Lífið

Fönk­drottningin Betty Davis er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Betty Davis árið 1969.
Betty Davis árið 1969. Getty

Bandaríska tónlistarkonan Betty Davis, sem var ein af frumkvöðlunum á sviði fönk- og sálartónlistar, er látin, 77 ára að aldri.

Davis, sem einnig var seinni eiginkona djasstónlistarmannsins Miles Davis, lést í Pennsylvaníu í gær að því er segir í frétt Rolling Stone.

Davis var áberandi á sjöunda áratugnum og byrjun þess áttunda, en hvarf svo úr sviðsljósinu.

Hún starfaði sem fyrirsæta til að byrja með en hóf svo að gefa út tónlist undir nafninu Betty Mabry. Meðal þekktra laga hennar var lagið Get Ready for Betty sem kom út árið 1964 og þá skrifaði hún einnig lagið Uptown (to Harlem) með sveitinni Chambers Brothers.

Hún var þekkt fyrir villta og oft á tíðum kynferðislega texta og er hún talin hafa átt þátt í að móta tónlistarsenuna í New York á síðari hluta sjötta áratugarins.

Árið 1968 giftist hún Miles Davis, en hjónabandið entist einungis í eitt ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×