Fengu innblástur frá Cool Runnings og eru mættir á Vetrarólympíuleika Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2022 16:32 Jamaíkumenn beittu frumlegum aðferðum við að undirbúa sig fyrir Vetrarólympíuleika á kórónuveirutímum. Hér er Shanwayne Stephens að ýta bíl með liðsfélaga sinn Nimroy Turgott við stýrið, í Peterborough á Englandi þar sem Stephens býr. Getty/Shaun Botterill Margir muna eftir ævintýri Jamaíkumannanna sem tóku þátt í fjögurra manna bobsleðakeppninni á Vetrarólympíuleikunum í Calgary árið 1988, sem kvikmyndin Cool Runnings fjallar um. Jamaíka á aftur lið í keppninni í ár. Það kann að koma spánskt fyrir sjónir að frá karabísku eyjunni Jamaíku, þar sem aldrei snjóar, komi keppendur til að taka þátt á Vetrarólympíuleikum. Þannig var það þó þegar Dudley Stokes, Devon Harris, Michael White og Chris Stokes ruddu brautina með því að keppa í bobsleðakeppninni í Calgary. „Þeir veittu okkur innblástur og við munum veita næstu kynslóð innblástur,“ sagði Ashley Watson sem keppir í Peking í ár, bæði í tveggja manna og fjögurra manna sleðakeppninni. Þeir Watson og Shanwayne Stephens keppa í tveggja manna keppninni og náðu 24. besta tímanum á æfingu í dag. Keppir í eins manns sleðakeppni kvenna Hin jamaíska Jazmine Fenlator-Victorian mun einnig keppa á leikunum, í eins manns sleðakeppni sem er ný grein á leikunum. Jamaísku keppendurnir verða væntanlega ekki nálægt neinum verðlaunasætum á Vetrarólympíuleikunum en ætla sér að halda áfram að vinna hug og hjörtu áhorfenda um allan heim eins og landar þeirra gerðu á sínum tíma, með dansi og gleði líkt og á setningarathöfninni. Ætla að gera aðdáendur Cool Runnings stolta „Við höfum fengið skilaboð alls staðar að úr heiminum, ekki bara frá Jamaíku. Fólk segist ætla að styðja okkur áfram rétt eins og við værum frá þeirra landi,“ sagði Stephens og bætti við: „Ástin er sönn og við getum ekki beðið eftir því að fá að gera jamaísku þjóðina, og alla aðdáendur Cool Runnings, stolta.“ Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Jamaíka Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sjá meira
Það kann að koma spánskt fyrir sjónir að frá karabísku eyjunni Jamaíku, þar sem aldrei snjóar, komi keppendur til að taka þátt á Vetrarólympíuleikum. Þannig var það þó þegar Dudley Stokes, Devon Harris, Michael White og Chris Stokes ruddu brautina með því að keppa í bobsleðakeppninni í Calgary. „Þeir veittu okkur innblástur og við munum veita næstu kynslóð innblástur,“ sagði Ashley Watson sem keppir í Peking í ár, bæði í tveggja manna og fjögurra manna sleðakeppninni. Þeir Watson og Shanwayne Stephens keppa í tveggja manna keppninni og náðu 24. besta tímanum á æfingu í dag. Keppir í eins manns sleðakeppni kvenna Hin jamaíska Jazmine Fenlator-Victorian mun einnig keppa á leikunum, í eins manns sleðakeppni sem er ný grein á leikunum. Jamaísku keppendurnir verða væntanlega ekki nálægt neinum verðlaunasætum á Vetrarólympíuleikunum en ætla sér að halda áfram að vinna hug og hjörtu áhorfenda um allan heim eins og landar þeirra gerðu á sínum tíma, með dansi og gleði líkt og á setningarathöfninni. Ætla að gera aðdáendur Cool Runnings stolta „Við höfum fengið skilaboð alls staðar að úr heiminum, ekki bara frá Jamaíku. Fólk segist ætla að styðja okkur áfram rétt eins og við værum frá þeirra landi,“ sagði Stephens og bætti við: „Ástin er sönn og við getum ekki beðið eftir því að fá að gera jamaísku þjóðina, og alla aðdáendur Cool Runnings, stolta.“
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Jamaíka Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sjá meira