Gaupi gekk á Gumma Gumm: Hefur ekki klárað mót síðan á ÓL 2012 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2022 12:30 Aron Pálmarsson fagna sigri i riðlakeppni Evrópumótsins. Hann veiktist síðan af veirunni og spilaði aðeins í nokkrar mínútur í viðbót á mótinu. Getty/Kolektiff Images Íslenska handboltalandsliðið náði sjötta sætinu á Evrópumótinu í síðasta mánuði sem er besti árangur liðsins í langan tíma. Liðið náði þessu þrátt fyrir að besti handboltamaður Íslands undanfarin ár hafi misst af meirihluta leikja íslenska liðsins. Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson mætti í Seinni bylgjuna og gerði upp Evrópumótið. Hann ræddi meðal annars umræddan Aron Pálmarsson. „Við erum með í liðinu einn albesta handboltamann heims á síðustu árum, Aron Pálmarsson. Niðurstaðan er þessi. Aron hefur eiginlega ekki klárað mót síðan á Ólympíuleikunum í London 2012. Þetta hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir okkur því hann er algjört lykilatriði upp á það að við komust upp í næstu tröppu. Hann þarf að vera heill,“ sagði Guðjón Guðmundsson sem stýrði þættinum með Stefáni Árna Pálssyni. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Aron Pálmarsson „Mér fannst Aron vera í mjög góðu standi fyrir þetta mót. Það sem veldur því að hann getur ekki verið með okkur eftir riðlakeppnina er þetta Covid. Að sjálfsögðu er hann gríðarlega mikilvægur og við söknuðum hans sárt fyrir ári síðan á HM,“ sagði Guðmundur Guðmundsson um Aron Pálmarsson. „Hann er mjög mikilvægur sem ankeri. Þetta er fyrirliði liðsins og hann er góður varnarmaður. Það er yfirvegun og ró sem kemur með honum. Ég hef þá trú að hann sé á góðum stað núna í Danmörku og að hann munu nýtast okkur mjög vel í nánustu framtíð,“ sagði Guðmundur. Ómar Ingi Magnússon sló í gegn á þessu EM og varð markakóngur mótsins. Hann er að koma inn sem sterkt mótvægi við Aron Pálmarsson. „Ég hef rætt þetta við Aron. Það eru fleiri sem geta dregið vagninn núna. Áður snerist leikur okkar svolítið mikið í kringum Aron Pálmarsson. Aron Pálmarsson þurfti að gera allar árásir og byrja allar árásir, klippingar og svo framvegis. Núna getur nánast hver sem er hafið þessar árásir sem við erum að tala um, þessa stimplaður eða að koma beint á vörnina,“ sagði Guðmundur. „Hann er ekki undir sama álaginu og hann hefur verið hvað þetta varðar. Það var allt stillt í kringum hann. Núna eru fleiri leikmenn og við getum gert árásir báðum megin á vellinum. hægra og vinstra megin,“ sagði Guðmundur. „Við erum orðnir miklu fjölbreyttari hvað þetta varðar. Það þýðir bara að hann kemur og fellur mjög vel inn í þetta. Stundum sendir hann miðjumanninn í fyrstu árás. Þetta er eitthvað sem við erum búnir að ná að þróa en síðan eru leikmennirnir sem við höfum að verða hæfari, sterkari og betri,“ sagði Guðmundur en það má sjá umræðuna um Aron hér fyrir ofan. EM karla í handbolta 2022 Seinni bylgjan Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson mætti í Seinni bylgjuna og gerði upp Evrópumótið. Hann ræddi meðal annars umræddan Aron Pálmarsson. „Við erum með í liðinu einn albesta handboltamann heims á síðustu árum, Aron Pálmarsson. Niðurstaðan er þessi. Aron hefur eiginlega ekki klárað mót síðan á Ólympíuleikunum í London 2012. Þetta hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir okkur því hann er algjört lykilatriði upp á það að við komust upp í næstu tröppu. Hann þarf að vera heill,“ sagði Guðjón Guðmundsson sem stýrði þættinum með Stefáni Árna Pálssyni. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Aron Pálmarsson „Mér fannst Aron vera í mjög góðu standi fyrir þetta mót. Það sem veldur því að hann getur ekki verið með okkur eftir riðlakeppnina er þetta Covid. Að sjálfsögðu er hann gríðarlega mikilvægur og við söknuðum hans sárt fyrir ári síðan á HM,“ sagði Guðmundur Guðmundsson um Aron Pálmarsson. „Hann er mjög mikilvægur sem ankeri. Þetta er fyrirliði liðsins og hann er góður varnarmaður. Það er yfirvegun og ró sem kemur með honum. Ég hef þá trú að hann sé á góðum stað núna í Danmörku og að hann munu nýtast okkur mjög vel í nánustu framtíð,“ sagði Guðmundur. Ómar Ingi Magnússon sló í gegn á þessu EM og varð markakóngur mótsins. Hann er að koma inn sem sterkt mótvægi við Aron Pálmarsson. „Ég hef rætt þetta við Aron. Það eru fleiri sem geta dregið vagninn núna. Áður snerist leikur okkar svolítið mikið í kringum Aron Pálmarsson. Aron Pálmarsson þurfti að gera allar árásir og byrja allar árásir, klippingar og svo framvegis. Núna getur nánast hver sem er hafið þessar árásir sem við erum að tala um, þessa stimplaður eða að koma beint á vörnina,“ sagði Guðmundur. „Hann er ekki undir sama álaginu og hann hefur verið hvað þetta varðar. Það var allt stillt í kringum hann. Núna eru fleiri leikmenn og við getum gert árásir báðum megin á vellinum. hægra og vinstra megin,“ sagði Guðmundur. „Við erum orðnir miklu fjölbreyttari hvað þetta varðar. Það þýðir bara að hann kemur og fellur mjög vel inn í þetta. Stundum sendir hann miðjumanninn í fyrstu árás. Þetta er eitthvað sem við erum búnir að ná að þróa en síðan eru leikmennirnir sem við höfum að verða hæfari, sterkari og betri,“ sagði Guðmundur en það má sjá umræðuna um Aron hér fyrir ofan.
EM karla í handbolta 2022 Seinni bylgjan Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram Sjá meira