Bókasafnið loks fundið leið til að ná til miðaldra karlmanna Eiður Þór Árnason skrifar 11. febrúar 2022 07:01 Aðstaðan er strax vel nýtt. Samsett/Borgarbókasafn Búið er að opna fullbúið hljóðver á Borgarbókasafninu í Úlfarsárdal sem fólk getur bókað til að taka upp og vinna tónlist að kostnaðarlausu. Einnig er hægt að nota aðstöðuna til að taka upp hlaðvörp. Unnar Geir Unnarsson, deildarstjóri bóksafnsins í Úlfarsárdal, segir að hér sé um að ræða fyrsta bókasafnshljóðverið á Íslandi og eitt af fáum hljóðverum hér á landi sem hefur verið byggt sem slíkt frá grunni. Fyrir er sérstakt hlaðvarpsstúdíó á Borgarbókasafninu í Grófinni sem hefur notið mikilla vinsælda. Unnar segir markhópinn meðal annars vera fólk sem hefur ekki rétta búnaðinn til að taka upp heima hjá sér og ekki heldur komið það langt að það sé að kaupa tíma í venjulegu hljóðveri. „Við erum með allt til alls hérna. Þú ert kannski ekki að fara að hljóðblanda tólf laga plötu hérna hjá okkur en þú ert að ná þér í þekkingu og byggja um reynslu og sjálfstraust í að nota stúdíó.“ Fólk með bókasafnskort getur bókað hljóðverið í tvo tíma í senn og jafnvel tvo daga í röð. Það er opið tvo daga í viku og er menntaður upptökustjóri til staðar fyrir fólk sem óskar eftir aðstoð. Bílskúrshljómsveitir vakna til lífsins Unnar á ekki bara von á því að aðstaðan muni nýtast næstu kynslóð tónlistarmanna. „Við erum að ná til fólks sem var einu sinni í unglingahljómsveit eða menntaskólahljómsveit, svo hefur alltaf blundað í þeim tónlistarmaðurinn og allt í einu núna þegar það er komið á miðaldraskeiðið þá kviknar áhuginn aftur. Það er svolítið skemmtilegt því að miðaldra karlmenn er markhópur sem bókasöfnin missa kannski af. Þeir eru mjög spenntir líka sem kom okkur á óvart því í huganum vorum við einmitt að hugsa meira um ungt fólk sem er að byrja og taka fyrstu skrefin en það er mjög áhugavert að þessi hópur mætti á svæðið líka.“ Mikill áhugi hafi verið á framtakinu til þessa og fólk byrjað að senda fyrirspurnir löngu áður en hljóðverið var opnað. „Þetta er hlutverk almenningsbókasafns, að fólkið sem býr í þessari borg njóti jafnra tækifæra. Það er það sama sem við erum að gera með tölvuverið, þar er tölvuleikjaver þar sem þú getur komið og nýtt til að spila tölvuleiki. Ef þú býrð einhvers staðar þar sem er ekki tölva og það er ekki peningur til að vera áskrifandi að einhverri leigu þá getur þú komið á bókasafnið.“ Hljóðverið skiptist í tvö herbergi, annars vegar upptökuherbergi og hljóðblöndunarherbergi. Þar má meðal annars finna gítar, bassa, trommur, hljómgervil, úrval af míkrófónum, hljóðkerfi með bassaboxi og hljóðvinnsluforrit. Gestum er einnig velkomið að koma með sínar græjur en að sögn Unnars er pláss fyrir sex til sjö manna hljómsveit í upptökuherberginu. Tónlist Reykjavík Söfn Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Unnar Geir Unnarsson, deildarstjóri bóksafnsins í Úlfarsárdal, segir að hér sé um að ræða fyrsta bókasafnshljóðverið á Íslandi og eitt af fáum hljóðverum hér á landi sem hefur verið byggt sem slíkt frá grunni. Fyrir er sérstakt hlaðvarpsstúdíó á Borgarbókasafninu í Grófinni sem hefur notið mikilla vinsælda. Unnar segir markhópinn meðal annars vera fólk sem hefur ekki rétta búnaðinn til að taka upp heima hjá sér og ekki heldur komið það langt að það sé að kaupa tíma í venjulegu hljóðveri. „Við erum með allt til alls hérna. Þú ert kannski ekki að fara að hljóðblanda tólf laga plötu hérna hjá okkur en þú ert að ná þér í þekkingu og byggja um reynslu og sjálfstraust í að nota stúdíó.“ Fólk með bókasafnskort getur bókað hljóðverið í tvo tíma í senn og jafnvel tvo daga í röð. Það er opið tvo daga í viku og er menntaður upptökustjóri til staðar fyrir fólk sem óskar eftir aðstoð. Bílskúrshljómsveitir vakna til lífsins Unnar á ekki bara von á því að aðstaðan muni nýtast næstu kynslóð tónlistarmanna. „Við erum að ná til fólks sem var einu sinni í unglingahljómsveit eða menntaskólahljómsveit, svo hefur alltaf blundað í þeim tónlistarmaðurinn og allt í einu núna þegar það er komið á miðaldraskeiðið þá kviknar áhuginn aftur. Það er svolítið skemmtilegt því að miðaldra karlmenn er markhópur sem bókasöfnin missa kannski af. Þeir eru mjög spenntir líka sem kom okkur á óvart því í huganum vorum við einmitt að hugsa meira um ungt fólk sem er að byrja og taka fyrstu skrefin en það er mjög áhugavert að þessi hópur mætti á svæðið líka.“ Mikill áhugi hafi verið á framtakinu til þessa og fólk byrjað að senda fyrirspurnir löngu áður en hljóðverið var opnað. „Þetta er hlutverk almenningsbókasafns, að fólkið sem býr í þessari borg njóti jafnra tækifæra. Það er það sama sem við erum að gera með tölvuverið, þar er tölvuleikjaver þar sem þú getur komið og nýtt til að spila tölvuleiki. Ef þú býrð einhvers staðar þar sem er ekki tölva og það er ekki peningur til að vera áskrifandi að einhverri leigu þá getur þú komið á bókasafnið.“ Hljóðverið skiptist í tvö herbergi, annars vegar upptökuherbergi og hljóðblöndunarherbergi. Þar má meðal annars finna gítar, bassa, trommur, hljómgervil, úrval af míkrófónum, hljóðkerfi með bassaboxi og hljóðvinnsluforrit. Gestum er einnig velkomið að koma með sínar græjur en að sögn Unnars er pláss fyrir sex til sjö manna hljómsveit í upptökuherberginu.
Tónlist Reykjavík Söfn Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira