Erlent

Telja sig hafa fundið líkamsleifar Miu og tveir menn grunaðir um morð

Samúel Karl Ólason skrifar
Vitað er að Mia Skadhauge Stevn hafði verið að skemmta sér á Jomfru Ane Gade í Álaborg, gengið svo Borgergade til vesturs og svo Vesturbrú til suðurs þar sem hún settist upp í bílinn.
Vitað er að Mia Skadhauge Stevn hafði verið að skemmta sér á Jomfru Ane Gade í Álaborg, gengið svo Borgergade til vesturs og svo Vesturbrú til suðurs þar sem hún settist upp í bílinn. Lögregla í Danmörku

Lögreglan í Danmörku hefur fundið líkamsleifar sem taldar eru vera Mia Skadhauge Stevn sem hvarf á sunnudaginn. Tveir menn hafa verið handteknir og eru grunaðir um að hafa myrt Miu.

Á blaðamannafundi lögreglunnar á Jótlandi í kvöld kom fram að líkamsleifarnar hafi fundist í Dronninglund Storskov og að talið sé að dauða Miu hafi borið að með saknæmum hætti. Ekkert hefur spurst til Mia Skadhauge Stevn frá því að sást til hennar á öryggismyndavélum stíga upp í bíl í miðborg Álaborgar á Jótlandi snemma á sunnudagsmorgun.

Tveir 36 ára menn voru handteknir í gær vegna hvarfs Miu. Öðrum þeirra var sleppt í dag en báðir eru grunaðir um morð.

Sjá einnig: Annar mannanna í gæslu­varð­hald en hinum sleppt

Í frétt DR segir að forsvarsmenn lögreglunnar telji að umfangsmikil vinna sem á sér stað í Dronninglund Storskov muni standa yfir í alla nótt og á morgun. Þá vinnur lögreglan að því að kortleggja ferðir mannanna tveggja en lögreglan hefur ekki gefið upp hvort vitað sé hvar hún var myrt og hvenær.

Þá hefur lögreglan biðlað til fólks sem telur sig hafa upplýsingar um málið til að stíga fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×