Stjórnendum Landspítala stendur uggur af afléttingaáætlun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 9. febrúar 2022 20:33 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítala. Vísir Starfandi forstjóri Landspítalans segir fyrirhugaðar afléttingar stjórnvalda á sóttvarnaaðgerðum innanlands ekki boða gott. Ekkert lát sé á því að starfsmenn spítalans veikist af veirunni og innlögnum vegna veirunnar fjölgi í takt við fleiri smit í samfélaginu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti það í gær að hann hyggist taka næsta skref afléttinga jafnvel á föstudag, tíu dögum áður en til stóð upprunalega. Meðal þeirra afléttinga sem koma til greina, og voru fyrirhugaðar í þessu öðru skrefi, er aflétting sóttkvíar og einangrunar, lengd opnun veitingastaða og fjölgun þeirra sem saman mega koma hverju sinni. Már Kristjánsson, formaður farsóttarnefndar Landspítala, sagði í dag mjög erfitt að halda starfseminni gangandi og að stöðugt sé í skoðun hvort hækka þurfi viðbúnaðarstig upp á neyðarstig. En er staðan virkilega svona alvarleg á spítalanum? „Já, hún er það og það er ekkert ýkja langt síðan við vorum með svona 20-25 smitaða inni, núna eru þeir 35. Þannig að innlögnum fjölgar í takt við fleiri smit í samfélaginu,“ sagði Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans, í kvöldfréttum Stöðvar 2. 248 starfsmenn spítalans eru í einangrun í dag og hafa aldrei verið fleiri. Heilbrigðisráðuneytið kallaði í dag sérstaklega eftir fleiri bakvörðum til starfa vegna vaxandi álags á heilbrigðisstofnunum, ekki síst vegna forfalla starfsfólks. „Okkar hlutverk, okkar stjórnenda á Landspítala, er að standa vörð um þjónustu spítalans og standa vörð um starfsfólk og það er þannig að eftir því sem smitum fjölgar í samfélaginu því fleiri verða sjúklingarnir með Covid á Landspítala og því fleiri starfsmenn eru í einangrun,“ segir Guðlaug. „Þetta er tvíeggja sverð.“ Hún segir svo virðast sem ekkert lát verði á fjölda starfsmanna spítalans sem smitist af veirunni. „Það virðist nú bara vera þannig að það fara jafn margir í einangrun eins og koma úr einangrun. Það voru fimmtíu og eitthvað starfsmenn í gær sem greindust með Covid.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti það í gær að hann hyggist taka næsta skref afléttinga jafnvel á föstudag, tíu dögum áður en til stóð upprunalega. Meðal þeirra afléttinga sem koma til greina, og voru fyrirhugaðar í þessu öðru skrefi, er aflétting sóttkvíar og einangrunar, lengd opnun veitingastaða og fjölgun þeirra sem saman mega koma hverju sinni. Már Kristjánsson, formaður farsóttarnefndar Landspítala, sagði í dag mjög erfitt að halda starfseminni gangandi og að stöðugt sé í skoðun hvort hækka þurfi viðbúnaðarstig upp á neyðarstig. En er staðan virkilega svona alvarleg á spítalanum? „Já, hún er það og það er ekkert ýkja langt síðan við vorum með svona 20-25 smitaða inni, núna eru þeir 35. Þannig að innlögnum fjölgar í takt við fleiri smit í samfélaginu,“ sagði Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans, í kvöldfréttum Stöðvar 2. 248 starfsmenn spítalans eru í einangrun í dag og hafa aldrei verið fleiri. Heilbrigðisráðuneytið kallaði í dag sérstaklega eftir fleiri bakvörðum til starfa vegna vaxandi álags á heilbrigðisstofnunum, ekki síst vegna forfalla starfsfólks. „Okkar hlutverk, okkar stjórnenda á Landspítala, er að standa vörð um þjónustu spítalans og standa vörð um starfsfólk og það er þannig að eftir því sem smitum fjölgar í samfélaginu því fleiri verða sjúklingarnir með Covid á Landspítala og því fleiri starfsmenn eru í einangrun,“ segir Guðlaug. „Þetta er tvíeggja sverð.“ Hún segir svo virðast sem ekkert lát verði á fjölda starfsmanna spítalans sem smitist af veirunni. „Það virðist nú bara vera þannig að það fara jafn margir í einangrun eins og koma úr einangrun. Það voru fimmtíu og eitthvað starfsmenn í gær sem greindust með Covid.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira