu „skæruliðadeildar Samherja.“ 14. febrúar 2022 18:19 Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Varðandi ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að kalla minnst fjóra blaðamenn til yfirheyrslu vegna gruns um brot gegn friðhelgi einkalífsins í tengslum við fréttaflutning um skæruliðadeild Samherja, hef ég þetta að segja sem formaður Blaðamannafélags Íslands: Á þessum tímapunkti er ekki ljóst nákvæmlega um hvað blaðamennirnir, sem eru minnst fjórir, þau Þóra Arnórsdóttir, ristjóri Kveiks, Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni, Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður Kjarnans, og Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hafa unnið sér til saka til þess að verðskulda stöðu sakbornings við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi. Þeim hefur verið sagt að þeir séu grunaðir um brot gegn friðhelgi einkalífsins með skrifum á fréttum unnum upp úr gögnum sem sýndu samskipti fólks tengdu Samherja, sem kallaði sig skæruliðadeild. Enginn hefur véfengt þessar fréttir og Samherji hefur síðan beðist afsökunar á því framferði sem þar var lýst. Það er óskiljanlegt og í raun mjög alvarlegt að lögreglan á Norðurlandi hafi ákveðið að kalla þrjá blaðamenn til yfirheyrslu vegna þess eins að þeir skrifuðu fréttir upp úr gögnum sem þeir höfðu undir höndum. Það er grundvöllur starfs blaðamanna að vinna úr gögnum sem þeim berast. Lögreglan kallar hér blaðamenn til yfirheyrslu með réttarstöðu grunaðs um að hafa brotið gegn friðhelgi einkalífsins. Hvenær sem gögn eru þess eðlis að þau gætu talist sem brot gegn friðhelgi einkalífsins þarf blaðamaður að meta þau með tilliti til almannahagsmuna og meta hvort vegi þyngra, friðhelgi einkalífsins eða almannahagsmunir. Þegar almannahagsmunir vega þyngra er það aldrei spurning að slík gögn eigi að nota til grundvallar fréttum, sama hvernig gögnin eru fengin. Alþjóðastofnanir hafa lagt á það grundvallaráherslu að gætt sé fyllstu varkárni þegar blaðamenn eru rannsakaðir. Blaðamenn hafa, samkvæmt dómum Mannréttindadómstólsins, fullan rétt til og ber í raun skylda til þess að vernda heimildarmenn sína, hvort sem upplýsingar sem um ræðir eru fengnar með lögmætum eða ólögmætum hætti. Af málavöxtum að dæma virðist sem það sé ætlun lögreglu að krefja blaðamenn um að gefa upp heimildarmenn sína. Það er beinlínis frumskylda blaðamanna að standa vörð um heimildarmenn sína, enda er kveðið á um slíkt í lögum og að um það hafi fallið margir dómar fallið. Að auki eru vart dæmi um það á síðustu árum eða áratugum að blaðamaður sé kallaður til yfirheyrslu þar sem hann er krafinn um að veita lögreglu upplýsingar um heimildarmenn sína, endar þykir flestum slíkt fráleit hugmynd og margir áratugir eru síðan slíkt mál fór síðast fyrir dómstóla. Það sem er einna alvarlegast í þessu máli er að lögreglan á Akureyri virðist ekki átta sig á því að öll afskipti lögreglu af blaðamönnum þurfa að vera vel rökstudd og hafa skýran tilgang og að þörfin sé rík og ganga út frá þeirri ófrávíkjanlegu meginreglu að blaðamenn verndi heimildarmenn sína. Því er óskiljanlegt og nær óverjandi að lögreglan kalli blaðamenn til yfirheyrslu eingöngu til þess að fá þær upplýsingar frá þeim að þeir muni ekki gefa upp heimildarmenn sína. Það má beinlínis túlka sem óeðlileg afskipti lögreglu af starfi blaðamanna sem tefur þá að auki frá öðrum störfum á meðan og hefur þar af leiðandi hamlandi áhrif á störf þeirra. Evrópuráðið hefur bent á að þessu til viðbótar geti afskipti lögreglu sem þessi af blaðamönnum dregið úr vilja almennings til þess að láta blaðamönnum í té upplýsingar, sem hafi einnig áhrif á rétta almennings til upplýsinga.Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður BÍ.
Alvarlegt að blaðamenn fái réttarstöðu sakbornings fyrir að skrifa fréttir Ritstjóri Kjarnans segist undrandi á því að hafa, ásamt tveimur öðrum blaðamönnum, verið boðaður í yfirheyrslu vegna umfjöllunar sinnar um svokallaða „skæruliðadeild Samherja.“ 14. febrúar 2022 19:50
Boðaður í yfirheyrslu vegna umfjöllunar um Samherja Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, hefur verið boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í næstu viku vegna umfjöllunar sinnar um aðferðir hinnar svokölluðu „skæruliðadeildar Samherja.“ 14. febrúar 2022 18:19
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun