Franskir frambjóðendur í vanda með að safna nægum fjölda undirskrifta Atli Ísleifsson skrifar 12. febrúar 2022 09:00 Frá kosningafundi Erics Zemmour í Lille í Norður-Frakklandi um síðustu helgi. EPA Nýjar reglur gera það að verkum að Marine Le Pen og fleiri popúlistar sem tilkynnt hafa um framboð í frönsku forsetakosningnum í apríl næstkomandi eiga nú í mestu vandræðum með að tryggja sér nægilegan fjölda undirskrifta til að fá að bjóða sig fram. Hægripopúlistarnir Marine Le Pen og Eric Zemmour og vinstripopúlistinn Jean-Luc Mélenchon mælast saman með rúmlega 42 prósenta stuðning í skoðanakönnunum, nú þegar tæplega tveir mánuðir eru í fyrri umferð forsetakosninganna, en eiga öll talsvert í land með að tryggja sér nauðsynlegan fjölda undirskrifta. Öll stefna þau að því að reyna að hafa betur gegn Emmanuel Macron og koma í veg fyrir að hann verði forseti landsins í fimm ár til viðbótar. Emmanuel Macron Frakklandsforseti.EPA Fyrri umferð forsetakosninganna fer fram 10. apríl og svo verður kosið milli tveggja efstu í síðari umferðinni 24. apríl, nái enginn hreinum meirihluta í fyrri umferðinni. Þurfa fimm hundruð undirskriftir kjörinna fulltrúa Til að fá að bjóða fram í frönsku forsetakosningunum þarf að tryggja sér undirskriftir fimm hundruð af rúmlega 40 þúsund lýðræðislega kjörnum fulltrúum í landinu. Þeir sem geta skrifað undir geta í raun verið á hvaða stjórnstigi sem er, en af þessum 40 þúsund eru um 36 þúsund sveitar-, bæjar- eða borgarstjórar. Marine Le Pen.EPA Í ár er svo búið að taka upp nýja reglu sem felur í sér að það birtist opinberlega hverjir skrifa undir fyrir hvaða frambjóðenda. Þessi reglubreyting hefur leitt til þess að sumir af umdeildari frambjóðendunum hafa átt í vandræðum með að safna undirskriftum, þeirra á meðal þau Le Pen, Zemmour og Mélenchon sem saman mælast nú með stuðning um 42 prósent í könnun Ifop. Le Pen hefur lengi verið áberandi í frönsku stjórnmálalífi og talað fyrir því að stöðva straum innflytjenda til Frakklands. Hún komst í síðari umferð forsetakosninganna 2017 þar sem hún hlaut 34 prósent atkvæða, en Macron 66 prósent. Árangur Mélenchon í fyrri umferð kosninganna 2017 vakti sömuleiðis mikla athygli þar sem hann hlaut rétt tæplega 20 prósent atkvæða. Hægriöfgamaðurinn Zemmour, sem hefur lengi starfað sem sjónvarpsmaður, hefur svo komið eins og stormsveipur inn í kosningabaráttuna nú. Hann er sömuleiðis mjög á móti straumi innflytjenda til Frakklands og allri fjölmenningu. Þannig hefur hann lagt til að bannað verði að nefna börn Mohammed í Frakklandi, en hann hefur oftar en einu sinni verið dæmdur fyrir hatursorðræðu. Jean-Luc Mélenchon.EPA Eiga talsvert í land Á heimasíðu frönsku landskjörstjórnarinnar má sjá að Le Pen hefur nú safnað 274 undirskriftum, Zemmour 181 og Mélenchon 258. Frambjóðendur nær miðju stjórnmálanna hafa hins vegar margir nú þegar safnað nægum fjölda undirskrifta, það er fimm hundruð. Þannig hefur Macron safnað 1.050 undirskriftum, Valérie Pécresse, frambjóðandi Repúblikanaflokksins 1.249 undirskriftum og Anne Hidalgo, frambjóðandi Sósíalistaflokksins, 790. Valérie Pécresse, frambjóðandi Repúblikanaflokksins.EPA Könnun Ifop sem birt var síðastliðinn þriðjudag sýnir að Macron mælist nú með um 25 prósent stuðning. Le Pen mælist með 17 prósent, Pécresse 15,5 prósent, Zemmour 15 og Mélenchon 10 prósent. Aðrir frambjóðendur mælast með minna en athygli vekur að Hidalgo, borgarstjóri höfurborgarinnar Parísar og frambjóðandi Sósíalistaflokksins, mælist einungis með um 2,5 prósent stuðning í téðri könnun. Í frétt NRK segir að fastlega sé búist við að Macron, sem kjörinn var forseti árið 2017, muni vera einn þeirra frambjóðenda sem komist í síðari umferð forsetakosninganna en þó er alls óvíst við hvern hann muni etja þar kappi. Anne Hidalgo, frambjóðandi Sósíalistaflokksins.EPA Valérie Pécresse, frambjóðandi íhaldsflokks Repúblikana, er talin vera sú sem á mesta möguleika á að hafa betur gegn Macron í síðari umferð kosninganna. Það mun hins vegar skipta miklu máli hvaða frambjóðendur muni ná að safna nægilegum fjölda undirskrifta og vera á kjörseðlinum í fyrri umferðinni. Takist hvorki Le Pen né Zemmour að safna fimm hundruð undirskriftum má þykja víst að Pécresse verði sá frambjóðandi sem muni kljást við Macron í síðari umferðinni. Eric Zemmour hefur lengi starfað sem sjónvarpsmaður og býðir sig nú fram til forseta.EPA Fari hins vegar svo að Zemmour nái ekki nægum undirskriftum, ólíkt Le Pen, kann svo að fara að stuðningsmenn Zemmour flykkist um Le Pen, sem kynni þá að leiða til þess að Le Pen næði í síðari umferð kosninganna á kostnað Pécresse. Könnun Ifop bendir til að Macron myndi fá tíu prósent fleiri atkvæði en Le Pen í einvígi þeirra tveggja. Macron hefur enn ekki tilkynnt formlega um framboð til endurkjörs þó að allir taki því sem gefnu. Frestur til að skila undirskriftum rennur út 4. mars næstkomandi. Frakkland Kosningar í Frakklandi Fréttaskýringar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Hægripopúlistarnir Marine Le Pen og Eric Zemmour og vinstripopúlistinn Jean-Luc Mélenchon mælast saman með rúmlega 42 prósenta stuðning í skoðanakönnunum, nú þegar tæplega tveir mánuðir eru í fyrri umferð forsetakosninganna, en eiga öll talsvert í land með að tryggja sér nauðsynlegan fjölda undirskrifta. Öll stefna þau að því að reyna að hafa betur gegn Emmanuel Macron og koma í veg fyrir að hann verði forseti landsins í fimm ár til viðbótar. Emmanuel Macron Frakklandsforseti.EPA Fyrri umferð forsetakosninganna fer fram 10. apríl og svo verður kosið milli tveggja efstu í síðari umferðinni 24. apríl, nái enginn hreinum meirihluta í fyrri umferðinni. Þurfa fimm hundruð undirskriftir kjörinna fulltrúa Til að fá að bjóða fram í frönsku forsetakosningunum þarf að tryggja sér undirskriftir fimm hundruð af rúmlega 40 þúsund lýðræðislega kjörnum fulltrúum í landinu. Þeir sem geta skrifað undir geta í raun verið á hvaða stjórnstigi sem er, en af þessum 40 þúsund eru um 36 þúsund sveitar-, bæjar- eða borgarstjórar. Marine Le Pen.EPA Í ár er svo búið að taka upp nýja reglu sem felur í sér að það birtist opinberlega hverjir skrifa undir fyrir hvaða frambjóðenda. Þessi reglubreyting hefur leitt til þess að sumir af umdeildari frambjóðendunum hafa átt í vandræðum með að safna undirskriftum, þeirra á meðal þau Le Pen, Zemmour og Mélenchon sem saman mælast