Skoðun

Kjark­mikla for­ystu í Eflingu

Karla Barralaga Ocon skrifar

Kjarkmikla forystu í Eflingu. Sem meðlimur í trúnaðarráði Eflingar hitti ég Sólveigu Önnu Jónsdóttur í fyrsta sinn í kuldanum fyrir utan afgreiðslu Icelandair, þar sem hún stóð fremst í stafni að mótmæla uppsögn á trúnaðarmanni Eflingar. Þar sá ég leiðtoga sem talar ekki bara um baráttu heldur tekur raunverulegan þátt í henni.

Í Sólveigu Önnu hef ég líka séð leiðtoga sem þorir að spyrja spurninga. Hún hefur þorað að spyrja erfiðra spurninga og krefjast breytinga í mörgum málum, allt frá lífeyrissjóðnum Gildi til innri starfsemi Eflingar. Þetta eru einmitt spurningarnar sem blæs nú um í fjölmiðlum.

Ég er sammála því að það á að spyrja í hvað félagsgjöld félagsmanna Eflingar fara. Hverjum er verið að greiða með fé félagsmanna og fyrir hvað? Reynslan sýnir að það er nauðsynlegt að spyrja þessara spurninga. Eftir að Sólveig Anna tók við sem formaður Eflingar spurði hún spurninga um fjármál félagsins. Seinna var fyrrum fjármálastjóri Eflingar tekinn til rannsóknar hjá Skattrannsóknarstjóra ríkisins.

Það þarf kjark til að spyrja svona, það þarf kjark til að átta sig á því að félagið sjálft er ekki hafið yfir gagnrýni, það þarf kjark til að þrýsta á um breytingar sem snúa innávið og biðja starfsmenn skrifstofunar að taka þátt. Að breyta sjálfum sér er jú eitthvað það erfiðasta sem hægt er að biðja fólk um að gera.

Verkalýðsbarátta byrjaði hjá verkafólki sem fann sig knúið til að mynda félög um sína hagsmuni. Tíð og tími má ekki má ekki færa stjórnina á þessum félögum úr höndum þeirra sem stofnuðu þau og sem hafa hina raunverulegu hagsmuni af starfi félaganna.

Það er þess vegna sem við þurfum leiðtoga eins og Sólveigu, leiðtoga sem er óhrædd við breytingar og að setja félagsmenn í forgang. Ég ætla að kjósa B-listann, Baráttulistann, vegna þess að Sólveig Anna hefur sýnt það í verki að hún berst af alvöru fyrir réttindum okkar, þeirra lægst launuðu. 

Höfundur er félagi í Eflingu.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×