Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Valur 99-92 | Mögnuð endurkoma heimamanna í Grindavík Siggeir F. Ævarsson skrifar 14. febrúar 2022 20:00 Grindavík vann frábæran sigur í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Grindavík og Valur mættust í HS Orku-höllinni í Grindvík í kvöld, þar sem bæði lið þyrsti í sigur. Bæði lið töpuðu síðustu leikjum og voru jafnframt flækt í þennan þétta pakka í töflunni frá 4. – 10. sætis. Leikurinn fór nokkuð jafnt af stað í blábyrjun en svo hófst skotsýning frá Valsmönnum en heimamenn buðu þeim upp í dans með slökum varnarleik á köflum. Staðan 17-25 eftir fyrstu tíu mínúturnar og ekki skánaði útlitið í 2. leikhluta fyrir Grindvíkinga, en gestirnir unnu hann 22-26 og leiddu í hálfleik 39-51. Nýtingin þeirra fyrir utan var 61 prósent í hálfleik, 8/13 ofan í og ljóst að þjálfarar Grindavíkur þurftu eitthvað breyta til ef ekki ætti illa að fara. Grindvíkingar mættu öllu líflegri til leiks í 3. leikhluta og minnkuðu muninnn fljótt í 5 stig. Valsmenn svöruðu strax með 5 stigum og settu þetta aftur í 10, staðan 52-62 en stigin að koma hratt beggja vegna og leikurinn galopinn. Stígur þá fram fyrir skjöldu Elbert nokkur Clark Matthews, kallaður EC. Sallar niður 5 þristum, 19 stig alls í leikhlutanum og bætti við 2 stoðsendingum og frákasti. EC tók leikinn hreinlega yfir í sókninni á þessum kafla og til að fylgja hans frammistöðu eftir mættu Grindvíkingar með ótrúlegan ákafa varnarmegin og stoppuðu hverja sóknina á fætur annarri hjá gestunum. Staðan breyttist úr 52-62 í 68-62 á um það bil fjórum mínútum. 16-0 áhlaup hjá Grindvíkingum en þeir unnu leikhlutann 37-24. Valsmenn voru þó enn í góðum séns fyrir lokaleikhlutann, staðan 76-75. Þeir lokuðu vel á EC en þá stigu aðrir leikmenn upp og þristunum hélt áfram að rigna en Grindavík endaði 19/34 í þristum sem gefur 55 prósent nýtingu. Lokatölur 99-92 þar sem heimamenn sigldu þessu heim með seiglu, baráttu og góðri liðsframmistöðu allt fram til enda. Það fór mikil orka í endurkomuna en það var greinilega nóg á tanknum í kvöld. Af hverju vann Grindavík? Valsmenn settu á svið skotsýningu í fyrri hálfleik sem heimamenn svöruðu í þeim seinni. Grindavík skrúfaði upp ákefðina og grimmdina í vörninni og spilaði nákvæmlega jafn fast og dómaranir leyfðu. Svo voru þeir líka með einn EC Matthews í sínu liði, sem fór hreinlega á kostum í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Þegar upp er staðið skrifast þessi sigur á liðsframmistöðuna varnarlega hjá Grindavík í seinni hálfleik og ótrúlegan þriðja leikhluta hjá EC Matthews. EC endaði með 27 stig, 6 stoðsendingar og 4 fráköst og aðeins einn tapaðan bolta. Þá stjórnaði Naor Sharon leik sinna manna eins og herforingi, skoraði 23 stig og gaf 6 stoðsendingar. Þeir félagar voru alls með 11 þrista í 18 tilraunum, sem þykir vel yfir meðallagi gott. Hjá Valsmönnum fór Pablo mikinn í fyrri hálfleik en sást lítið til hans í seinni. Kári Jónsson reyndi að fylgja eftir góðum skotleik frá síðasta leik, og hefði sennilega að ósekju mátt skjóta meira, endaði 4/6 í þristum og skilaði 19 stigum. Hvað gekk illa? Valsmönnum gekk ekkert að stoppa EC í þriðja, sem tók hvern „step back“ þristinn á fætur öðrum. Vill svo til að EC er örvhentur, eins og önnur „step back“ hetja, James Harden. Spurning um að hann taki þetta alla leið og fari að safna skeggi? Hvað gerist næst? Grindvíkingar nældu hér í kvöld í gríðarlega mikilvæg tvö stig í baráttunni um gott sæti í úrslitakeppninni. Úrslitin þýða líka að Grindavík hefur Val undir í innbyrðisviðureignum liðsins ef þau enda jöfn í vor, svo að