nú með stuðning um 42 prósent í könnun Ifop. Le Pen hefur lengi verið áberandi í frönsku stjórnmálalífi og talað fyrir því að stöðva straum innflytjenda til Frakklands. Hún komst í síðari umferð forsetakosninganna 2017 þar sem hún hlaut 34 prósent atkvæða, en Macron 66 prósent. Árangur Mélenchon í fyrri umferð kosninganna 2017 vakti sömuleiðis mikla athygli þar sem hann hlaut rétt tæplega 20 prósent atkvæða. Hægriöfgamaðurinn Zemmour, sem hefur lengi starfað sem sjónvarpsmaður, hefur svo komið eins og stormsveipur inn í kosningabaráttuna nú. Hann er sömuleiðis mjög á móti straumi innflytjenda til Frakklands og allri fjölmenningu. Þannig hefur hann lagt til að bannað verði að nefna börn Mohammed í Frakklandi, en hann hefur oftar en einu sinni verið dæmdur fyrir hatursorðræðu. Jean-Luc Mélenchon.EPA Eiga talsvert í land Á heimasíðu frönsku landskjörstjórnarinnar má sjá að Le Pen hefur nú safnað 274 undirskriftum, Zemmour 181 og Mélenchon 258. Frambjóðendur nær miðju stjórnmálanna hafa hins vegar margir nú þegar safnað nægum fjölda undirskrifta, það er fimm hundruð. Þannig hefur Macron safnað 1.050 undirskriftum, Valérie Pécresse, frambjóðandi Repúblikanaflokksins 1.249 undirskriftum og Anne Hidalgo, frambjóðandi Sósíalistaflokksins, 790. Valérie Pécresse, frambjóðandi Repúblikanaflokksins.EPA Könnun Ifop sem birt var síðastliðinn þriðjudag sýnir að Macron mælist nú með um 25 prósent stuðning. Le Pen mælist með 17 prósent, Pécresse 15,5 prósent, Zemmour 15 og Mélenchon 10 prósent. Aðrir frambjóðendur mælast með minna en athygli vekur að Hidalgo, borgarstjóri höfurborgarinnar Parísar og frambjóðandi Sósíalistaflokksins, mælist einungis með um 2,5 prósent stuðning í téðri könnun. Í frétt NRK segir að fastlega sé búist við að Macron, sem kjörinn var forseti árið 2017, muni vera einn þeirra frambjóðenda sem komist í síðari umferð forsetakosninganna en þó er alls óvíst við hvern hann muni etja þar kappi. Anne Hidalgo, frambjóðandi Sósíalistaflokksins.EPA Valérie Pécresse, frambjóðandi íhaldsflokks Repúblikana, er talin vera sú sem á mesta möguleika á að hafa betur gegn Macron í síðari umferð kosninganna. Það mun hins vegar skipta miklu máli hvaða frambjóðendur muni ná að safna nægilegum fjölda undirskrifta og vera á kjörseðlinum í fyrri umferðinni. Takist hvorki Le Pen né Zemmour að safna fimm hundruð undirskriftum má þykja víst að Pécresse verði sá frambjóðandi sem muni kljást við Macron í síðari umferðinni. Eric Zemmour hefur lengi starfað sem sjónvarpsmaður og býðir sig nú fram til forseta.EPA Fari hins vegar svo að Zemmour nái ekki nægum undirskriftum, ólíkt Le Pen, kann svo að fara að stuðningsmenn Zemmour flykkist um Le Pen, sem kynni þá að leiða til þess að Le Pen næði í síðari umferð kosninganna á kostnað Pécresse. Könnun Ifop bendir til að Macron myndi fá tíu prósent fleiri atkvæði en Le Pen í einvígi þeirra tveggja. Macron hefur enn ekki tilkynnt formlega um framboð til endurkjörs þó að allir taki því sem gefnu. Frestur til að skila undirskriftum rennur út 4. mars næstkomandi.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Fréttaskýringar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira