Snýr aftur í Olís-deildina eftir 999 daga fjarveru Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. febrúar 2022 08:00 Sverrir Pálsson verður klár í slaginn í fyrsta skipti í 999 daga þegar Selfyssingar taka á móti Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Vísir/Daníel Þór Þann 22. maí árið 2019 skoraði Sverrir Pálsson eitt mark í tíu marka sigri Selfyssinga gegn Haukum í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í handbolta. Sigurinn tryggði Selfyssingum fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins, en Sverrir hefur ekki leikið keppnisleik í handbolta síðan. Í kvöld verður þó breyting á því. Í dag eru nákvæmlega 999 dagar síðan Sverrir fagnaði Íslandsmeistaratitlinum með Sefyssingum, en leikmaðurinn hefur glímt við löng og erfið meiðsli síðan. Hann sleit krossband í tvígang, en ætlar sér að mæta aftur á völlinn í kvöld þegar Selfoss tekur á móti Haukum í Olís-deild karla í handbolta, sama liði og leikmaðurinn lék sinn seinasta keppnislek gegn. „Það verður bara gaman að komast aftur inn á völlinn og vonandi helst maður bara heill núna,“ sagði Sverrir í samtali við Vísi. „Ég er búinn að eyða aðeins lengri tíma í recovery heldur en eftir hina aðgerðina og vonandi skilar það sér bara.“ Sverrir hefur vissulega leikið handbolta eftir sigurinn gegn Haukum. Hann hefur þó meiðst illa í tvígang í æfingaleikjum og þetta verður því hans fyrsti keppnisleikur í tæplega þrjú ár. „Ég slít krossband fyrst í æfingaleik á móti Akureyri fyrir tímabilið 2019/2020 og fer í aðgerð. Ég er svo kominn aftur af stað fyrir tímabilið 2020/2021 og slít þá aftur í æfingaleik við FH.“ „Við héldum samt fyrst að það hefði ekki verið slit í seinna skiptið þannig að ég fór ekkert í aðgerð fyrr en í lok janúar í fyrra. Núna er liðið rétt rúmlega ár frá aðgerð.“ „Við ætlum okkur alla leið í ár“ Selfyssingar hafa leikið á lemstruðu liði þetta tímabilið. Margir af lykilmönnum liðsins hafa verið að glíma við erfið meiðsli í nánast allan vetur, og í raun hófust þessi meiðslavandræði undir lok seinasta tímabils. Liðið er þó að skríða saman aftur og flestir lykilmenn liðsins að snúa til baka eftir meiðslin. Menn fengu góða hvíld janúar og Sverrir segir að þegar Selfyssingar geta stillt upp sínu allra sterkasta liði séu í raun fá lið sem ættu að geta stöðvað þá. Sverrir var lykilmaður í vörn Selfyssinga tímabilið sem liðið tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil.Vísir/Daníel Þór „Þegar við erum með okkar sterkasta lið og alla í hóp þá getum við unnið hvern sem er. Við erum með einn sterkasta hópinn í deildinni myndi ég segja.“ „Við ætlum okkur alla leið í ár. Það er ekkert leyndarmál,“ sagði Sverrir að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun: Selfoss - Haukar 35-25 | Selfoss Íslandsmeistari í fyrsta sinn Mikil fagnaðarlæti á Selfossi í kvöld. 22. maí 2019 21:30 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Í dag eru nákvæmlega 999 dagar síðan Sverrir fagnaði Íslandsmeistaratitlinum með Sefyssingum, en leikmaðurinn hefur glímt við löng og erfið meiðsli síðan. Hann sleit krossband í tvígang, en ætlar sér að mæta aftur á völlinn í kvöld þegar Selfoss tekur á móti Haukum í Olís-deild karla í handbolta, sama liði og leikmaðurinn lék sinn seinasta keppnislek gegn. „Það verður bara gaman að komast aftur inn á völlinn og vonandi helst maður bara heill núna,“ sagði Sverrir í samtali við Vísi. „Ég er búinn að eyða aðeins lengri tíma í recovery heldur en eftir hina aðgerðina og vonandi skilar það sér bara.“ Sverrir hefur vissulega leikið handbolta eftir sigurinn gegn Haukum. Hann hefur þó meiðst illa í tvígang í æfingaleikjum og þetta verður því hans fyrsti keppnisleikur í tæplega þrjú ár. „Ég slít krossband fyrst í æfingaleik á móti Akureyri fyrir tímabilið 2019/2020 og fer í aðgerð. Ég er svo kominn aftur af stað fyrir tímabilið 2020/2021 og slít þá aftur í æfingaleik við FH.“ „Við héldum samt fyrst að það hefði ekki verið slit í seinna skiptið þannig að ég fór ekkert í aðgerð fyrr en í lok janúar í fyrra. Núna er liðið rétt rúmlega ár frá aðgerð.“ „Við ætlum okkur alla leið í ár“ Selfyssingar hafa leikið á lemstruðu liði þetta tímabilið. Margir af lykilmönnum liðsins hafa verið að glíma við erfið meiðsli í nánast allan vetur, og í raun hófust þessi meiðslavandræði undir lok seinasta tímabils. Liðið er þó að skríða saman aftur og flestir lykilmenn liðsins að snúa til baka eftir meiðslin. Menn fengu góða hvíld janúar og Sverrir segir að þegar Selfyssingar geta stillt upp sínu allra sterkasta liði séu í raun fá lið sem ættu að geta stöðvað þá. Sverrir var lykilmaður í vörn Selfyssinga tímabilið sem liðið tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil.Vísir/Daníel Þór „Þegar við erum með okkar sterkasta lið og alla í hóp þá getum við unnið hvern sem er. Við erum með einn sterkasta hópinn í deildinni myndi ég segja.“ „Við ætlum okkur alla leið í ár. Það er ekkert leyndarmál,“ sagði Sverrir að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun: Selfoss - Haukar 35-25 | Selfoss Íslandsmeistari í fyrsta sinn Mikil fagnaðarlæti á Selfossi í kvöld. 22. maí 2019 21:30 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Umfjöllun: Selfoss - Haukar 35-25 | Selfoss Íslandsmeistari í fyrsta sinn Mikil fagnaðarlæti á Selfossi í kvöld. 22. maí 2019 21:30