þetta gæti orðið drjúgur sigur. Það er stutt í leik hjá báðum liðum. Valsmenn heimsækja ÍR á fimmtudaginn og svo er Suðurnesjaslagur í Njarðvík á föstudaginn. Man ekki hvenær við fengum síðast 37 stig á okkur í einum leikhluta Finnur Freyr Stefánsson var ekki sáttur með tap sinna manna.Vísir/Bára Dröfn Annan leikinn í röð þurfti Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, að mæta í viðtal til mín eftir tapleik og dapra frammistöðu í seinni hálfleik. Finnur var þó ekki á því að hans menn hefðu staðið sig illa, heldur hefðu Grindvíkingar einfaldlega staðið sig með slíkum ólíkindum að það héldu þeim engin bönd. „Munurinn á þessum tveimur leikjum er að mér fannst Grindvíkingarnir vera stórkostlegir í seinni hálfleik. Síðasti leikur var miklu meira „slug fest“ en hérna bara kveiknaði all hressilega á Grindvíkingunum og við náðum eiginlega ekkert að klukka þá. Ég held að þeir séu 13/18 í þriggja stiga skotum [í seinni hálfleik, innsk. blm.] og ég man nú bara ekki eftir því hvenær við fengum síðast á okkur 37 stig í einum leikhluta.“ „Við náðum einhvern ekki að komast nálægt EC í þriðja leikhlutanum og svo þegar við fórum að reyna að breyta til, þá opnaðist fyrir Kidda og Óla, og Naor skaut boltanum líka frábærlega í dag. Í síðasta leik var kannski hægt að kvarta yfir sóknarleiknum en í dag er það varnarleikurinn í seinni hálfleik sem brást.“ Valsmenn skutu sjálfir mjög vel í fyrri hálfleik en það fjaraði aðeins undan þeim í seinni hálfleik. Ég spurði Finn hvort það hefði eitthvað klikkað í hálfleiksræðunni. „Nei nei. Þeir komu bara aðeins ákveðnari inn í seinni hálfleikinn og náðu boltanum aðeins úr höndunum á okkur. Það var kannski aðeins of mikið fát á okkur, en við teljum okkur eiga að vinna leiki þar sem við skorum yfir 90 stig þannig að við einbeitum okkur að þeim endanum þegar við tökum þennan leik fyrir.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla UMF Grindavík Valur
Grindavík og Valur mættust í HS Orku-höllinni í Grindvík í kvöld, þar sem bæði lið þyrsti í sigur. Bæði lið töpuðu síðustu leikjum og voru jafnframt flækt í þennan þétta pakka í töflunni frá 4. – 10. sætis. Leikurinn fór nokkuð jafnt af stað í blábyrjun en svo hófst skotsýning frá Valsmönnum en heimamenn buðu þeim upp í dans með slökum varnarleik á köflum. Staðan 17-25 eftir fyrstu tíu mínúturnar og ekki skánaði útlitið í 2. leikhluta fyrir Grindvíkinga, en gestirnir unnu hann 22-26 og leiddu í hálfleik 39-51. Nýtingin þeirra fyrir utan var 61 prósent í hálfleik, 8/13 ofan í og ljóst að þjálfarar Grindavíkur þurftu eitthvað breyta til ef ekki ætti illa að fara. Grindvíkingar mættu öllu líflegri til leiks í 3. leikhluta og minnkuðu muninnn fljótt í 5 stig. Valsmenn svöruðu strax með 5 stigum og settu þetta aftur í 10, staðan 52-62 en stigin að koma hratt beggja vegna og leikurinn galopinn. Stígur þá fram fyrir skjöldu Elbert nokkur Clark Matthews, kallaður EC. Sallar niður 5 þristum, 19 stig alls í leikhlutanum og bætti við 2 stoðsendingum og frákasti. EC tók leikinn hreinlega yfir í sókninni á þessum kafla og til að fylgja hans frammistöðu eftir mættu Grindvíkingar með ótrúlegan ákafa varnarmegin og stoppuðu hverja sóknina á fætur annarri hjá gestunum. Staðan breyttist úr 52-62 í 68-62 á um það bil fjórum mínútum. 