Rooney skipti um takka til að meiða en Eiður þurfti ekkert að óttast Sindri Sverrisson skrifar 9. febrúar 2022 13:01 Wayne Rooney og John Terry háðu marga hildi á vellinum en voru líka samherjar í enska landsliðinu. Getty/Tom Purslow Enska knattspyrnusambandið hefur nú sett sig í samband við Wayne Rooney til að fá nánari skýringar á ummælum hans í nýlegu viðtali þar sem hann sagðist hafa reynt að meiða leikmenn Chelsea. Rooney, sem í dag er að gera fína hluti sem knattspyrnustjóri Derby, sagðist hafa notað stáltakka í leik með Manchester United gegn Chelsea árið 2006, því hann „vildi meiða einhvern“. United tapaði leiknum 3-0 og Chelsea varð Englandsmeistari. Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Chelsea í þessum leik og slapp því við að mæta Rooney í miklum vígahug. Lét Terry fagna titlinum á hækjum „Við vissum að ef að Chelsea myndi vinna þá yrði liðið Englandsmeistari þann dag,“ sagði Rooney í viðtali við Sky Sports. „Alveg fram að síðasta leik ferilsins, með Derby, þá notaði ég alltaf plasttakka með málmenda. En fyrir þennan leik þá skipti ég yfir í stóra, langa málmtakka – eins langa og leyfilegt var, því ég vildi reyna að meiða einhvern,“ sagði Rooney. „Ég vissi að þeir myndu vinna leikinn. Maður fann að þeir voru betra lið á þessum tíma svo ég skipti um takka. Takkarnir voru löglegir en ég vissi að ef ég færi í tæklingu þá vildi ég gera það almennilega. Og það gerði ég líka,“ sagði Rooney sem lét skapið bitna á John Terry, sem gantaðist með málið á Twitter: @WayneRooney is this when you left your stud in my foot? https://t.co/sSJH7AwCTK— John Terry (@JohnTerry26) February 7, 2022 „John Terry yfirgaf leikvanginn á hækjum. Ég skildi eftir holu í fætinum hans og svo skrifaði ég á treyjuna mína til hans eftir leikinn… og nokkrum vikum síðar sendi ég hana til hans og bað um að fá takkann aftur. Ef maður horfir aftur á það þegar þeir voru að fagna þá er JT þarna á hækjum eftir þessa tæklingu,“ sagði Rooney. BBC bendir á að Rooney geti átt yfir höfði sér refsingu og nefnir sem dæmi að Roy Keane hafi fengið bann og sekt frá enska knattspyrnusambandinu eftir að hafa sagt frá því í sjálfsævisögu að hann hefði vísvitandi meitt Alf Einge Haaland, miðjumann Manchester City og föður Erlings Haaland, í apríl 2001. Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira
Rooney, sem í dag er að gera fína hluti sem knattspyrnustjóri Derby, sagðist hafa notað stáltakka í leik með Manchester United gegn Chelsea árið 2006, því hann „vildi meiða einhvern“. United tapaði leiknum 3-0 og Chelsea varð Englandsmeistari. Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Chelsea í þessum leik og slapp því við að mæta Rooney í miklum vígahug. Lét Terry fagna titlinum á hækjum „Við vissum að ef að Chelsea myndi vinna þá yrði liðið Englandsmeistari þann dag,“ sagði Rooney í viðtali við Sky Sports. „Alveg fram að síðasta leik ferilsins, með Derby, þá notaði ég alltaf plasttakka með málmenda. En fyrir þennan leik þá skipti ég yfir í stóra, langa málmtakka – eins langa og leyfilegt var, því ég vildi reyna að meiða einhvern,“ sagði Rooney. „Ég vissi að þeir myndu vinna leikinn. Maður fann að þeir voru betra lið á þessum tíma svo ég skipti um takka. Takkarnir voru löglegir en ég vissi að ef ég færi í tæklingu þá vildi ég gera það almennilega. Og það gerði ég líka,“ sagði Rooney sem lét skapið bitna á John Terry, sem gantaðist með málið á Twitter: @WayneRooney is this when you left your stud in my foot? https://t.co/sSJH7AwCTK— John Terry (@JohnTerry26) February 7, 2022 „John Terry yfirgaf leikvanginn á hækjum. Ég skildi eftir holu í fætinum hans og svo skrifaði ég á treyjuna mína til hans eftir leikinn… og nokkrum vikum síðar sendi ég hana til hans og bað um að fá takkann aftur. Ef maður horfir aftur á það þegar þeir voru að fagna þá er JT þarna á hækjum eftir þessa tæklingu,“ sagði Rooney. BBC bendir á að Rooney geti átt yfir höfði sér refsingu og nefnir sem dæmi að Roy Keane hafi fengið bann og sekt frá enska knattspyrnusambandinu eftir að hafa sagt frá því í sjálfsævisögu að hann hefði vísvitandi meitt Alf Einge Haaland, miðjumann Manchester City og föður Erlings Haaland, í apríl 2001.
Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira