Skoðun

Vel­ferðar­tækni – tæki­færi til fram­tíðar

Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur haft það sem stefnu frá árinu 2018 að nýta velferðartækni til að auðvelda fólki að búa á eigin heimili við betri lífsgæði, þrátt fyrir öldrun, fötlun eða veikindi. Tilgangurinn með nýtingu velferðartæknilausna er að stuðla að sjálfstæðu lífi fólks og gera þeim kleift að taka virkan þátt í samfélaginu. Velferðartækni samanstendur af innleiðingu hverskyns tæknilausna sem hjálpa til við að viðhalda og/eða efla velferðarþjónustu í víðum skilningi. Markmiðið með innleiðingu velferðatæknilausna er að gera þjónustuna bæði einfaldari og skilvirkari bæði fyrir notendur og starfsfólk, auðvelda samskipti og rjúfa félagslega einangrun. Hjá Reykjavíkurborg er starfrækt Velferðartæknismiðja og hefur hún það verkefni að framkvæma þarfagreiningar, koma á samstarfi, meta og prófa og loks innleiða lausnir á sviði velferðartækni. Dæmi um verkefni er tilraunaverkefni með skjáheimsóknir í heimaþjónustu Reykjavíkur, prófanir með rafræna lyfjaskammtara í heimaþjónustu, verkefni á sviði tæknilæsis auk fjölmargra annarra verkefna.

Innleiðing velferðartæknilausna stuðlar að sjálfstæðu lífi fólks og eykur sveiganleikan i þjónustunni. Auk þess er mikilvægt að taka ætíð mið af siðferðislegum gildum og sjálfsákvörðunarrétt notenda þegar slík tækni er innleidd. Loks felast mikil tækifæri í innleiðingu slíkar tækni til að bæta aðstæður stafsmanna í velferðarþjónustu og stuðla að aukinni vinnurvernd. Nú er að hefjast endurskoðun á stefnu um velferðartækni hjá Reykjavíkurborg og mun ég leiða þá vinnu. Ég trúi því að ótal tækifæri felist í aukinni notkun á velferðartækni, auk þess að vera notendavæn og einstaklingsmiðuð fæst meiri tími til að sinna notendum þjónustunnar. Tæknilausnir eru til þess að einfalda okkur öllum lífið.

Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.




Skoðun

Sjá meira


×