16-0 áhlaup hjá Grindvíkingum en þeir unnu leikhlutann 37-24. Valsmenn voru þó enn í góðum séns fyrir lokaleikhlutann, staðan 76-75. Þeir lokuðu vel á EC en þá stigu aðrir leikmenn upp og þristunum hélt áfram að rigna en Grindavík endaði 19/34 í þristum sem gefur 55 prósent nýtingu. Lokatölur 99-92 þar sem heimamenn sigldu þessu heim með seiglu, baráttu og góðri liðsframmistöðu allt fram til enda. Það fór mikil orka í endurkomuna en það var greinilega nóg á tanknum í kvöld. Af hverju vann Grindavík? Valsmenn settu á svið skotsýningu í fyrri hálfleik sem heimamenn svöruðu í þeim seinni. Grindavík skrúfaði upp ákefðina og grimmdina í vörninni og spilaði nákvæmlega jafn fast og dómaranir leyfðu. Svo voru þeir líka með einn EC Matthews í sínu liði, sem fór hreinlega á kostum í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Þegar upp er staðið skrifast þessi sigur á liðsframmistöðuna varnarlega hjá Grindavík í seinni hálfleik og ótrúlegan þriðja leikhluta hjá EC Matthews. EC endaði með 27 stig, 6 stoðsendingar og 4 fráköst og aðeins einn tapaðan bolta. Þá stjórnaði Naor Sharon leik sinna manna eins og herforingi, skoraði 23 stig og gaf 6 stoðsendingar. Þeir félagar voru alls með 11 þrista í 18 tilraunum, sem þykir vel yfir meðallagi gott. Hjá Valsmönnum fór Pablo mikinn í fyrri hálfleik en sást lítið til hans í seinni. Kári Jónsson reyndi að fylgja eftir góðum skotleik frá síðasta leik, og hefði sennilega að ósekju mátt skjóta meira, endaði 4/6 í þristum og skilaði 19 stigum. Hvað gekk illa? Valsmönnum gekk ekkert að stoppa EC í þriðja, sem tók hvern „step back“ þristinn á fætur öðrum. Vill svo til að EC er örvhentur, eins og önnur „step back“ hetja, James Harden. Spurning um að hann taki þetta alla leið og fari að safna skeggi? Hvað gerist næst? Grindvíkingar nældu hér í kvöld í gríðarlega mikilvæg tvö stig í baráttunni um gott sæti í úrslitakeppninni. Úrslitin þýða líka að Grindavík hefur Val undir í innbyrðisviðureignum liðsins ef þau enda jöfn í vor, svo að þetta gæti orðið drjúgur sigur. Það er stutt í leik hjá báðum liðum. Valsmenn heimsækja ÍR á fimmtudaginn og svo er Suðurnesjaslagur í Njarðvík á föstudaginn. Man ekki hvenær við fengum síðast 37 stig á okkur í einum leikhluta Finnur Freyr Stefánsson var ekki sáttur með tap sinna manna.Vísir/Bára Dröfn Annan leikinn í röð þurfti Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, að mæta í viðtal til mín eftir tapleik og dapra frammistöðu í seinni hálfleik. Finnur var þó ekki á því að hans menn hefðu staðið sig illa, heldur hefðu Grindvíkingar einfaldlega staðið sig með slíkum ólíkindum að það héldu þeim engin bönd. „Munurinn á þessum tveimur leikjum er að mér fannst Grindvíkingarnir vera stórkostlegir í seinni hálfleik. Síðasti leikur var miklu meira „slug fest“ en hérna bara kveiknaði all hressilega á Grindvíkingunum og við náðum eiginlega ekkert að klukka þá. Ég held að þeir séu 13/18 í þriggja stiga skotum [í seinni hálfleik, innsk. blm.] og ég man nú bara ekki eftir því hvenær við fengum síðast á okkur 37 stig í einum leikhluta.“ „Við náðum einhvern ekki að komast nálægt EC í þriðja leikhlutanum og svo þegar við fórum að reyna að breyta til, þá opnaðist fyrir Kidda og Óla, og Naor skaut boltanum líka frábærlega í dag. Í síðasta leik var kannski hægt að kvarta yfir sóknarleiknum en í dag er það varnarleikurinn í seinni hálfleik sem brást.“ Valsmenn skutu sjálfir mjög vel í fyrri hálfleik en það fjaraði aðeins undan þeim í seinni hálfleik. Ég spurði Finn hvort það hefði eitthvað klikkað í hálfleiksræðunni. „Nei nei. Þeir komu bara aðeins ákveðnari inn í seinni hálfleikinn og náðu boltanum aðeins úr höndunum á okkur. Það var kannski aðeins of mikið fát á okkur, en við teljum okkur eiga að vinna leiki þar sem við skorum yfir 90 stig þannig að við einbeitum okkur að þeim endanum þegar við tökum þennan leik fyrir.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum